Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 9
5P
Sultartangavirkjun og íslensk orkumál
MYND 3 (Vinstri): Mynd tekin í febrúar 1998 yfir efsta hluta frárennslisskurðar,
stöðvarhússgryfju og yfir í sveifluþróna, en þar sést SV munni aðrennslisganganna.
Hæstu bergveggir eru um 70 m háir, t.d. frá undirstöðum efsta kranans niður á
botn gryfjunnar. LJósmynd: Emil Þór
MYND 4 (Að ofan): Þversnið aðrennslisganganna er sporöskjulagað, þverskorið að
neðan, eins og sést á myndinni. Göngin eru um 15,4 m á hæð og mesta breidd er
12 m. Bergið við munnann er mjög smástuðlað kubbaberg. Myndin er tekin úr
sveifluþrónni í des. 1997. Ljósmynd: Birg'ir jónsson.
Búrfellsvirkjunar. Uppsett afl virkjun-
arinnnar verður 120 MW, sem nýtir
allt að 316 rúmmetra vatns á sekúndu
og er fallhæðin um 43 metrar. Með til-
komu virkjunarinnar verður orku-
aukning í raforkukerfi landsins um 880
Gwst á ári.
Þjórsá og Tungná voru stíflaðar aust-
an undir Sandafelli, um það bil 1 km
ofan ármótanna, á árunum 1982-1984.
Þannig myndaðist svonefnt Sultar-
tangalón og hefur þaðan verið veitt
vatni um farveg Þjórsár til Búrfells-
stöðvar. Sultartangastíflan er 6.1 km.
að lengd, sú lengsta á landinu. Hún
verður nú hækkuð um 1 m, eða upp í
301 m y.s. Jafnframt verður yfirfallið
hækkað um 2.2 m, eða upp í 297,2 m
y.s. meðal annars með sérstökum lok-
um úr gúmmíi sem blásnar eru upp og
hækka þannig vatnsborðið. Við hækk-
un vatnsborðsins vex flatarmál lónsins
úr 18 í 20 km2. Miðlunarrými verður
109 Gl. Við vesturenda stíflunnar í
vesturbakka Þjórsár er botnrásarskurð-
ur með lokuvirki. Hér á eftir verður
lýst þeim mannvirkjum sem lokið
verður við á árunum 1997-99-
Stuttur aðrennslisskurður hefur verið
grafinn út frá áðurnefndum botnrásar-
skurði að inntaki aðrennslisganga
virkjunarinnar, en þau verða 3.4 km.
löng 12 m. breið og 15 m. há og verður
þversnið þeirra sporöskjulagað og 150-
16() m2 að stærð. Þau verða því stærstu
göng á Islandi og efnið sem fjarlægt
verður úr þeim er um 30% meira að
rúmmáli en úr Hvalfjarðargöngunum.
Aðrennslisgöngin liggja til suðvesturs í
gegnum Sandafell að jöfnunarþró við
stöðvarinntakið. Þaðan liggja stálpípur
að stöðvarhúsi sem verður ofanjarðar en
í djúpri geil, sjá mynd 3- Aflvélar verða
tvær af Francis gerð sem verða hvor um
sig 60 MW. Stöðvarhúsið verður stað-
sett rétt norðan aðalvegarins upp að
Hrauneyjafossvirkjun.
Frá stöðvarhúsinu liggja háspennu-
strengir um jarðgöng að rofahúsi vest-
an við stöðina. Núverandi 220 kV
háspennulína frá Hrauneyjafossi í
Hvalfjörð er tengd inn í rofahúsið. Að
auki verður ný 400 kV lína lögð frá
rofahúsinu niður að Búfellsstöð.
Frárennslisskurður, 7 km langur, mun
liggja frá stöðvarhúsinu í rótum Sanda-
fells niður um svonefnt Haf, meðfram
farvegi Þjórsár, niður undir inntaks-
mannvirki Búrfellsvirkjunar, sjá mynd
5. Sjá töflu 1 um helstu kennitölur
virkjunarinnar.
Aætlaður verktími frá fyrstu fram-
kvæmdum til gangsetningar er aðeins
um 30 mánuðir, en hingað til hafa
slíkar virkjanir þurft 4 ára verktíma. Er
áætlað að fyrri hverfillinn hefji rekstur
síðla hausts 1999 og hinn síðari í
janúar árið 2000. Fullgerð verður
stöðin ómönnuð, en rekstri stýrt frá
stjórnstöð Landsvirkjunar í Oskjuhlíð í
Reykjavík. Tæknimenn í Búrfellsstöð
munu þjónusta stöðina.
Hönnun bygginga og vélbúnaðar
annaðist VST hf., en Rafteikning hf.
hannaði rafbúnað. Arkitektar eru
Vinnustofa arkitekta ehf og eftirlit
annast VSÓ Ráðgjöf ehf. ásamt
Lahmeyer International frá Þýskalandi.
3. Framkvæmdir við Sultartangavirkjun
Hér verður aðallega lýst jarð- og berg-
vinnu, en ekki eiginlegri byggingar-,
véla- eða rafmagnsvinnu.
Jarðgöng. Hin stóru aðrennslisgöng
virkjunarinnar verða grafin frá báðum
endum og á tveimur hæðum. þ.e. fyrst
verða sprengdir efstu ca. 7 metrarnir (sjá
forsíðumynd) og þeir fullfrágengnir og
síðan verða sprengdir neðri 8 metrar
ganganna, sjá mynd 4. Um tveir þriðju af
lengd ganganna verða sprengdir frá
suðvesturenda, ofan stöðvarhússins, og
verður þessi hluti aðallega í basalt
kubbabergi. Afgangurinn af göngunum
verður sprengdur frá efri endanum uppi
við stífluna. Sá hluti verður að hluta í
sandsteinsvölubergi og að hluta í stuðluðu
basalti og verður það efni notað til þess að
hækka Sultartangastíflu um 1 metra.
...upp í vindinn
9