Upp í vindinn - 01.05.1998, Side 16
Jónas Elíasson, Verkfræðideild H.Í., U&B-skor
Jónas lauk fyrrihlutaprófi í verkfræöi frá HÍ1959, prófi í byggingarverkfræði frá DTH 1962, lic. techn. 1973.
Er nú prófessor viö umhverfis- og byggingarverkfræöiskor HÍ.
Fagleg sjónarmið
við mat á umhverfisáhrifum
Aðferðir, reynslan, lögin og hlutur fjölmiðla og þrýstihópa.
Erlendis er það viðurkennt, að mat
á umhverfisáhrifumer ein áhrifa-
ríkasta aðferðin til umhverfis-
stjórnunar (Environmental Manage-
ment) af hálfu hins opinbera.
Grunnhugsunin er sú, að fram-
kvæmdir skuli ekki fara fram fyrr en
óæskileg áhrif þeirra á umhverfið hafi
verið könnuð rækilega. Þá sé ljóst hver
þau eru áður en í framkvæmdina er
ráðist og því hægt að stemma stigu við
þeim, eða banna framkvæmdina í
óbreyttu formi ef í óbætanlega um-
hverfisröskun stefnir.
Aðalhugsunin er auðvitað sú að koma
í veg fyrir alvarlega mengun eða um-
hverfisröskun af öðrum toga. Þar með er
talið ef útsýni spillist á stöðum sem
taldir eru hafa sérstakt verndargildi
vegna landsiagsfegurðar eða menn-
ingarverðmæta. I mati á umhverfis-
áhrifum á hins vegar að gilda algjör
jafnræðisregla, þar á ekki að gera upp á
milli framkvæmdaáforma á grundvelli
hefðar, hagsmuna eða eignarréttar hinna
ýmsu aðila.
Þannig er áframhaldandi ofnýting
auðlinda ekki leyfð þó að hún hafi
sannanlega verið stunduð í fortíðinni.
Menningarverðmæti frumbyggja hafa
oft verið tekin fram yfir hagsmuni
stórra námufélaga, og landeigendur
hafa ekki rétt til að spilla eigin landi.
Hin formlega aðferð við mat á
umhverfisáhrifum sem er viðhöfð á
Islandi á rætur að rekja til bandarískra
og skandinavískra hugmynda. Aðal-
hugsunin er sú að allar framkvæmdir
eru matsskyldar nema áður hafi verið
sýnt fram á að mat sé óþarft. I því til-
felli skal fara fram frumathugun, og
framkvæmd síðan leyfð, ef frumathug-
un gefur engin tilefni til að óttast um-
hverfisröskun. Þessi háttur var hafður á
vegna þess, að reynsla frá öðrum þjóð-
um, einkum Bandaríkjunum, sýndi að
kerfi sem skyldaði allar framkvæmdir í
mat á umhverfisáhrifum væri of dýrt og
þungt í vöfum, fyrir utan þá töf og
óhagræði sem hlytist af fyrir þjóðfélagið
í þeim tilfellum að engin umhverfis-
röskun væri fyrirsjáanleg. Þetta ferli
lítur nokkurn vegin svona út.
2. Reynslan af lögum um mat á
umhverfisáhrifum
Reynslan hefur kennt okkur að fagleg
embættisleg umfjöllun á mati á um-
hverfisáhrifum er mjög erfið í nú-
verandi kerfi, ef ekki ómöguleg. Til
þess liggja ýmsar orsakir þó skortur á
faglegum vinnubrögðum sé sú lang
algengasta.
Framkvæmdum úti í náttúrunni
fylgja breytingar af ýmsu tagi bæði í
bráð og lengd og algildir mælikvarðar
um hvað má og hvað telst umhverfis-
röskun eru ekki til. Fagleg niðurstaða
fæst því ekki nema með rannsóknum og
samanburði sem fylgt er eftir með
rökstuddri ákvörðun um hvaða eigin-
leikar menningarverðmæta, lífkerfa og
náttúrukosta gefa tilefni til verndar-
aðgerða og hverjar þær eiga að vera. Bak
við slíkar ákvarðanir liggja margvís-
legar samanburðarrannsóknir, t.d. á
eituráhrifum, sjúkdómahættu, dýra-
stofnum í útrýmingarhættu og flokkun
á landgæðum.
2.1 Grunnrannsóknir og viðmið-
unargildi vantar
Hér á landi eru öll viðmiðunargildi um
mengun og annað mat á umhverfisrösk-
un nánast bein stæling á erlendum gild-
um og aðferðum. Sáralitlar rannsóknir
hafa farið fram á afleiðingum mengunar
í íslenskri náttúru svo hér eigum við
eftir að vinna mikilvæga heimavinnu
sem undir engum kringumstæðum má
stinga undir stól lengur. Hér má nefna
sem dæmi
• Áhrif jarðvegssúrnunar á
gróðurþekju
• Áhrif áburðarefna í fráveitum á
lífríki sjávar og vatna
• Áhrif virkjunarframkvæmda á
landgæði
Veigamikið starf hefur verið unnið í
grunnrannsóknum á vegum margra
rannsóknastofnana og niðurstöður
þeirra nýtast í mati á umhverfisáhrifum.
En vegna stærðar verkefnisins og þess
hve kreppt er að vísindamönnum, þá
vantar enn veigamiklar grunnrannsókn-
ir sem ekki er hægt að vera án ef grunn-
línurannsóknir (baseline studies) vegna
mats á umhverfisáhrifum eiga að skila
tilætluðum árangri. Hér má nefna:
• Rannsóknir á uppsöfnunaráhrifum
vegna loftmengunar
• Rannsóknir á vatnsbúskap gróður-
þekju
• Rannsóknir á vistkerfum með
verndunargildi
Þetta eru aðeins örfá dæmi, þegar á
heildina er litið er það ofætlan, að slík
umhverfisstjórnun sem umhverfismat
er hluti af, geti farið fram hér á landi án
þess að nauðsynlegar grunnrannsóknir á
16
...upp í vindinn