Þroskaþjálfinn - 2002, Page 8

Þroskaþjálfinn - 2002, Page 8
Þroskaþjálfinn Anna Katrín Eiríksdóttir, þroskaþjálfi. Samvinnu nám I þESSARI GREIN fjalla ég um starfendarannsókn sem var lokaverkefni mitt í framhaldsnámi í sérkennslu við Kennaraháskóla Islands. Rannsóknin var gerð í leikskól- anum Sólborg í Reykjavík vorið 2000. I rannsókninni er fjailað um kennsluaðferð sem nefnd hefur verið samvinnu- nám/samvirkt nám (cooperative learning) og skoðað hvernig hún hentar hópi leikskólabarna með mjög mis- munandi getu og þarfir. Síðan ég útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskólanum vorið 1996 hef ég unnið með börnum með sérþarfir á leikskól- um, fyrst í leikskólanum Sólborg í um fjögur ár og síðasta hálft annað ár í Danmörku. Sameiginleg kennsla/þjálfun og leikur barna með ólíkar þarfir er því mikilvægur hluti af starfi mínu og mér áhugaefni. Mér þótti því mikill fengur að komast í tæri við kenningar um samvirkt nám í náminu í Kennaraháskólanum og sá strax notkunarmöguleika fyrir það í starfi mínu. Samvinnunám virðist einnig falla vel að ótalmörgum þeirra þátta sem lögð er áhersla á í Aðalnáms- skrá Ieikskóla, sérstaklega þar sem fjallað er um félags- þroska og féiagsvitund leikskólabarna (sjá, Aðalnámsskrá leikskóla 1999:9-10). Mér fannst því tilvalið að slá til og reyna aðferðirnar og skrá um leið með ýmsum aðferðum (dagbók, myndbandsupptökum, segulbandsupptökum ofl.) hvernig til tókst. Þannig gæti ég gert mér betri grein fyrir því hvernig þær hentuðu börnunum. Ur varð starf- endarannsókn og lokaverkefni undir góðri leiðsögn Rúnars Sigþórssonar, kennsluráðgjafa og lektors við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Samvinnunám Kenningar um samvinnunám eru raktar til fyrri hluta átt- unda áratugarins þegar fjórir mismunandi hópar rannsak- enda hófu að þróa og rannsaka samvinnu í kennslu (Slavin 1995:4). Samvinnunám felur í sér að börnum er skipt í fá- menna hópa sem settir eru saman af ólíkum einstakling- um. I hópunum er unnið að sameiginlegum verkefnum sem fela í sér sameiginleg markmið fyrir alla einstaklinga hópsins og eru þeir háðir hver öðrum um úrlausn verkefn- isins. Verkefnið er því aðeins hægr að leysa að allir leggi sitt af mörkum til þess. Hvert og eitt barn í hópnum getur haft mismunandi áherslur og mismunandi hlutverk í vinnu að markmiðunum. Stærð hópanna er mismunandi eftir aldri barnanna, getu og þeim verkefnum sem unnið er að. Sem dæmi um slíkt verkefni fyrir leikskólabörn má til dæmis nefna það að búa til mjólkurhristing. Segjunr svo að börnunum hafi verið skipt í tvo hópa með þremur börnum í hóp og búið sé að gera einfalda uppskrift, t.d. með teiknuðum leiðbeiningum. I öðrum hópnum gætu börnin skipst á að mæla það sem til þarf í mjólkurhristing- inn, þrjá bolla af ís, tvo af mjólk og tvær matskeiðar af súkkulaðisósu (til dæmis) og skipst svo á að hræra í með handþeytara. I hinum hópnum þar sem er barn með mikla þroskaskerðingu en áhuga á vélum og hljóðum.Þar væri hægt að ákveða að barnið með þroskaskerðinguna hrærði á meðan hin börnin settu öll innihaldsefnin út í og þau börn hrærðu svo á eftir ef þau hafa áhuga. Allir gætu svo sest saman og notið mjólkurhristingsins eftir athöfnina. Starfsmaður gæti fylgst með báðum hópunum og hjálpað til með það sem þarf. Börnin hafa þar öll vissu hlutverki að gegna og markmiðin sem liggja að baki mismunandi fyrir hvert barn en þó sameiginleg útlcoma. Börnin æfðu um leið félagslega færni sem ég tel mjög mikilvægt að læra strax í leikskólanum. Markmið fyrir suma er í þessarri æf- ingu að þjálfast í að telja og mæla, fyrir aðra að skiptast á, enn aðra að læra að vera líkamlega mjög nálægt félögum sínum. Utkoman ætti svo að vera ánægjuleg fyrir alla. Samvinnunám í leikskóla Mest af því efni sem ég hef lesið urn samvinnunám er í tengslum við kennslu stáipaðra barna og unglinga. Mér fannst þvi' mjög spennandi að vita hvort hægt væri að laga það að þörfum yngri barna. I einni þeirra greina sem vakti áhuga minn á að reyna samvinnunám með leikskólabörn- um er fullyrt að börn frá rveggja ára aldri sýni ýmsa getu sem er nauðsynleg undirstöðufærni fyrir samvinnu, svo sem að hugga félaga sína og hjálpa þeim (Putnam og Spenciner 1993:126). Eg ákvað því að reyna ýmsa leiki og 8

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.