Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 17

Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 17
PÁSKASÓL 15 samur fyrir heima og ytra kristniboði. Ekki veit ég hve mörg kristileg félög hann stofn- aði og sunnudagaskóla. Kennarar uxðu piltar og stúlkur, sem þekktu frelsara sinn og þráðu að segja öðrum frá honum. En börnunum þótti það auðvitað lang- skemmtilegast, þegar Lunde kom sjálfur og talaði til þeirra. Margir, sem hlustuðu á hann sem börn, mundu það síðan alla ævi. Eins og til dæmis þegar hann sagði frá Sigrúnu litlu, sem varð fyrir bíl og dó. Hún var á leiðinni heim úr sunnudaga- skólanum, þegar drukkinn bílstjóri keyrði upp á gangstéttina og hún varð fyrir bíln- um. Kennarinn hennar í sunnudagaskól- anum var þarna viðstaddur og bar hann Sigrúnu inn í næsta hús. Honum fannst það svo undarlegt að halda limlestum lík- ama hennar á örmum sér. Stuttu áður hafði hún verið að syngja, glöð og áhyggju- laus, eins og hin börnin: „Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skari fríð- ur —“. Þegar verið var að hagræða henni, opn- aði hún augun allt í einu og sagði: „Ég bið að heilsa pabba og mömmu og syst- kinum mínum. Segðu þeim að ég komi ekki að borða. En að þau megi ekki gráta mín vegna, ég veit hvert ég fer“. Og svo bað hún: „Kæri Jesús, nú verður þú hjálpa -— mér, — hjálpa mér — inn í þinn himin, — kæri Jesús“. Og svo dó hún. Frásögn Lunde var svo lifandi að lítill drengur, sem sat neðst í troðfullri kirkj- unni, spratt úr sæti sínu og hrópaði: „Ég sá það!“ Og ungur maður, sem heyrði hann segja frá þessu, varð svo snortinn að hann gaf Jesú hjarta sitt, og varð hann síðar áhugasamur kristinn starfsmaður. Nú skulum við hugsa okkur að við séum stödd á barnasamkomu hjá Lunde biskup. Sunnudag einn í dynjandi rigningu, mess- ar hann í G....kirkju. Strax eftir messu hefst barnaguðþjónustan. Við sitjum neðariega í kirkjunni og sjá- um hann stíga í stólinn, glaðan og reifan. Og við sjáum hvernig börnin teygja fram álkuna, þegar hann fer að tala, eins og þeim hvoru um sig finnist hann vera að tala við sig, og gleyma því að aðrir séu í kirkj unni „Góðan daginn, börn!“ — heyrum við hann segja. „Ég hélt næstum því að ég yrði einn í kirkjunni í dag. Hafið þið nokkurn tíma komið út í aðra eins rigningu! Auðvitað urðu presturinn og meðhjálparinn og kirkjuþjónninn að koma. Þeir fá borgun fyrir það. En að þið skylduð koma svona mörg, ■— kirkjan troð- full. Þið hefðuð víst klifrað upp í ræfur, ef þið hefðuð getað“. Eftir að hafa spjallað dálítið meira við

x

Páskasól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.