Skaginn


Skaginn - 01.12.1944, Blaðsíða 5

Skaginn - 01.12.1944, Blaðsíða 5
ur. Þegar hann sá, hvað Andri horfði mikið á myndina, sagði hann: „Þessi mynd er af konunni minni sálugu. Hún er nú dáin fyrir mörgum árum síðan. Við vorum mjög hamingjusöm, en sú hamingja stóð því miður ekki lengi. Hún veiktist skyndilega úr lungnabólgu og dó eftir fáa daga. Þá stóð ég einn eftir með fimm börn. Systir mín tók þau að sér og var þeim eins og góð móðir. Elzti sonur minn fór snemma að stunda sjómennsku, því að hans mesta yndi var að vera úti á sjónum. Enda geymir sjórinn hann nú, eins og marga af landsins beztu sonum. Bátnum, sem hann var á, hvolfdi 1 einu ofsaveðrinu í fyrravetur. Það var á sama skipi, sem faðir þinn sálugi drukknaði. Nú eru þrjú börnin mín gift og hafa alltaf verið að bjóða mér að dvelja hjá sér. En ég kann bezt við kofann minn, þar hef ég lifað allar mínar sorgar- og ánægjustundir, og þar vil ég dvelja sem lengst.“ Andri hafði hlustað á sögu gamla mannsins með mikilli athygli, en bjóst nú til að fara. En þá rétti gamli maður- inn honum fimmtíu króna seðil og sagði: „Láttu þetta lítilræði fylgja með pakk- anum til mömmu þinnar.“ Andri þakkaði gamla manninum fyr- ir þessa miklu gjöf og kvaddi hann. Glaður hljóp hann niður í búð. Á leið- inni var hann að hugsa um, hvað litlu systkinin og mamma hans mundu verða glöð, þegar þau opnuðu pakkana sína um kvöldið. Þegar hann kom niður í búðina, var honum sagt, að kona lyfsalans hefði hringt og vildi fá sent eins fljótt og hægt væri. Hann flýtti sér nú upp eftir og barði að dyrum. Frúin kom sjálf til dyra. Ilmandi steikarlykt lagði á móti honum. Hann bauð hæversklega gott kvöld og rétti henni böggulinn. En hún tók við honum og sagði: „Það er mikið að þetta kemur einhverntíma, en það er eins og vant er, þegar maður þarf að fá eitthvað sent.“ Að svo mæltu strunsaði hún inn. Andri hélt nú heim. Það voru allir farnir að hafa fataskipti, því nú átti að fara í kirkju. Mamma hans kom bros- andi með ný föt, sem hún hafði saumað handa honum. Kirkjan var öll ljósum prýdd og þétt- skipuð fólki. Þar 'sá Andri Hrólf gamla sitja álútan með sálmabókina sína fyrir framan sig og hlusta með hrifningu á ræðu prestsins. En hugur hans sjálfs hvarflaði heim til jólagjafanna, sem hann hafði sjálfur unnið fyrir og útbúið handa mömmu sinni og systkinum, og núna, eftir að komið væri úr kirkjunni, mundi hann taka þær upp úr kistlinum sínum og fá þeim þær. Mikið mundu þau verða hissa og glöð. Hann fann, að mesta jólagleðin var að gleðja aðra. Hann hrökk upp við hugsanir sínar er byrjað var að syngja, og hann tók undir og söng af hrifningu hinn alkunna jólasálm: „Heims um ból, helg eru jól“. B. S. Gleðileg jól! SKAGINN 5

x

Skaginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.