17. júní - 17.06.1945, Blaðsíða 6
4
hátt glaða og hrausta. öllum var sameiginleg gleði í
hug, þegar mikið barst að landi og grös og blóm
döggvuðust til hráðs þroska. Búsældin brást ekki til
lengdar, ef eftir var leitað með atorku.
Sólgárað haf á sólmánuði. Hvar er víðara til veggja
eða hærra til lofts? Ægisdætur stíga léttfættar dans
Björg og aftur björg er sótt í forðabúrið mikla. Bráðum
hefir fleyið, stærra. eða smærra, fengið fullfermi. Allt
leikur í lyndi þessa stundina. Hver þátttakandi stækk-
ar. Hann á sinn hlut í sigurlaununum, gleði starfsins og
gróðans í góðum feng.
Á sólmánuði skrýðist landið, grænum möttli, ívöfðu
marglitu blómskrúði. Skriðan, fjallið, núpurinn fær
mildan, vinhlýjan sumarsvip.
Það er engin tilviljun, að slík náttúra skapi menn og
konur sem eignast andlegan ax-in, ljóð og sögur langi’a
kvelda óveðurs og myrkurs, morgundýrðar sólstafaðra
fjai’ða og voga. Þar lukust fjöllín og namrarnir upp. Út
gengu glæsilegar fylkingar. Fornar hetjur, tröll og for-
ynjur, eða ljúflingsálfar, íxienn og rneyjar. Bak við
bai’áttuna ströngu bjó goðheimur byggður máttugu
fólki í glæstum hýbýlum og gullnum klæðum. Þetta var
uppbótin á fábreytni og erfiðleikum hius daglega líí's.
Þessi uppbót gerði sér engan mun manna eða stétta.
Hún vai'ð eign allra, sem eldana kynntu, höfðu liæfi-
leikann til þess að lyfta sér upp yfir dægurstritið.
Hún vai’ð sameign allrar þjóðarinnar, arfur frá kyn-
slóð til kynslóðar, jólaeldur dapurra daga, myrkurs-
tímabila þjóðlífsins; sumar innra fyrir andann, þótt
úti herti hríð og kynngisnjór.
öll eigum við fósturlaun að gjalda, landi, foreidrum
og ættfeðrum. Við Vestfirðingar eigum líka fósturlaun
að gjalda liafi, hömrum, fjöllum, fjörðum, dölum.