Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 18
Snertill
AutoCAD Map™
AutoCAD MAP útgáfa 2 er nýjasta útgáfa frá Autoclesk af sjálfvirku korta og LUK verkfæri
fyrir verkfræðinga, skiplagsfólk, stjórnendur og aðra sérfræðinga sem búa til og viðhalda
kortum og nota gögnin sín til greiningar og skipulagningar.
AutoCAD Map byggir á útgáfu 14 af hinu vinsæla
teiknikerfi AutoCAD og býður rauntölu nákvæmni
og fjölda aðgerða til kortagerðar og viðhalds gagna
í þekktu AutoCAD umhverfi. Til viðbótar við LUK-
aðgerðir eins og myndun grannfræði (topology) og
greiningar, þemakort og mikla útprentunarmöguleika
býður Map upp á mikla hraðaaukningu við gagnavinnslu,
samhæfðan rastastuðning og viðbætur í skráarsamskiptum.
AutoCAD Map styður fjölda annara skráarforma eins og
ESRI ARC/INFO(r) þekjur, ESRI ArcVIEW(r) SHP,
Maplnfo(r) MIF/MID, Microstation(r) DGN sem og
Autodesk MapGuide SDF og DXF. Stuðningur er við
fimmtán rastaform.
■ AutoCAD MAP:
Hefur fullkomin AutoCAD verkfæri í umhverfi sem
þróað er fyrir og af sérfræðingum í kortagerð.
Gerir kleift að vinna með mikið magn gagna sem
samanstanda af mörgum kortum.
Leyfir samhæfingu á fjölda af tegundum og formum
gagna.
Býður þróaða LUK virkni og möguleika á
rúmfræðilegum (“spatial”) greiningum.
Auðveld samskipti milli korta og landfræðilegra
gagna.
AutoCAD Map útgáfa 2 byggir á AutoCAD Rl4. Mikil
hraðaaukning og hagkvæmni gera þér kleift að að vera
enn afkastameiri en áður.
■ Aukin hagræðing í kortagerð
Hágæðakort búin til og viðhaldin hratt og örugglega
AutoCAD Map hraðar allri kortagerð á tvo vegu. I fyrsta
lagi er skráarvinnsla og fyrirspurnir hraðari svo minni tími
fer í bið. I öðru lagi eykur sjálfvirk kortagerð og
breytiaðgerðir nákvæmni og framleiðni.
AutoCAD Map hagræðir kortagerðaferlinu með því að
því að tengja eigindir um leið og hnitun eða innsláttur
gagna fer fram. Auk þess auðveldar það undirbúning að því
að gögn verða að korti með aðgerðum sem eyða tvöföldum
einingum, laga undir- og yfirskot eininga o.fl.
Með AutoCAD Map er möguleiki að flytja inn í
kortagögn frá öðrum kerfum eins og ARC/INFO þekjur og
Microstation dgn-skrár. Allur sá gríðarlegi fjöldi korta sem
nú þegar eru á AutoCAD DWG skráarforminu verður
auðvitað eins og heima hjá sér.
■ Samræming gagna
Unnið með mörg kort og gögnum bætt við kort frá
mismunandi aðilum.
Work Session eiginleikinn er hentugur þegar unnið er
með mikið gagnamagn sem samanstendur af mörgum
kortum. I staðinn fyrir að opna hvert kort og gera sérstaka
fyrirspurn eða gera breytingar á hvert þeirra er nú hægt að
vinna samæmt yfir samliggjandi kort. Til dæmis er hægt að
breyta vegi á einu svæði sem nær yfir fleiri kort í stað þess
að breyta hverju kort fyrir sig.
Með AutoCAD Map er hægt að tengja upplýsingar við
einingar með því að hengja þær beint á einingarnar eða með
tengingu við ytri gagnagrunn. Með þessum tengingum er
hægt að velja ákveðnar einingar til að fá upplýsingar eins og
uppruna, tegund eða hvað sem á þær eru settar. Einnig er
hægt að gera fyrirspurn í upplýsingarnar til að fá fram t.d.
öll hús sem byggð eru á ákveðnu tímabili.
■ Greiningar
LUK virkni bætt í kortavinnslu til að gera vinnuna
aðgengilegri.
Hægt er að framkvæma einfaldar landfræðilegar greiningar
á gögn sem unnin eru í MAP. Með yfirlagnagreiningu
(“polygon overlay analyses”) er hægt að sýna þau svæði eða
einingar sem falla innan ákveðinnar skilgreiningar.
Netgreining (“network tracing”) ákveður stystu fjarlægð á
milli tveggja staða.
Vinnan eru ekki fullkomnuð fyrr en henni er deilt með
öðrum. Hægt er á einfaldan hátt að búa til þemakort með
fylltum flötum. Einnig má gæða kortið lífi með því að setja
loftmynd undir gögnin. Þegar allt er búið er hægt að varpa
gögnunum í mörg önnur algeng skráarform. Einnig er
auðvelt að birta niðurstöðuna á Internetinu eða intraneti.
Fáðu þér lausnina í kortagerð sem þig hefur vantað til að
færa upplýsingar niður á jörðina - AutoCAD Map.
www.snerlill.is
SNERTil
HliAasmári 14
200 Kopavogur
s: 554 0570 - ♦: 554 0571
20
...upp í vindinn