Skaginn - 01.12.1944, Blaðsíða 14
ið af sér að stela, vegna jólanna og litla
barnsins í jötunni. En nú datt henni
nokkuð í hug: Hafði hú ekki einhvern-
tíma heyrt um, að það væri hægt að
biðja jólabarnið bæna, og maður fengi
það, sem beðið væri um. En hvar hafði
hún heyrt þetta? Jú, nú mundi hún það,
það var í einhverju stóru húsi með
turni, sem var kallað kirkja, og það var
einmitt á jólunum, það mundi hún. Og
hún mundi líka, að hún hafði verið með
góðri konu, sem hún kallaði mömmu. En
svo hafði mamma hennar dáið, og þá
hafði þessi andstyggilega stjúpa tekið
hana að sér.
Nú ákvað hún að finna kirkjuna, og
hún var ekki búin að ganga lengi, þeg-
ar hún fann hana. Það stóð einmitt svo
á, að það var verið að syngja aftansöng.
Hún gekk inn í anddyrið. Þar var eng-
inn maður. Ætti hún að þora lengra?
Hún fikraði sig hægt og hikandi að dyr-
unum, tók í húninn og opnaði hurðina,
en það lét svo hátt í henni, að henni
fannst. Fólkið leit til dyra. Það varð
undrandi, þegar það sá Klöru, þessa litlu,
átta ára telpu, sem var svona illa út lít-
andi, tötrarnir héngu utan á henni, og
hún var blá af kulda. Hún fékk sér sæti
á aftasta bekk. Og nú hlustaði hún á
sömu sálmana, sem sungnir höfðu ver-
ið, þegar hún var með mömmu sinni.
En Klara litla hafði verið svo þreytt,
að áður en varði var hún sofnuð.
Hana dreymdi, að hún væri hjá
mömmu sinni, og hún var að segja henni
sögu af litla jólabarninu, sem var lagt í
jötuna.
En hvað var þetta, sá hún ekki þarna
jólabarnið. Jú, það var veruleiki. Og
Klara settist upp og leit í kringum sig.
Hvað er þetta? Hvar er ég, og hvers
vegna er ég hér?
Hún lá í drifhvítu rúmi, og á móti
henni blasti við mynd af jólabarninu.
Nú kom til hennar kona, blíðleg á svip,
hún klappaði á ljósa kollinn hennar og
sagði:
„Hvernig líður þér núna, litla vina
mín?“
Klara varð undrandi yfir þessum
blíðuatlotum frá ókunnugri konu, og
Klara spurði hana, hvers vegna hún
væri þarna, og konan svaraði henni því,
að hún hefði fundið hana sofandi í kirkj-
unni, og af því að hún ætti enga litla
stúlku, hefði hún tekið hana heim með
sér.
Nú spurði hún Klöru, hvort hún vildi
ekki vera dóttir sín.
„Ætlar þú þá að vera mamma mín?“
hrópaði Klara himinlifandi glöð.
„Já, það ætla ég, ef þú vilt.“
Og nú fékk Klara nóg af fallegum
jólagjöfum, sem endurspegluðust í glöð-
um barnsaugum. En það, sem Klöru
þótti allra vænst um var það, að hún
fékk að eiga stóru myndina af jólabarn-
inu, og að hún var höfð yfir rúmi henn-
ar.
Hún var líka búin að eignast góða
móður.
Sesselja SigurðarcLóttir.
Verzlið við þá,
sem auglýsa í
SKAGANUM
14
SKAGINN