17. júní - 17.06.1945, Page 17

17. júní - 17.06.1945, Page 17
15 Hugsjómr gefa líf og þrótt. Sagan sýnir, aö hugsjónir eru meiri aflvaki en pening- ar. Þó trúir fólkið á pening- ana, en ekki á hugsjónirnar. Trúir þú á hugsjón? Er ])að nokkuð nema orðskrúð, um sig sláttur til þess að gera sig stærri og gildari í augum annara? Hugsjón — hugtak, óáþreifanleg og fjarlæg, er hún gjaldgeng í því kapphlaupi og hraða, sem lífið heimtar? Athugaðu hvað sagan segir þér og sýnir þér. Reynzl- an er ólýgnust. Sagan segir að sérhvert tímahil verður að eiga hugsjónir, sem ]>einast að fegrun lífsins og bættum kjörum. Hugsjónir ern einmitt gjaldmiðill framtíðarinnar. Það eru hugsjónirnar, en ekki peninga,rnir, sem bera uppi framfarirnar. Þær kveikja kyndlana, sumir lýsa stutt, eða verða villuljós, aðrir lýsa langt í framtíð. Þær hjálpa lífi og ljósi til vaxtar, styðja þann veika, lyfta þeim smáa. Þess verður oft vart í félagastarfsemi hér á landi, að trúin á hugsjónirnar hefir slappast. Máske tala menn sig heita meðan á fundum eða samkomum stendur, en þegar kemur til hins daglega lífs ypta menn öxlum yfir öllu hugsjónaskrafinu. Hefir þetta nokkur laun í sér fólgin? Fæstir eru trúarsterkari en svo, að þeir kjósa langt um freniur ærslin og dansinn umhverfis gullkálfinn. Á

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.