Úrval - 01.12.1978, Page 125
DÁINNÍ45 MÍNÚTUR
123
Donaldplægir akir sinn.
skaddaði einhverja þeirra, gat það
leitt til ðbætanlegs tjóns, ef ekki
dauða. Heilinn hefur af ýmsu að taka
til að bæta fyrir skaða. Það hefur
mænan ekki. Þegar Ommaya sneri sér
aftur að því að finna, brenna og
klippa varð hann að vera viss um, að
tæki hans skemmdu ekkert af
mænunni. Hann hófst handa við
aðleiðsiuæðarnar, sem efst lágu í
mænunni.
,,Fimm mínútur,” kallaði
Drinnen. Ommaya var sér þess
meðvitandi, hve lítinn tíma hann
hafði, en enga hugmynd um hve
mikið verk var enn óunnið. Hann
vann af kappi, en Drinnen taldi
mínúturnar. Því meira, sem
Ommaya losaði, því hærra gat hann
lyft klasanum og þar með gert sér
hægara um vik og útsýni. Hann
heyrði Drinnen kalla „þrjátíu
mínútur.” Tveim mínútum seinna
klippti hann síðustu tengsli klasans
við mænuna. Hann lyfti klasanum
upp og lét hann á bakka svo allir
gætu séð.
,,Helvítis greyið,” sagði hann.
Fram að þessu hafði Ommaya farið
á mis við þau merki sem skurðlæknar
meta svo mikils — blóðsitur sem sýnir
þeim hvar þeir verða að loka fyrir