Páskasól - 01.04.1944, Qupperneq 6
4
PÁSKASÓL
• • ..........................................................................................
: :• * •: ----------------------------------------------------------------
.***.***•• Séra Sigurbjörn A. Gíslason:
páshavíka. hjá
Þegar ég var að kynna mér ýmsa kirkju-
lega starfsemi í Danmörku árin 1900 og
1901, hitti ég meðal annarra starfsmann
frá Bræðrasöfnuðinum í Kristjánsfeld í
Suður-Jótlandi. Hann hét Jóhansen, var
roskinn maður, mjög aðlaðandi og var að
safna fé í Danmörku til kristniboðsins
mikla, sem Bræðrasöfnuðurinn rekur víða
í ókristnum löndum.
Ég hafði lesið margt gott í kirkjusögunni
um störf þessarar, líklega bæði fámenn-
ustu og starfsömustu kirkjudeildar kristn-
innar. Meðal annars vissi ég, að félags-
menn hennar eru oftast kallaöir Herrnhút-
ar á Þýzkalandi, og kenndir þá við þorpið
Herrnhút, sem þeir reistu á Saxlandi í
greifadæmi Zinsendorfs, laust eftir 1720.
— Þar er miðstöð þeirra enn í dag. •— Hins
vegar eru þeir nefndir Morívíanar í Eng-
landi og Ameríku, af því að frá Mórivíu
eða Máhren í Tékkóslóvakíu komu flótta-
mennirnir flestir, er settust að í Herrnhút.
Þegar Jóhansen heyrði, að mér lék hug-
ur á, að kynnast Bræðrasöfnuðinum, bauð
hann mér að heimsækja sig til Kristjáns-
feld.
Þangað fór ég svo á mánudaginn í páska-
vikunni, árið 1901. Kom þaðan frá lýðhá-
skólanum í Askov, þar sem ég hafði dvalið í
þú mér. Og hann rekur engan burt, sem til
hans kemur. En sæll er sá sem gengur leið-
ina alla með Kristi.
„Ég kýs mér Krist að frelsara í lífi og
dauða. Ég trúi á hinn upprisna.“ Er það
ekki játning okkar?
Bræðrasöfnuðí
3 vikur. Ludvig Schröder, skólastjóri, hafði
orð á því við mig, að sér þætti ég leita ær-
ið ólíkra staða, að fara frá Askov til „þýzk-
lundaðra pietista“ í Kristjánsfeld. En ég
sagði sem var, að það væri einmitt tilgang-
ur ferða minna, að kynnast öllu kristin-
dómsstarfi, sem ég næði til. Auk þess þótti
mér nokkurs vert að geta dvalið nokkra
daga í Þýzkalandi.
Frá Askov hafði ég að vísu farið í göngu-
för með 2 kennurum og 3 námsmönnum
suður yfir landamæri Danmerkur, ■— og
þótti nýstárlegt að geta „farið fótgangandi
í annað land.“ —
Klukkan var að verða 7 á mánudags-
kvöldið, er ég kom til Kristjánsfeld með
„dagvagni“ frá Kolding. Jóhansen beið
mín þar sem vagninn nam staðar á torg-
inu, tók ferðatöskur mínar í snatri og fékk
syni sínum. En bað mig að hraða mér, „lík-
lega yrðum við að hlaupa til að ná til
kirkju.“ Mér kom þetta á óvart, og spurði
hvort nokkru skipti, þótt byrjað væri, þeg-
ar við kæmum. — „Þá komumst við ekki
inn,“ svaraði hann. „Um leið og messan
byrjar kl. 7 er kirkjunni lokað.“
Það var fyrsta nýjungin, en ekki sú síð-
asta, er mætti mér í Kristjánsfeld. Við
náðum messunni, eða samkomunni. Var
þar margt með öðru sniði en ég hafði séð
áður. Kirkjan var að utan og innan lík
stórum samkomusal. Voru þar sæti fyrir
um 500 manns, en auk þess mikið gólfrými
sætalaust. Ekkert var þar altari né ræðu-
stóll. Stór pallur, nokkuð hár, var við miðj-
an vegg, ætlaður presti eða öðrum ræðu-