Páskasól - 01.04.1944, Síða 10
8
PÁSKASÓL
glaður í Drottni , því „hann upprennur
einlægum sem ljós í myrkrinu.“
En stöðuglyndi var Sung Deh-tsuen ekki
gefið. Hann var veiklaður á sönsum. Örlög
hans virtust ekki geta orðið nema á einn
veg, mannlega talað. En hann hefði getað
sagt, eins og Davíð: „Drottinn seildist nið-
ur af hæðum, greip mig, dró mig upp úr
hinum miklu vötnum." Hann mun líka
hafa fundið það, hver þörf honum var á
því að lifa í nánu samfélagi við Drottin.
Og þess vegna var það eðlilegt, að hann
vitnaði um Drottin, ekki aðeins á sam-
komum heldur öllum stundum og fyrir öll-
um. Þess sá þá líka árangur. Afi hans snér-
ist til kristinnar trúar, fyrstur á eftir
sjálfum honum, og síðan hver á fætur öðr-
um af nánustu ættingjum hans.
Þegar ég tók við eftirliti starfsins í Teng-
chow, hafði Sung Deh-tsuen verið sam-
verkamaður kristniboðanna þar í yfir 20
ár. En hann var þá fluttur þaðan og var
eftir það í nokkur ár útstöðva trúboði.
Hann eltist snemma og hrakaði honum þá
jafnframt í andlegum efnum. Árin 1925—
1926 voru erfiðir tímar í Kína, ekki sízt
fyrir kristniboðið. Þá reynslu þoldi Sung
Deh-tsuen illa. Hann fór að gefa sig að
lækningum og smábraski og ýmsu öðru en
kristniboði. Það fór svo að honum var sagt
upp starfi í þjónustu þess. Honum gekk
þá erfiðlega að hafa hemil á skapi sínu,
og bitnaði það þá á hans fyrri vinum og
samverkamönnum.
Upp frá þessu fór hann að ferðast um,
selja smámuni og lækna sjúka. Hann fékk
hjá okkur kristileg smárit, sem hann út-
býtti. Okkur þótti afar vænt um það, því
oft fór hann til afskekktra staða.
En alltaf kom hann heim aftur til Teng-
chow, og aldrei svo að hann ekki liti inn
til okkar á kristniboðsstöðinni. Við vikum
þá venjulega einhverju að honum. Það var
heldur ekki laust við að finna mætti á
honum, að hann ætlaðist til þess.
Einu sinni kvaddi hann þó svo að þess
varð ekki vart, — kvaddi mjög hjartan-
lega, þakkaði fyrir hve vel við hefðum æf-
inlega reynzt honum. Nú var honum einsk-
is vant. Og nú var hann að leggja af stað
í langferð. Þakkaði hann okkur að síðustu
mjög vel fyrir að við vildum líta öðru hvoru
inn til konunnar hans.
Við gerðum það næsta dag og skildum
þá hvers kyns var. Sung hafði ráð á því
að afsala sér ofurlitlum ferðastyrk frá
okkur, gegn því að við litum eftir konunni
hans. En hún lá dauðvona í tæringu. Á
heimilinu fannst ekki matbjörg, en í pen-
ingum aðeins 500 cash, eða sem svaraði
fáeinum aurum. Hann arfleiddi okkur að
þessu heimili. Um það var ekki að fást,
úr því að hann var farinn. Kona í næsta
húsi lofaði að líta til sjúklingsins. Við sá-
um henni fyrir því litla, sem hún þurfti
til matar. — En það síðasta, sem við urðum
að sjá um fyrir hana, var líkkista og loks
kristilega jarðarför.
Það var mikil breyting orðin á Sung
Deh-tsuen, þegar hann kom næst í heim-
sókn til okkar. Það var haustið 1933. í
trúarvakningunni miklu, sem brauzt út
árinu áður, hafði hann endurnýjazt.
Op. 2, 5. var ein þeirra ritningarstaða, sem
oftast var vitnað í á vakningasamkom-
unum: „En það hefi ég á móti þér, að þú
hefir fyrirlátið þinn fyrri kærleika. Minnst
þú því, úr hvaða hæð þú hefir hrapað,
og gjör iðrun og gjör hin fyrri verkin.“
Þetta orð hafði Drottinn stílað beinlinis
til hans. Það var Sung sannfærður um. Og
hann gjörði iðrun og eignaðist sinn fyrri
kærleika til Drottins og til hans trúuðu
og til málefnisins, kristniboðsins. Og nú