17. júní - 17.06.1945, Page 23
21
Minni ngardagar.
Kvenréttindadagurinn er 19. júní, þann dag fengu
íslenzkar konur jafnrétti við karla, að lögum.
En langt er frá, að jafnréttið það sé veruleiki, þótt
langt sé um liðið frá þvi lögin voru sett.
Má þar eflaust að nokkru um kcnna tómlæti kvenn-
anna sjálfra, og hins vegar hefðgróinni vanafestu.
En margt hefir umþokast til batnandi aðstöðu og
betri hags kvenkynsins.
En margt er eftir — og i fremstu röð meiri um-
hyggja alþjóðar fyrir mæðrunum. — Að þær fái
notið hvildar og hressingar, a. m. k. endrum og eins,
en þurfi ekki að vinna sýnkt og heilagt alla daga —
og stundum næturnar í þokkabót, cf veikindi eða slys
bera. að höndum.
Stóraukin mæðrahjálp á að vera þjóðfélagsumbót,
sem allir geta sameinast um, og hún þarf að koma
fljótt. Kvenfólkið á að hafa forgöngu þess máls og
fryggja því skjótan sigur.
Það er ekki hægt að bera við leleysi til aukinnar
niæðrahjálpar. Valdhafarnir velta miljónum og mil-
jónatugum cftir geðþótta. Það er heldur ekki hægt að
afsaka hið þessa máls með öðrum frambaérilegum
ástæðum. Hið sanna er, að við Islendingar erum eftir-
hátar margra annara þjóða með mæðrahjálp, en ætt-
um og höfum skilyrði til að vera i fremstu röð.
Vonandi verður ný löggjöf, við getum nefnt hana
mæðrahjálp eða mæðratryggingu, komin til fram-
kvæmda fyrir 19. júní 1946.