Upp í vindinn - 01.05.1998, Page 6
Núverandi útskriftarárgangur Umhverfis- og byggingarverkfræði
Námsferð 3 árs nema vorið 1997
Laugardagurinn 17. maí.
Loksins var komið að því. Leifsstöð var náð
og bjór farinn að renna. Flogið til Baltimore
hvar gista átti eina nótt til að ná burt flug-
þreytunni áður en flogið yrði til San
Francisco. Eftir kvöldmat prófuðu nokkrir
diskótek á hótelinu en aðrir gengu til náða.
Sunnudagurinn 18. maí.
Vaknað fyrir allar aldir og flogið til SF. Um
kaffileytið, eftir nokkurra tíma þjark við
bílaleigukerlingarnar, gátum við komið
okkur fyrir á Fíotel Richelieu og að því
loknu fóru sumir út á lífið.
Mánudagurinn 19. maí.
Ræs klukkan sjö að staðartíma (14.00 að
íslenskum). Ferðinni var heitið í jarð-
skjálftarannsóknarstofu Berkeley (Earth-
quake engineering research center). Við
komuna tók á móti okkur Mr. Don Clyde.
Þarna var sýnt hristiborð sem notað er til að
líkja eftir jarðskjálfta og áhrif hans á hinar
ýmsu tegundir mannvirkja mæld. Einnig
fékkst að líta á stöpla sem höfðu verið
prófaðir með svokölluðu einásaprófi þar sem
álagið var allt að 200.000 tonn (örlítið
meira en í jarðtækni hjá Sigurði
Erlingssyni). Þessi heimsókn tók ekki nema
klukkutíma þannig það þurfti að drepa
tímann í þrjá klukkutíma þangað til farið
væri í heimsókn til Golden Gate
fyrirtækisins. Því var kampusinn hjá
Berkeley heimsóttur, en hann er í næsta
nágrenni við tilraunastofuna og löbbuðum
þar um í smátíma. Að því loknu var staldrað
við í verslunarmiðstöð sem er nærri Golden
Gate brúnni. Þar fór liðið hamförum í
bjórkælum súpermarkaðsins og nærði sig.
Klukkan tvö var haldið í heimsókn til
Golden Gate Bridge District. Þar voru mót-
tökur mjög góðar, haldinn frábær fyrirlestur
um það hvernig stæði til að styrkja brúna
gegn jarðskjálftum og sýnd mynd um
byggingu brúarinnar. Eftir innblástur
heimsóknarinnar gekk hópurinn rúmlega
hálfa leið yfir brúna og hún skoðuð í krók og
kima auk þess sem Kodak var vel styrktur.
Þriðjudagurinn 20. maí.
I dag var ferðinni heitið á tvo staði. Fyrst var
hinn mjög svo óhefðbundni háskóli Kaos
Piloten heimsóttur. Um er að ræða danskan
háskóla þar sem mjög óhefðbundið
framhaldsnám í viðskiptafræðum fer fram. I
Kaos Pilot kynntu nokkrir nemendur
starfsemi skólans.
Næst á döfinni var Dames and Moore,
sem er eitt stærsta verkfræðifyrirtæki
Bandaríkjanna. Starfsemi fyrirtækisins var
kynnt og spurningum svarað.
Seinni partinn skoðuðu sumir sig um í
Kínahverfinu í San Fransisco og keyptu
ýmsan varning. Eftir kvöldmat í einni
stærstu verslunarmiðstöð borgarinnar fóru
næturgeltir hópsins og þefuðu af næturlífi
borgarinnar. Aðrir sátu heima.
Miðvikudagurinn 21. maí.
Leiðin lá til Sacramento þar sem heimsækja
átti CalTrans, en það fyrirtæki sér um alla
hönnun og rannsóknir í vegagerð
Kaliforniubúa. Eftir rúmlega klukkutíma
akstur var tekið á móti okkur í Sacramento
og hópurinn lóðsaður um hluta
stofnunarinnar fram að hádegi. Eftir
matarhlé var kynningunni haldið áfram.
Agæt kona kynnti það sem fyrir augu bar
innan fyrirtækisins í rúma tvo tíma og þá
var komið að fróðlegum fyrirlestri um
sveiflugreiningu burðarvirkja sem stóð í
u.þ.b. fjórar klukkustundir. Að þeim tíma
loknum var fólk vakið og starfsmenn leystir
út með gjöfum. Eftir kvöldmat á
sannkölluðum Western-veitingastað var
leitað logandi ljósi að vængjahurðum í
bænum.
Fimmtudagurinn 22. maí.
Dagurinn hófst á móteli í Sacramento
allsnemma morguns. Ferðinni var heitið í
University of California at Davis, nánar
tiltekið í jarðtæknirannsóknarstofuna. Þar
var skoðaður centrifuge en það er tæki sem í
bernsku sinni var notað til þjálfunar fyrstu
geimfara Bandaríkjamanna en nú til að líkja
eftir jarðsjálfta í jarðlögum. Heimsókninni
lauk um hádegið og þá voru hendur frjálsar
það sem eftir var dagsins. A leiðinni aftur til
San Francisco var staldrað við í verslunar-
miðstöð þar sem sumir létu greipar sópa svo
um munaði.
Föstudagurinn 23. maí.
Arla dags var lagt af stað til Stanford Uni-
versity en þar var ætlunin að eyða deginum.
Þessi dagur var fyrsti rigningardagurinn í
langan tíma í Kaliforníu. Eftir að hafa ekið
í um hálftíma tók við löng bið í röðum sem
höfðu myndast vegna nokkurra umferðar-
slysa á hraðbrautunum. Svo sjaldan rignir á
þessu svæði að menn kunna illa að bregðast
við þeim aðstæðum, annað en víkingar frá
Islandi. Vegna veðurs varð hálftíma töf á
komu á áfangastað frá áður auglýstri
dagskrá. I Stanford tók á móti okkur
Hjörtur Þráinsson sem leiddi samlanda sína
um bróðurpart dagsins og kynnti aðstæður.
Heimsókninni lauk um kaffileytið og enn lá
leið til San Francisco. Þegar þangað var
komið fóru nokkrir úr hópnum og kíktu á
hippahverfið í borginni en það er á horni
Haight og Ashbury. Um kvöldið hittist
6
...upp í vindinn