Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 14

Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 14
12 PÁSKASÓL Það var laugardagskvöld fyrir -páska. Valgerður gamla sat á rúminu sínu og horfði í gaupnir sér. Inni var mjög skugg- sýnt, þar sem komið var kvöld, og auk þess var kjallarinn mjög niðurgrafinn. Valgerð- ur hafði ekki kveikt ljós — bæði var það, að hún hafði ekki efni á því að eyða því að óþörfu, og svo var hún í þungu skapi, og þá var bezt að sitja bara í rökkrinu með raunir sínar. Valgerður var alls ekki þunglynd í eðli sínu, en nú gat hún ekki verið létt í skapi. Lífið hafði leikið hana svo grátt undan- farna daga, þar sem hún hafði lítið sem ekkert átt til hnífs og skeiðar. Það var þó ómögulegt að lifa á engu til lengdar. — Eftir töluverð heiiabrot hafði hún kom- izt að þeirri niðurstöðu, að Guð mundi vera búinn að yfirgefa hana. Hvernig gat annað verið? Hún hafði treyst því, að henni áskotnaðist einhver matarbiti til páskanna, en nú sat hún þarna vonsvikin og full efa- semda um gæzku Guðs. En — hann hafði þó aldrei hingað til brugðizt henni, þegar henni lá mest á. Það var þó ótrúlegt að hún hefði gleymzt núna, á sjálfri upprisu- hátíð frelsarans. Hún beið og beið, og réri sér á rúmstokkn- um, því að henni var hálfkalt. Það skeði ekki neitt, og hún fór loksins að hátta döp- ur í bragði. Hún lá lengi vakandi, því að hún gat ekki sofnað. Ýmsir liðnir atburðir úr lífi hennar komu upp í hugann, og marg- ir hver öðrum ömurlegri. Hún minntist tveggja barna sinna, sem hún hafði misst meðan þau voru enn ung að aldri. Hún minntist eiginmanns síns, sem hún hafði misst fyrir 6 árum, þá byrjaði fátækt henn- ar fyrir alvöru. Þá átti hún að vísu eftir uppkominn son þeirra, Axel að nafni, en hann varð þyngsta raunin hennar. búin tii að fara af staö — að boði Krists. Einn af þeim, sem þá gáfu sig fram var dr. Speer. — Einn af námsfélögum hans, sem frétti um ákvörðun hans, hljóp ótta- sleginn upp á herbergið hans, til þess að sannfæra hann um, hvílík fjarstæða þetta væri. Afburða gáfur Speers, íþróttaafrek hans og svo margt annað virtist útiloka slíka fásinnu. En Speer tók þessu ósköp rólega, og þegar vinur hans spurði: „Hvað heldurðu að pabbi þinn segi?“ þá reis Speer úr sæti sínu, klappaði á herðar félaga sín- um og sagði: „Við það get ég ekkert ráðið. En hvenær kemur þú með?“ Þannig fór um þúsundir amerískra stúd- enta, svo að síðan hafa að minnsta kosti 14000 þeirra farið með fagnaðarerindið til heiðinna þjóða, og það aðeins frá U. S . A. og Kanada. Árin 1891 og 1892 fór Wilder til Indlands og kom þá við í Eng- landi. Hann hafði þar aðeins stutta dvöl, en Andi Guðs tendraði eldinn einnig þar. Árið 1936 höfðu 3600 „sjálfboðar“ farið út á heiðingjaakurinn frá Stóra-Bretlandi. Hreyfingin breiddist siðan víðar út um Evrópu, og hafa m. a. öll Norðurlöndin lagt henni liðsmenn — nema ísland.

x

Páskasól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.