Páskasól - 01.04.1944, Qupperneq 15
PÁSKASÓL
13
Valgerður stundi þungan, þegar hún
minntist Axels. Hann, sem hafði verið svo
elskulegur og góður piltur á bernsku- og
æskuárum sínum, brást foreldrum sínum
alveg Um tvítugsaldur kynntist hann nýj-
um félögum, sem tóku að sér að „manna
hann upp.“ Þeir hófu starf sitt með því
að ræna hann trú sinni, og komu honum
í skilning um, að trúin væri gamaldags
rugl. Svo kenndu þeir honum að neyta á-
fengis og loks iðjuleysi, þá var takmarkinu
náð. Hann hæddi og svívirti allt kirkju-
legt starf, hverju nafni sem nefnist, út-
húðaði þeim, sem eitthvað áttu, og þeim
sem unnu störf sín með skyldurækni og
trúmennsku.
Árið eftir að faðir hans dó, hvarf hann
henni sjónum. Hann fór í siglingar, og
síðan hefir hún ekkert af honum frétt.
Sögusagnir hermdu einu sinni, að hann
hefði farizt með skipi við Ameríkustrendur.
Hún vonaði bara ,að ef það væri satt, þá
hefði hann fengið tækifæri til þess að skoða
hug sinn, áður en hann lét lífið.
Valgerður vaknaði snemma á páskadags-
morguninn og klæddi sig. Hún fór rakleitt
fram að útidyrahurðinni og opnaði hana,
en hún varð satt að segja fyrir vonbrigð-
um, því að hún hafði eiginlega búizt við
að finna einhvern pakka þar.
Hún gekk út á stéttina, því veðrið var
dásamlega fagurt, það var ekki skýhnoðri á
lofti, — heilög kyrrð ríkti yfir öllu, og það
var eins og þessi friður fyllti hjarta hennar.
Hún fór inn í skyndi og sótti sér kápu,
því að hún var ákveðin í því að skreppa
upp í kirkjugarð og koma að leiði manns-
ins síns og barnanna tveggja. Hún mætti
engum á leiðinni, því að þetta var svo
snemma morguns. Hún átti engar páska-
liljur til þess að leggja á leiðin, en nokkur
tár hrundu niður og vökvuðu nýgróður-
inn, sem var að byrja að vakna til nýs lífs
eftir vetrarsvefninn. Svo settist hún niður
til að hvíla sig.--------
— Flestir gestirnir á gistihúsinu voru
vaknaðir klukkan um átta á páskadags-
morguninn. Hljómsveit, sem hafði fariö
þar framhj á og spilaði um leið páskasálma,
hafði vakið þá. í einu herberginu voru hjón
með tvö börn sín, þriggja ára dreng og
stúlku tveggja ára. Þau höfðu öll komiö
til bæjarins kvöldið áður með einu milli-
landaskipinu.
Þegar þau sáu, hve veðrið var gott,
klæddu þau sig í snatri, fengu sér morgun-
verð og fóru svo út.
„Nú skulum við reyna að finna móður
þína, Axel,“ sagði konan við. mann sinn.
„Við skulum skoða okkur svolítið um
fyrst, því að fólkið er ekki komið á fætur
ennþá, og ég veit ekki, hvar hún býr,“ svar-
aði maðurinn. „Við ættum annars að fara
upp í kirkjugarð og koma að leiði föður
míns,“ bætti hann við.
Það breytist margt á fimm árum og
kirkjugarðurinn líka. Axel gat ómögulega
munað hvar leiðið var, enda hafði hann
ekki oft komið þangað. Þau leituðu góða
stund.
„Þarna situr gömul kona, við skulum vita
hvort hún getur ekki leiðbeint okkur,“
sagði kona hans. Þau gengu nær, en kon-
an virtist ekki verða þeirra vör, því að hún
sat grafkyrr með hendurnar byrgðar fyrir
andlitið. Það var líkast því að hún svæfi.
Allt í einu kipptist Axel við og greip í
handlegg konu sinnar.
„Ég held, að þetta sé móðir mín,“ stam-
aði hann. Hann starði á gömlu konuna.
Jú, það var ekki nokkur vafi á því, að það
var hún.
„Er þetta hún amma mín?“ spurði litli
drengurinn.
„Já,“ svaraði faðir hans, „farðu til
hennar."
t'