Stjörnur - 15.05.1947, Síða 3
Paramount
Lizcbcth Scott
„Afsakið, en hef ég ekki séð röddina yðar nýlega?“
Ymsir hafa spurt Lizabeth Scott þessarar spurningar
og fengið það svar, að það geti vel verið, því að Liz
er eina kvikmyndastjarnan, sem fengið hefur rödd
sína mótaða. (Sá eini í heiminum, er víst óhætt að
segja.) Listamaðurinn, sem það gerði, var Ycca Salu-
munich — og eitt af því bezta, sem hægt er að segja
um hann, er það, að hann fór ekki eftir neinni ósýni-
legri ímyndun. Allan tímann, sem hann var að hnoð-
ast við leirinn, varð Liz að sitja fyrir honum — lclukku-
stund feftir klukkustund. „Heyrið þér, herra Salu-
munich . . .“ „Truflið mig ekki“. „En, herra
Salumunich, mætti ég ekki fara heim og sitja fyrir
yður í gegn um símann?" (Félagið var rétt búið að
láta hana fá síma, eftir heils árs biðtíma). Að lokum
var því lokið. Það var ýmist skýrt sem nokkrir hár-
lokkar flögrandi í vorblæ, samansnúið knippi af
mannsraddartónum, eða höfuðlaus líkami krjúpandi í
bæn. Liz varð að orði: „Herra Salumunich, hvar er
höfuðið á mér?“ „Ekkert höfuð“, anzaði hr. S„ eins
þolinmóðlega og honum var unnt. „Þetta er tákn-
rænt. En Liz hristir bara brúnlokkað höðuðið (því
að auðvitað hefur hún höfuð) og fer í hrifningu að
ræða um ballettdans — en hún er að læra að dansa
ballett af bók. Eða fer að ræða um viðskiftamöguleik-
ana í því að leika á móti Bogart í Dead Reckoning,
Lancaster í Deadlock og Hodiak í Desert Fury. Ef
hún er vel upplögð, gæti hún sagt frá því, hversu
hræðilega illa henni leið í fyrsta skipti sem Louella
Parsons átti viðtal við hana. (Hægan, Louella, bíddu
þangað til þetta er búið.) Það var sem sé fyrsta við-
talið við hana og það var fullmikið af svo góðu fyrir
22ja ára gamla stúlku að byrja með því að vera spurð
. Framhald á bls. 15.
STJÖRNUR 3