Páskasól - 01.04.1944, Page 8

Páskasól - 01.04.1944, Page 8
6 PÁSKASÓL FEUMGEÓÐUB Smásaga frá kristniboðinu í Kína. Kristniboðinn var ekki fyrr kominn inn í skrifstofuna en barið var á dyrnar. — „Tsing lai! — Gjörið svo vel!“ Og inn kemur unglingspiltur, hár og þrekinn, en illa til fara. Blái léreftskjóllinn var óhreinn og víða rifinn, tauskórnir bundnir á fæt- urna með spottum. Feiminn og vandræða- legur stendur hann í sömu sporum og þiggur ekki sæti, fyrr en hann hefir stunið upp erindinu: „Getur herrann lofað mér að vera hér á kristniboðsstöðinni í nótt?“ — Hann var svo vandræðalegur að það hefði verið ómögulegt að segja nei, um hvað sem hann hefði beðið. „Hvar átt þú heima?“ „f Ljógja-chai, 60 lí hér fyrir vestan.“ „Hvað gerir faðir þinn?“ „Kennir.“ „Eigið þið þar jörð?“ „Lítinn og lélegan akur, sem er svo langt frá því að nægi til þess að framfleyta stórri fjölskyldu.“ Það er áreiðanlega góður siður, að bæta slíkri stund við heima hjá sér, þegar komið er frá altarisgöngu. Á laugardaginn fyrir páska, fór ég frá Kristjánsfeld til Kaupmannahafnar, hafði lofað þar heimsóknum, og ætlaði að hlusta á fræga kennimenn um páskana. Samt fór ég nauðugur, er ég frétti af páskahaldinu í Kristjánsfeld. Fyrir miðjan morgunn á páskadaginn fer lúðraflokkur um göturnar í þorpinu og kl. 6 er guðþjónusta haldin úti í kirkjugarði undir trjánum. Eru þau svo mörg og há, að garðurinn virðist einn skógur tilsýndar að sjá. Kirkjugarðar Herrnhúta eru frá- „Segðu mér hvers vegna þú flúðir að heiman.“ „Það er löng saga að segja frá því. — Faðir minn, afi og langafi, voru allir kenn- arar. Þú veizt að kennarar eru í hávegum hafðir í Kína, og að þeir láta flest sem við ber til sín taka. Þegar þú komst til Tengchow þótti þeim það miður. Þeir létu það jafnvel ekki nægja að banna fólki í okkar byggðarlagi að eiga nokkurt sam- kvæmi við ykkur, heldur báru þeir á ykkur ýmsan óhróður. En svo fór að fréttast að ýmsir mætir menn í bænum væru farnir að aðhyllast kenningu ykkar. Meðal þeirra var Han Chen-lai, okkar ágæti frændi. Nú fór faðir minn til bæjarins, til þess að hitta hann, og kom heim aftur úr þeirri ferð — með biblíu. Hann vildi athuga hvað í henni stæði. Svo fóru þeir báðir að lesa, hann og afi minn, — og talast við um það, sem þeir lásu. Líklega hafa þeir ekki tekið eftir því, að ég hlustaði alltaf á þá. Sjálfur brugðnir öllum öðrum kirkjugörðum, sem ég hefi spurnir af, að því leyti, að hver garður er sem stór fjölskyldureitur. Leið- in eru í röðum eftir ártali og dánardægri, og sléttur steinn með áletrun á hverju leiði, allir eins nema hvað „tímans tönn“ hefir mótað gömlu legsteinana. Ég hef oft komið til Kristjánsfeld síðan, meðal annars daginn eftir „endursamein- ingardaginn", þegar Kristján konungur fór þar um í fyrsta skipti. Væri margt um það allt að segja, og þó sérstaklega um safnað- arstarfið inn á við og út á við hjá Bræðr- unum. — En hér er ekki rúm til þess.

x

Páskasól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.