17. júní - 17.06.1945, Side 20
18
Þú vissir það, Island, oss var ekki rótt
að vita þig frelsinu svift,
og fólkið þér helgaði þrek sitt og þrótt
og þétt var í hlekkina kippt,
unz svo fór að ei varð á átökum hlé
og aflsmunar kenndi þá hrátt,
því enginn, þótt sterkur í illskunni sé,
stenzt aldanna samtakamátt.
Hve bjart er um nöfn þeirra drengja í dag,
er dirfðust að heimta þinn rétt,
og vöktu þinn metnað og menningarbrag
og. manndóm í flokki og stétt.
Nú hvíla þeir flestir í feðranna reit,
en fortíð ber svip þeirra og mynd,
og framtíð mun hylla þá hugdjörfu sveit,
er hóf þig á frelsisins tind.
Njót fagnandi heil þessa frelsunardags,
vor fjallhrúður tigin og hrein!
Stefn örugg með fólk þitt til farsældarhags,
þá firrast þig hættur og mein!
Sel engum þitt frelsi — þinn frumhurðarrétt,
er féll þér nú aftur í skaut,
því forgöngu-hlutverk þér fyrir er sett
á framtíðar dáðríkri braut!
Nú getur þú, móðir, lyft höfðinu hátt,
sýnt heiminum göfgi þíns blóðs,
hleypt fjallanna kyngi í kiknaðan mátt
og kvatt þér með stórþjóðum hljóðs.
Ef hamlar ei fátækt, né flónsku sé hleypt
í forsæti’, er kúgar þinn lýð,
mun flest verða íslenzku atgjörvi kleift
í athöfn — á komandi tíð.