Skaginn


Skaginn - 01.12.1944, Blaðsíða 4

Skaginn - 01.12.1944, Blaðsíða 4
Það var tunglskin og snjór yfir öllu. Andri litli þrammaði eftir götunni og dró á eftir sér sleða, með kassa á, fullan af pökkum og alls konar dóti, sem átti að fara hingað og þangað um allt þorp- ið, því allir þurftu að fá eitthvað núna fyrir jólin, og alltaf bættist meira og meira við, sem menn mundu eftir á síð- ustu stundu. Daginn, sem hann fékk jólafríið, hafði hann langað svo mikið til að gefa mömmu sinni og systkinum eitthvað í jólagjöf. Þá hafði hann farið til Péturs kaupmanns, sem átti verzlunina á horn- inu og beðið hann um vinnu, og fengið að vera sem aukasendill. Kaupmaðurinn hafði verið svo góður að borga honum kaupið hans fyrirfram, því hann hafði víst grunað til hvers leikurinn var gerður. Þetta var gamall kunningi pabba hans. Pabbi hans hafði verið skipstjóri, og meðan hann lifði var allt svo gott og þau öll svo ánægð. En í fyrravetur hafði hann drukknað, horfið svo skyndilega frá þeim öllum, eins og svo margir aðr- ir. Systkini hans voru mörg, og áttu þau því oft við þröng kjör að búa, og ekkert mátti kaupa nema það alnauðsynlegasta. Andri varð að draga sleðann, því að fannkoman hafði verið svo mikil síðustu daga, að ekki var hægt að hjóla. Næst voru það kertin hans Hrólfs gamla kyndara. Hann hafði verið að moka snjóinn af tröppunum hjá sér, þeg- ar hann fór framhjá í morgun, og beðið hann að kaupa fyrir sig fáein kerti. — „Mig langar til að kveikja á þeim til til- breytingar, af því að nú eru blessuð jólin að koma. Þú kemur með þau ein- hverntíma, þegar þú gengur framhjá, góði minn.“ Hrólfur var alltaf svo hlýlegur og góður við Andra. Andri hljóp upp tröppurnar og barði að dyrum. Eftir nokkra stund kom gamli maðurinn fram. Hann var nú orðinn boginn í baki, andlitið hrukkótt og þreytulegt, enda var hann nú hættur að stunda sjómennsku sökum þess, hve gamall hann var, en fékkst við að bæta net í þess stað. Þegar hann sá að það var Andri, sagði hann: „Nú, það ert þú, góði minn. Komdu inn í hlýjuna, þér veitir víst ekki af því að hvíla þig svo- litla stund. Ég á heitt kaffi á könnunni, drekktu nú kaffisopa bér til samlætis. Settu þig nú niður, ég kem strax.“ Að svo mæltu fór hann út úr herberginu. Andri fór nú að horfa í kring um sig í stofunni, allt var hreint og þokkalegt þar inni. Rúm var í einu horninu og yf- ir því hékk stór innrömmuð mynd, af ungri stúlku með ljóst, liðað hár. Skyldi þetta hafa verið konan hans Hrólfs? En í því- kom hann inn með kaffi og kök- 4 SKAGINN

x

Skaginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.