Páskasól - 01.04.1944, Qupperneq 3
£)ann er upprtsinn!
„En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þœr til grafarinnar með
ilmjurtirnar, er þœr höfðu út búið. Og þær fundu steininn veltan frá
gröfinni. Og er þœr gengu inn, fundu þœr ekki líkama Drottins Jesú.
Og er þær skildu ekkert i þessu, stóðu allt í einu tveir menn hjá þeim
i skínandi klœðum. Og er þœr. urðu mjög hrœddar og hneigðu höfuð
sín til jarðar, sögðu þeir við þœr: Hví leitið þér hins lifanda meðal hinna
dauðu? Hann er ekki hér, en hann er upprisinn; minnizt þess, hvernig
hann talaði við yður meðan hann enn var i Galíleu og sagði, að manns-
sonurinn œtti að verða framseldur í hendur syndugra manna og verða
krossfestur og upprísa á þriðja degi. Og þœr minntust orða hans og
sneru aftur frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu cg öllum
hinum.“ (Lúk. 24, 1—9).
Heyr gleðiboðskap pann, sem æðstur er,
sem oss er fluttur lífs í mestu nauðum.
Sjá, engill Guðs þann helga boðskap ber:
„Vor bróðir, Kristur, risinn er frá dauðum.“
„Hann er upprisinn. Hann er ekki hér.“
Á helgum páskum syngur englahjörðin.
Á sjálfum dauða sigur fenginn er,
og sigri lífsins fagnar gjörvöll jörðin.
Hann er uprisinn. Hann er einnig hér.
Sú helga vissa er páskagleðin sanna.
í dauðans myrkrum dásemd lífsins er,
pví Drottinn sjálfur vitjar allra manna.
Þú Drottinn Jesús, dauðans sigrarinn,
pín dásamlegust páskaundur gjörðu.
í huga vorn og lijörtu kom pú inn.
Þín heilög nálœgð fylli alla jörðu.
Eftir séra Magnús Guðmundsson.