Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 17

Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 17
Fagleg sjónarmið í umhverfismati lífríki og náttúrufari séu gerðar. Sú aðferð að líkja eftir erlendum meng- unarstöðlum með örlítið “betri” gildum er alþekkt en nægir ekki, árangur henn- ar má sjá um alla Austurevrópu í því ástandi umhverfismála sem þar ríkir. Árvekni almennings og almennt tjáningarfrelsi kemur væntanlega í veg fyrir að eins illa fari hér á landi og þar, en hættan á einstökum um- hverfisslysum, sem fyrst og fremst má rekja til þekkingarskorts er samt fyrir hendi. Gott dæmi um slíkt um- hverfisslys er hvernig fór fyrir Þing- vallaurriðanum þegar Sogið var virkjað og lýst er í ágætri bók eftir Ossur Skarphéðinsson. Sú frásögn ætti að vera mönnum umhugsunarefni um hvort hliðstætt umhverfisslys geti ekki orðið nú, þrátt fyrir allt. 2.2 Urskurðir án meðdómsmanna Nauðsynlegt er að kalla eftir álitsgerð- um fagmanna vegna mats á umhverfis- áhrifum og sú nauðsyn er viðurkennd bæði í lögum og verklagsreglum yfirvalda á þessu sviði, sem eru Skipulagsstofnun og Umhverfisráðu- neyti. Enn nauðsynlegra verður þó að teljast, að hafa sérfróða aðila með í ráð- um þegar rökstuddir úrskurðir eru upp kveðnir. Fyrirmyndina má sækja til dómstól- anna og þess meðdómsmannakerfis sem þar er viðhaft, en þá eru fagmenn með í ráðum bæði á rannsóknarstigi (dóm- kvaddir matsmenn) og dómstigi (með- dómarar). Slík venja mundi gefa upp- kveðnum úrskurðum aukinn faglegan styrk, minnka hættuna á gagnstæðum úrskurðum milli Umhverfisráðuneytis og Skipulagsstofnun, sem greinilega er of mikil í núverandi kerfi og veita pólitískum úrskurðaraðilum nauðsyn- legt aðhald. 2.3 Undanlátssemi við þrýstihópa Afskipti þrýstihópa af mati á um- hverfísáhrifum eru oft mjög mikil. Þeesi afskipti eru flest með líkum hætti og lxkum vinnubrögðum beitt. Oftast er um að ræða hópa sem sem eru and- snúnir þeirri landnotkun sem hrint hefur matinu af stað og skírskota í því sambandi til einhvers hefðbundins en annars óskilgreinds réttar. Venjulega eiga þessir aðilar ekki aðild að viðkomandi máli en finna sér leið í krafti ákvæða um þátttöku almennings. Búið er að mynda marga og sterka þrýstihópa sem starfa undir þessu yfirskyni. Sumir þessara hópa eru alþjóðlegir, örfáir þeirra eru öfgasinn- aðir og sumir svo mjög að þeir beita hermdarverkum. Aðferð þessara hópa er yfirleitt sú að gera faglegar niðurstöður vísindamanna tortryggilegar og reyna með því að ná fólki á sitt band gegn “sérfræðingaveld- inu” svokallaða. Markmiðið er venju- lega að banna notkun lands eða auð- linda, en sú andstaða sem þar birtist getur grundvallast á ýmsu, t. d. á eigin- hagsmunum, pólitískum hugsjónum eða hefðbundinni íhaldssemi og stund- um blandast þetta saman í svo ríkum mæli að erfitt er að greina á milli þess- ara þátta. Þessi blanda hagsmuna, hug- sjóna og ótta við allar breytingar er ævafornt fyrirbrigði, Vilmundur Gylfa- son sýndi fram á það í ritgerð að breski Ihaldsflokkurinn á rætur að rekja til slíkrar náttúruverndarstefnu sem kom upp í iðnbyltingunni á nítjándu öld og var þess vegna valið það nafn sem hann hefur enn þann dag í dag (Conserative Party, leitt af enska orðinu conserve = varðveita). Vöntun á grunnrannsóknum og við- miðunargildum gerir nánast vonlaust að ná sameiginlegri niðurstöðu með slíkum hópum. Svigrúmið til að tor- tryggja allar niðurstöður og txrskurði er einfaldlega of mikið. 2.4 Fjölmiðlahræðsla Sú mynd sem að fjölmiðlum lýtur er ná- kvæmlega sú sem á undan er lýst. Vegna vöntunar á grunnrannsóknum og viðmiðunargilclum er oftast mjög erfitt að gefa fjölmiðlum skýr svör. Af þessum ástæðum fara sérfræðingar og embættis- menn oft eins og kettir í kringum heitan graut þegar mál sem tengjast mati á umhverfisáhrifum ber á góma og skjóta sér undan að gefa skýr svör. Þetta fer í taugarnar á dugmiklu fjölmiðla- fólki, sem áttar sig ekki á því, að í um- hverfismálum er ástæðan fyrir undan- skotunum sú, að nauðsynleg þekking er einfaldlega ekki fyrir hendi og nauð- synleg stefna þar af leiðandi ekki verið mörkuð. Þegar engin stefna hefur verið mörkuð um hvað má og ekki má, eða engar upplýsingar fyrir hendi, eða hvort tveggja, þá er einfaldlega engin skýr svör hægt að gefa og fréttamenn halda eðlilega að verið sé að leyna þá einhverju. Það er þetta ástand sem leiðir af sér fjölmiðlahræðsluna hjá þessum aðilum og tilhneiginguna til þess að gefa sem minnstar upplýsingar, sem aftur vinnur gegn fullri þáttöku al- mennings í málum þar sem þátttöku hans er þörf. 3. Nokkur dæmi 3.1 Hólasandur Þegar mjög grófar tölur fyrir vatna- búskap svæðisins eru skoðaðar kemur í ljós að svæðið er að öllum líkindum eyðimörk, þ.e.a.s. uppgufun er mun meiri á vaxtartíma gróðursins en stl úrkoma sem fellur. Nánari athuganir á þessu atriði eru nauðsynlegar og menn geta gleymt allri frekari þrætu um svæðið þangað til þær hafa farið fram. Sams konar athuganir þyrftu reyndar að fara fram á hálendinu öllu. Hér er skýrt dæmi um vöntun á grunnrannsóknum. 3.2 Hágöngumiðlun Skipulagsstjóri og umhverfisráðherra gáfu út gagnstæða úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Hvorugur hafði sér- fróða aðila með í ráðum og hvorugur úr- skurðurinn byggir í rökstuðningi á um- hverfisröskun eða annarri hættu fyrir umhverfið. Álíta má að hefðu skipu- lagsstjóri og umhverfisráðherra kvatt sérfróða menn sem meðúrskurðaraðila hefðu kærumál ekki orðið slík sem raun bar vitni og gagnstæðir úrskurðir þar af leiðandi ekki orðið. 3.3 Hvalfjörður Hvalfjarðarmálið er gott dæmi um hversu berskjaldað núverandi kerfi er fyrir starfsemi þrýstihópa sem vekur athygli fjölmiðla. Grundartangi er iðnaðarlóð, mengunarathugun hefur verið framkvæmd. Að sjónmengun frá- genginni, hefur varla fundist skuggi af mengunarhættu, en samt, rannsóknir á uþpsöfnunaráhrifum vegna loftmeng- unar eru ekki fyrir hendi og áhrif jarð- vegssúrnunar á gróðurþekju óþekkt eins ...upp í vindinn 17

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.