Stjörnur - 15.05.1947, Blaðsíða 19
FYRIRSPURNUM SVARAÐ:
Úr póstkassanum
Á PRJÓNUNUM!
Hjá Metro-Goldwyn-Maj'er er á döfinni ný mynd; MANG-
ARARNIR, með Clark Gable, Adolphe Menjou í aðalhlut-
\erkum, og Jack Conway sem leikstjóra. Þetta sama „tríó“
hefir áður unnið saman og síðast í myndinni AUÐVELD-
ASTA LEIÐIN, sem gerð var árið 1930. Margt hefir breyzt
í kvikmyndaheiminum síðan. T. d. má geta þess, að í
AUÐVELDASTA LEIÐIN var Menjou í aðalhlutverkinu, en
Clark Gable lék smáhlutverk og var nafn hans ekki einu
sinni nefnt í leikaraskránni.
Önnur Metro-Goldwyn mynd, „Upphafið eða endirinn",
mun bráðlega koma á markaðinn. Þetta er saga atom-
sprengjunnar, segir frá því, hvernig hún varð til á tímum
styrjaldar, og gefur glögga hugmynd um gildi hennar og
mátt, svo til uppbyggingar sem og til niðurrifs. Tveir
kunnir leikarar koma þarna fram meðal annara, þ. e. Bob
Walker og Tom Drake, en aðal-„persónan“ er atomsprengj-
an sjálf.
GRASSLÉTTAN; Katharine Hepburn og Spencer Tracy,
ásamt Melvyn Douglas, Robert Walker, Phyllis Thaxter o. fl.
Myndin er gerð eftir skáldsögu Conrad Richter, og fjallar
um líf bændanna á vesturströnd Bandaríkjanna og ýmsa
erfiðleika þeirra og baráttu við utanaðkomandi ágengni.
(Metro-Goldwyn-Mayer).
EGGJAR RAKHNÍFSINS. í þessari áhrifamiklu mynd,
sem gerð er eftir samnefndri sögu Somerset Maugham, leik-
ur Tyrone Power gamlan hermann úr fyrri heimsstyrjöldinni,
hermann, sem afneitar heimi efnishyggjunnar, segir skilið
við unnustu sína (Gene Tierney) og venjulegt líf, til þess að
geta helgað hugðarefnum sínum alla starfskrafta sína. Auk
þeirra leikara, sem nú voru nefndir, leika í myndinni John
Payne, Anne Baxter, Clifton Webb, Herbert Marshall o ,fl.
(20th Century-Fox).
í STUTTU MÁLI
Bonita Granville hefir gifzt Jack Wrather, Jr., auðúgum
olíusala og kvikmyndaframleiðanda frá Texas . . . Sabu
hefir valið sér brúði. Sú er leikkona frá Brazilíu og heitir
Bibi Ferreira . . . Dick Haymes-hjónin eiga von á þriðja
barni sínu . . . Evie Wynn og Van Johnson eru nú gift . . .
Sue Carol og Alan Ladd hafa eignazt dreng . . . Mickey
Rooney og frú hafa eignazt annan son . . . Hinn 6 mánaða
langi skilnaður Lindu Darnell og Peverell Marley endaði
með fullum sáttum og nýjum hveitibrauðsdögum . . . Ann
Miller hefir skilið við milljónamæringinn Reese Milner.
Fáfróðar!
Diana Lynn er fædd í Los Angeles, Californiu 7. október
1926. Dennis Morgan, fæddur í Prentice, Wisconsinfylki, 20.
desember 1910. Guy Madison, fæddur 19. janúar 1922 í
Baskerville, Californiu.
Kobbi!
Aritun bréfa til Jane Ball má vera, Twentieth Century-Fox
Studios, Beverley Hills, California.
2 spurular!
Joan Leslie er fædd í Detroit, Mich. 22. febrúar 1925 . . .
Gail Russell, fædd árið 1924 í Chicago, Illionis . . . Lana
Turner, fædd í Wallace, Idaho, 8. febrúar 1923 . . . James
Brown, fæddur 22. marz 1920 í Desdoma, Texas . . . Enn-
fremur getum við glatt „2 spurular" með því, að mynd af
Roy Rogers mun birt í næsta blaði.
Ein mjög söngelsbj.
Beztu þakkir fyrir bréfið. Aður en langt líður vonum við
að geta birt fyrir þig mynd af Susanna Foster og ekki er
vonlaust um, að við getum sagt þér eitthvað um hana líka.
Hvað sönglagatextana snertir þá hefir okkur því miður ekki
tekizt að afla þeirra, en takist það, munum við hugsa til þín.
Dísa. og Sigga!
Kærar þakkir fyrir hlý orð í garð blaðsins. Jú, eins og hér
að ofan er getið, megið þið eiga von á einhverju um
Susanna Foster innan skamms.
Arnfjörð!
Tilmæli þín um bréfaviðskipti hafa verið athuguð. Okkur
er ekki fyllilega ljóst, hvernig þú hugsar þetta, hvort þú
átt við beiðnir um bréfasamband, eða annað. Væri um það
að ræða, er sjálfsagt að taka slíkar beiðnir og koma þeim
áleiðis. Gott væri að heyra frá þér bráðlega þessu viðvíkjandi.
Sigga og Anna!
Þið eruð ekki sammála um Alan Ladd. Að svo miklu
leyti sem okkur er kunnugt á Alan bæði dreng og stúlku.
Stúlkan fæddist í apríl 1943 og heitir Alana. Drengurinn
er hins vegar nýlega fæddur, eins og þið sjáið á öðrum
stað hér í blaðinu. Kona Alans heitir Sue Carol. Annars mun
verða sagt nánar frá Alan Ladd bráðlega.
Leikaradella!
(Ljótt orð það!) Betty Grable hefir blá augu . . . June
Haver er ekki gift, að því er við bezt vitum . . . Um
það, hver syngi betur, Susanna Foster eða Deanna Durbin,
treystum við okkur ekki til að dæma. Hvað finnst þér
sjálfri? Það hlýtur að skipta þig mestu máli. — Þökkum
árnaðaróskirnar.
Guðný á HásavíbJ.
Utanáskrift til Betty Grable er Twentieth Century-Fox
Studios, Beverly Hills, California . . . Hinum spurningum
þínum getum við, því miður, ekki svarað að sinni.
Böggy!
Við höfum ekki heyrt þess getið, að Joan Fontaine sé gift,
né að hún eigi börn.
STJÖRNUR 19