17. júní - 17.06.1945, Page 5

17. júní - 17.06.1945, Page 5
Vestfirðir. Kafli úr Yestfjarðaminni. Fjöllum girt l'jarðabyggð, iaðmur liafs við sjónum blasir. Sviphýrir, gróðursælir dalir, berar skriður, sumstað- ar klettaflug í sjó fram. Fjöll, tindar, skálar, hvosir og hvammar. Orsvalir vindar vor og haust. Vetrar oft grimmir, tíðast mislyndir, sjaldan hreinátta. Sumur stutt, oft heit og unaðsleg. Stórfengleg náttúra, sem í heild býður hvorki hlíðu né værð. Þessi stórbrotna, sundurskorna byggð býr yfir kyngi- blöndnu seiðmagni. Núparnir tígulegu, aurskriðan, ber og marglit, firðir, vogar og sund, svo hafið víðfeðma, og dalirnir og hvammarnir grænu með angandi kjarngresi. Allt á þetta sína sérstöku fegurð, sem laðar og seiðir. Þeim, sem aldur ala á slikum slóðum, verður þetta allt og ahrif þess eins og partur af sál þeirra. Hinir, sem bornir eru og barnfæddir í þessum rammgirtu íjalla- byggðum, en burtu l'lytjast, geta ekki gleymt minning- unum að hciman. Þau- verða oft ávaxtaríkur arfur í fjarlægðinni. Hafið laðaði og hugann dró, hamrarnir opnuðust og gáfu sýn iðandi lífs og ljómandi lita. 1 dölunum átti ættin, kynslóð fram a.f kynslóð, sína sögu, sigra og ósigra, þrotlausa baráttu og erfiði. Aldrei bvíld. Lífsskilyrðin sköpuðu sterka menn og konur, marga nieitlaða klettarúnum sorga og erliðis, og þó á sinn

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.