Páskasól - 01.04.1944, Page 16

Páskasól - 01.04.1944, Page 16
Í4 PÁSKASÓL yngri lesendur: Sarnabískupínn ÞiS kannizt sjálfsagt sum ykkar við bisk- upinn, sem hefir skrifað svo margar falleg- ar sögur og ræður fyrir börn? Og þá vitið þið að hann hét Jóhann Lunde, og var biskup í Ósló, næstur á undan Bergrav. Hann átti ekkert barn sjálfur, en þó var engu líkara en að hann ætti hvert bein í hverju einasta barni í öllu landinu. Þess vegna var honum gefinn heiðurstitillinn barnabiskup. Það var hátíð, þegar Lunde biskup kom á yfirreið. Mest var þó tilhlökkun barn- Drengurinn tók í hönd systur sinnar og leiddi hana með sér. „Komdu sæl, amma mín,“ sagði dreng- urinn, um leið og hann lagði litlu höndina á öxl hennar. Gamla konan hrökk við og leit upp for- viða á svipinn. Hún stóð á fætur brosandi. Þá varð henni litið á Axel, og hún stirðn- aði upp. Hann gekk til hennar og faðmaði hana að sér. „Elsku mamma mín,“ stundi hann upp, „geturðu fyrirgefið mér?“ Valgerður grét af gleði. „Já, sannarlega, því að nú sé ég að þú ert búinn að fá gamla svipinn þinn aftur, ég sé, að þú hefir feng- ið fyrirgefningu, sem þér var mikið meira virði en mín.“ Nú kom kona Axels til þeirra. „Má ég ekki heilsa mömmu líka,“ sagði hún. Axel brosti. „Ég kem ekki einn til þín, móðir mín. Þetta er konan mín, og þarna eru börnin okkar. Nú verður þú hjá okkur. Guði séu þakkir fyrir allt, sem hann gerir fyrir okkur óverðskuldað." Baldi. anna, öll höfðu þau heyrt eitthvað um hann eða lesið barnaræðurnar hans. Um það hefir norskur prestur sagt þessa sögu: „Biskupinn kom til okkar seint um kvöld, dauðþreyttur eftir langt ferðalag. Við sátum í gestastofunni og röbbuðum saman. Allt í einu opnast stofan og inn strunsar dóttir okkar, þriggja eða fjögra ára gömul, lyftir hvíta, síða náttkjólnum sínum upp með annarri hendinni en í hinni heldur hún á dúkkuslitri, stefnir beint til biskupsins og segir, brosandi út undir eyru: „Ert þú biss-kuppurinn?“ Þá var eins og öll þreyta væri strokin af gamla biskupn- um, þegar hann breiddi út faðminn á móti henni og tók hana í fang sér“. Hann hefir líka sagt frá því, hvenær hann sjálfur varð trúaður. -— Og þá förum við að skilja það, hvers vegna Jóhann Lunde varð svo mikill barnavinur. Hann hafði átt góða og trúaða foreldra. Hann hafði ekki gleymt því, að hann hafði einu sinni sjálfur verið barn. Og hann gaf ung- ur frelsaranum hjarta sitt. Það var eftir að hann var orðinn stúdent. Þá fór hann til Ósló til þess að læra til prests. — „Er það vegna þess að þér séuð trúaður?" spurði prófessor Friðrik Petersen. „Nei,“ svaraði Lunde, „það er til þess að verða trúaður, að ég vil læra til prests." Og hann varð trúaður í prestaskólanum. Svo varð hann auðvitað prestur. Og hann þótti duglegur og áhugasamur prestur. Hann lét sér ekki nægja að vinna prestsverkin sín, messa, skíra, ferma, gifta og jarða. o. s. frv. Hann var jafn áhuga-

x

Páskasól

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.