17. júní - 17.06.1945, Blaðsíða 14

17. júní - 17.06.1945, Blaðsíða 14
12 mikið f'é til þess að sinna verkefnum sínum, og er það mikilsvert, þvi margt má fyrir fé gera. En mikilvæg- ast er að þjóðin fái ást og trú á þessu verkefni. Æskan verður að gera það að sínu máli, að klæða landið, og hinir eldri að styðja það starf eftir megni. Það land- varnarstarf verður strax að byrja í barnaskólunum, og vera virkur þáttur í starfi hvers skóla. Ætti hver skóli að hafa afmarkaðan reit cða landssvæði, og ekki nema holt að nokkur metnaður yrði um það, hver l)ezt hirðir sinn reit. Sumir líta máske svo á, að slíkt starf skólanna sé meira nafnið en gagnið. En væri landgræðslustarf skól- anna skipulagt myndi það verða einn sterkasti þáttur- inn i að klæða landið — og koma því tiltölulega fljótt í framkvæmd. Fátt hefir jafn mikilsverð uppeldisáhrif fyrir börn og unglinga og landgræðslustörfin. Þau kynnast landinu hæði i sjón og reynd. Þau leggja leggja fram ungu kraftana til þess að græða sár, skapa nýtt lif og arð og yndisþokka. Þegar aldur færist yfir munu börnin og unglingarn- ir vinna svo enn frekar að þessum verkefnum. Þá er kominn samstilltur hópur, sem i ást og trú vinnur að því að klæða landið. Og vissulega mun honum takast það fyrr en varir, ef trú og þekking haldast í hendur. Þetta landgræðslustarf er eitt af stóru verkefnum komandi ára. Það er einn liður í sj álfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og ekki sá sízti. Það er sameiginlegt verlc- efni fyrir unga og gamla i svcit og við sjó. Við sáum litlum grænum birkilaufum, melgrcsi og öðrum nytjajurtum — og ávöxturinn fer eftir ást okkar og trúnaði til þessa þýðingarmikla starfs, sem, ef það heppnast vel, gefur framtíðinni nýtt land, nýja mögu- leika, nýjan unað.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.