17. júní - 17.06.1945, Side 21

17. júní - 17.06.1945, Side 21
19 1 störf vor þitt eðli skal ofið og rist, allt íslenzkt mun reynast hér bezt. Þinn andi skal ríkja í íþrótt og list, vor ást skal við byggð þína fest, — þá byggð, sem vorn kynmeið frá öndverðu ól við arinn hins norræna máls, og hug vorum lyfti’ upp í heiðríkju og sól við hamfarir ísa og báls. Hver sonur, hver dóttir, er svip þínum ann, nú sverji þess dýrastan eið: að vernda þitt frelsi, að fegra þinn rann og frægja þinn kyngöfga meið, að klæða þinn nakta og blóðrisa barm í bjarkklæði iðgræn og mjúk og draga þér blómstrandi bauga á arm og bera af þér éljanna fjúk. Þú geislar af fögnuði og framkvæmdahug, sérð framundan verkefni nóg, og synina fyllirðu djörfung og dug og dæturnar skapfestu og ró. Þú viðheldur ylnum hjá Yestmanna svcit, er vex upp af kvistunum þeim, sem eiga hér fornhelgan ættstofna reit, — sá ylur mun toga’ ’ana heim. Hver fornsögukj arni, hvert kyngifyllt Ijóð, skal kalla fram metnað í sál hvers íslendings, sannandi að fjallkonan fróð á fegurst og djúpúðgast mál. Hver bernskuhlý minning um fjarrænan frið, er fyllir þinn vorlieiða geim, er liftaug, sem bindur oss brjóstin þín við, þótt berumst vér langt út í heim,

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/1909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.