Upp í vindinn - 01.05.1998, Qupperneq 30
Svæðisskipulag Miðhálendis íslands
verndarsvæði og þjóðminjasvæði. Hér
verður plássins vegna einkum staldrað
við 2 fyrstu flokkana.
Náttúruverndarsvæðin eru ásamt
verndarsvæðum víðfeðmustu land-
notkunarflokkarnir í skipulagsáætlun-
inni sbr. mynd 2. Náttúruverndarsvæð-
in ná yfir mikilvægustu og merkustu
náttúruminjar hálendisins og er því
eins konar “gullflokkur” á þessu sviði.
Svæðin eru á einhvern hátt sérstæð eða
einstæð vegna landslags, jarðmyndana,
gróðurfars eða dýralífs. Þau ná yfir
stórar landslagsheildir og óröskuð víð-
erni, s.s. stóra samfellda hluta gosminja
á gosbeltunum, víðfeðm votlendis-
svæði og stærstu gróðurvinjar. Oll frið-
lýst svæði eru felld undir þennan flokk
auk flestra svæða á náttúruminjaskrá
Náttúruverndar ríkisins.
Lögð er áhersla á að taka frá sem
stærst og samfelldust verndarsvæði og
eru 6 stórar landslagsheildir afmark-
aðar í tillögunni í þessum flokki sbr.
mynd 2.
Verndarsvæðin fela í sér alhliða
verndargildi sem tekur tii annarra
náttúruminja en þeirra sem eru í fyrr-
nefndum gullflokki og svæða með
mikið útivistargildi, þ.á.m. jaðarsvæði
að byggð. Á verndarsvæðum er upp-
bygging og mannvirkjagerð í ríkara
mæli en á náttúruverndarsvæðum.
Allir stærstu jöklar landsins eru hluti
af verndarsvæðunum.
4. Byggingarsvæði
Byggingarsvæðin eru af þrennum toga;
orkuvinnslusvæði, samgöngu-
mannvirki og þjónustusvæði ferða-
manna. Þeim tengjast síðan bygg-
ingarmál sem ekki er fjallað um hér.
Eins og áður segir er gert ráð fyrir
miklum raforkuframkvæmdum í
skipulagstillögunni. Alls getur komið
til framkvæmda á skipulagstímanum
orkuvinnsla sem nemur allt að 10
Twh/ári sem er nálægt þreföldun frá
núverandi raforkuframleiðslu. Þá eru
taldar með virkjanir sem búið
er að taka ákvörðun um og
eru á framkvæmdstigi, þ.e.
Sultartangavirkjun, Há-
göngumiðlun og 5. áfangi
Kvíslaveitna.
Talið er að nýtanleg og hagkvæm
vatnsorka ennþá ónýtt á landinu öllu sé
35-40Twh/ári, hugsanlega 25-30
Twh/ári sé tekið tillit til umhverfis-
sjónarmiða. Ef reiknað er með að allt að
2/3 (55-65%) af þessari orku sé innan
skipulagssvæðisins þá gerir tillagan ráð
fyrir að í lok skipulagstímans (þ.e. eftir
17 ár) geti verið búið að virkja yfir
helming allrar vatnsorku sem nú er
óbeisluð á svæðinu.
I nokkrum tilvikum þarf þó að víkja
verulega frá fýrirliggjandi áætlunum,
ekki síst norðan Vatnajökuis. Tækni-
framfarir síðustu ára opna möguleika á
því að tengja saman virkjanakosti á
milli vatnasviða með því að samnýta
miðlanir og aðrennslisgöng virkjana.
Þannig var komið í veg fyrir að
Þjórsárverum væri sökkt undir vatn á
sínum tíma. I dag er því eðlilegt að
skoða alvarlega möguleika á því að
tengja saman virkjanir norðan Vatna-
jökuls til þess að hlífa stórum samfelld-
um gróðurlendum, ekki síst Eyja-
bökkum. Af þeim ástæðum er ekki
tekið undir óbreyttar eldri áætlanir um
Fljótsdalsvirkjun þrátt fyrir heimildar-
lög frá 1981. Bent er á nauðsyn þess að
skoða alvarlega möguleika á sam-
tengingu virkjana Jökulsár í Fljótsdal
og Jökulsár á Brú með því að nota
Hálslón innan við Kárahnúka sem
miðlun fyrir bæði vatnasviðin.Mynd 3.
Hér eru bornir saman hagmunir
orkuvinnslunar og náttúruverndar.
Miklir hagsmunaárekstrar eru á Eyja-
bökkum og í Þjórsárverum sem leiða
þarf til lykta á skipulagstímanum
Þá eru allmörg háhitasvæði á hálend-
inu en ekki er gert ráð fyrir að þau verði
virkjuð á skipulagstímanum, m.a.
vegna tæknilegra annmarka og af um-
hverfisástæðum. Vinnslu jarðhita má
líkja við námuvinnslu sem tekur
áratugi. Tæknin sem við búum við í
dag gefur hins vegar einungis mögu-
leika á 10-15% nýtingu á orku svæð-
anna þannig að sú innistæða gæti
hugsanlega hentað sig vel fyrir kom-
andi kynslóðir.
Samgöngur
Til samgöngumannvirkja teljast vegir,
flugbrautir, reiðleiðir og gönguleiðir.
Stefnt skal að því að halda vegafram-
kvæmdum á hálendinu í lágmarki og
að “möskvar” vegakerfisins séu sem
stærstir. Uppbygging vegakerfis taki
fyrst og fremst mið af sumarumferð.
Brýnustu vegaframkvæmdir eru upp-
byggðir stofnvegir sem liggja
þvert í gegnum hálendið á
milli byggðalaga. Þessir vegir
liggja í námunda við helstu
ferðamannastaði hálendisins
30
...upp í vindinn