Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 73

Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 73
C02 búskapur íslenskra háhitakerfa jarðhitasvæðum og fengu að það væri á bilinu 1.0 til 2.1xl09 kg á ári. Níels Óskarsson (1996) tengdi saman niðurstöður mælinga á vökvainnlyksum og höggunarlíkön og fékk 2.2xl09 kg á ári. Halldór Armannsson o.fl. (2005) reiknuðu út hve mikið magn ætti að losna úr kviku og ferðast að yfirborði á ári hverju. Gerðu þeir ráð fýrir að gosbeltið væri 500 km langt, að þykkt jarðskorpu væri 20 km (Ingi Þ. Bjarnason o.fl. 1993), gleikkun þess 2 cm á ári (Axel Björnsson 1985) og eðlismassi kvikunnar 2900 kg/m3. Þannig reiknaðist þeim að magn virkrar kviku í jarðskorpunni væri 5.8xl0n kg á ári. Frá niðurstöðum Önnu Maríu Ágústsdóttur og Susan Brantley (1994) fengu þeir að afgasanlegt C02 í kviku (frá 1300 til 200°C) væri 2200 ppm. Þannig fékkst að koldíoxíðstreymi frá kviku til yfirborðs ætti að vera 1.3xl09 kg á ári. Útstreymi um jarðveg og gufuaugu Gasflæðimælir (West Systems closed Chamber C02 flux meter með LICOR LI-820 single path, dual wavelength infrared gas analyzer) hefiir verið notaður til að mæla koldíoxíðflæði á nokkrum stöðum en samfelldastar mælingar hafa verið gerðar í Kröflu og á Reykjanesi. Til er verulegt magn gagna um C02 styrk í gufu guflxaugna frá flestum háhitasvæðum landsins. Langbestu gögn um heildarrennsli úr gufuaugum eru frá Reykjanesi, þar sem gufu var safnað saman frá stórum blettum og hún leidd í rör til flæðimælinga með vindmæli (Kurz 2445 hot wire anemometer). Frumniðurstöður mælinga á C02 flæði á Reykjanesi og í Kröflu eru sýndar í Töflu 1. I Kröflu var einungis unnt að mæla á tiltölulega litlum hluta jarðhitasvæðisins þar sem hraun þekur mestan hluta þess, en til mun stærri hluta hins tiltölulega litla Reykjanessvæðis náðist. I líröflu var mælt á tveimur svæðum, einu sem náði frá Suður- til Vesturhlíða og svo í Leirhnúk. Svæði Flatarmál (km2) C02flæði tonn/dag Reykjanes 0.22 13.5 Krafla.Suður- 1.1 22 og Vesturhlíðar. Krafla. Leirhnúkur 0.17 Tafla 1 NiðurstoðurC02fIæðimælingaá Reykjanesi og í Kröflu Ut frá þessum mælingum ásamt nokkrum mælingum sem gerðar vom í Hveragerði og metnu flatarmáli jarðhitasvæða var gert lauslegt mat á hugsanlegu flæði C02 til yfirborðs um íslensk jarðhitasvæði. Kemur það mat fram í Toflu 2 og virðist nokkm meira en reiknað flæði frá kviku. Flæði frá núverandi virkjunum er haft HE -18 HE-11 HE-17 HE -03 HE-04 HE-14 KGH-01 HE-08 HE-21 HE-10 HE-16 HE-09 HE-13 HE-05 1 km 125 100 75 50 25 Mynd 2 Myndin sýnir niðurstöður mælinga (SOR á magni koltvísýrings sem bundið er í bergi íjarðhitakerfinu á Hellisheiði. Styrkur C02 var ákvarðaður í sýnum af borsvarfi. Staðsetning einstakra sýna eru táknuð með svörtum punktum. Svæði Flæðibil g/m2/dag Líklegt flæðigildi g/m2/dag Flatarmál km2 Flæði 109kg/ár Reykjanes 34-80 50 0.2 0.0036 Hveragerði 13-30 20 15 0.11 Krafla 20-188 40 ■■ 10 0.15 ísland 20-50 533 3.9-97 Virkjanir 0.16 Tafla 2 Mat á C02 heildarflæði þriggja svæða og landsins alls og C02 streymi frá virkjunum með til samanburðar en ætla má að það hafi aukist umtalsvert nú með nýrri virkjun á Hellisheiði og miklum nýborunum annars staðar. C02 í grunn- og yfirborðsvatni Á Reykjanesi var varmastreymi frá níu leirpyttum metið með hliðsjón af mælingum á lofthita, vindhraða, rakastigi lofts og hitastigi þeirra. Gert var ráð fýrir að varmastreymi frá pyttunum væri jafnt varmastreymi inn í þá en hið síðarnefnda ætti eingöngu uppruna í gufu sem streymdi inn í þá. Styrkur C02 í þeirri gufu var reiknaður út frá athugunum á steindajafnvægi í vökva á svæðinu. Fékkst að gufustreymi í pyttina væri 46 tonn á dag sem jafngildir 150 kg af C02á dag. Hliðstætt mat hefur ekki verið gert á öðrum svæðum en ekki er ástæða til að ætla að hlutur þess sem fer út um yfirborð á þennan hátt sé mikill á öðrum jarðhitasvæðum þar sem grunnvatnsborð er víða á miklu dýpi. Athugun á bindingu C02 í bergi Vitað er að C02 binst auðveldlega Ca+2 jón sem losnar úr bergi þegar jarðhitavökvi leikur um það. Myndast þá síðsteindin kalsít (CaC03) sem einnig fellur út við suðu jarðhitavökva. Myndun kalsíts er skilyrðum háð, t.d. er hún óveruleg við hátt hitastig (>280°C). Athugaðar voru niðurstöður svarfgreininga frá Kröflu, Reykjanesi og Hellisheiði. Eins og vænta mátti kom í ljós að yfirleitt var lítið um kalsít neðan 1000 m dýpis. Með hliðsjón af þeirri athugun voru valin 654 svarfsýni úr 40 borholum til magnbundinna greininga á C02 í bergi frá þessum svæðum. Niðurstöður, voru að heildarmagn bundins C02 í bergi á Reykjanesi, Hellisheiði og í Kröflu er um 650, 1650 og 2200 miljón tonn. Miðað við að aldur Reykjaneskerfisins sé 10.000 til 100.000 ár (Hjalti Franzson, pers. uppl.) en Kröflukerfisins 110.000 til 290.000 ár (Kristján Sæmundsson, pers. uppl.) fæst að á Reykjanesi séu 10 til 50% og í Kröflu 3 til 8% af því C02 sem borist hefur úr jarðhitakerfunum bundnir í bergi (Frauke Wiese o.fl. 2008). Niðurstöður mælinganna á Hellisheiði eru sýndar á mynd 2. Magn það sem bundið er í þessum þremur jarðhitakerfum er um 1300 sinnum meira en það magn sem Íslendingar losa til andrúmslofts á ári hverju. Niðurstöður þessara athugana gefa tilefni til bjartsýni um árangur þeirra tilrauna sem fýrirhugaðar eru um bindingu C02 i bergi með niðurdælingu. Niðurstöður um C02 búskap út frá ... upp í vindinn I 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.