Þroskaþjálfinn - 2002, Side 27

Þroskaþjálfinn - 2002, Side 27
Starfsdagar l&Hlffi ISIHlÉs Þroskaþjálfinn vitundar í sögulegu samhengi út frá því sem fram kom í viðtölunum. Þannig fundum við ákveðið mynstur fyrir hvern þátt fyrir sig. Niðurstöður Á hverju byggist fagvitund þroskaþjálfa? Sameiginlegur bakgrunnur. Hann byggist á menntun þeirra, reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti og siðareglum þroskaþjálfa. Viðmælendum okkar fannst mik- ilvægt að vera hluti af hópi sem býr yfir ákveðinni þeldt- ingu og viðhorfum. Námið hefur breyst mikið á undan- förnum árum en hugmyndafræðin og viðhorfin hafa alltaf verið ríkur þáttur í námi þroskaþjálfa. Sameiginlegt tungumál. Þroskaþjálfar hafa sitt eigið tungumál. Kom það okkur á óvart þar sem þroskaþjálfar nota sjaldan fræðileg orð sem eru illskiljanleg öðrum. Þroskaþjálfar tala öðruvísi sín á milli en þegar þeir ræða við aðrar fagstéttir. Sameiginlegt tungumál þroskaþjálfa bygg- ist á þeim skilningi sem liggur að baki orðanna. Sérfræðingar. Vegna menntunar þroskaþjálfa og þeirrar hugmyndafræði sem þeir starfa eftir töldu allir viðmælend- ur okkar að þroskaþjálfar væru manna hæfastir til að vinna með fötluðum. Þó margar aðrar stéttir geti unnið hluta af störfum þroskaþjálfans sjá þeir sig sem sérfræðing því aðr- ar stéttir þjónusta ekki fatlaða á sama hátt og af sömu þekk- ingu. Metnaður. Við heimildaöflun sáum við að þroskaþjálf- ar hafa ekki skrifað mikið af fræðiiegum greinum á opin- berum vettvangi. I rannsókninni kom fram að metnaður þroskaþjálfa felst ekki í því að auglýsa hvað þeir eru að gera heldur leggja þeir metnað sinn í að skila starfi sínu vel. Fagleg mörk. Þroskaþjálfar hafa vítt starfssvið og þurfa að vera vel að sér á mörgum sviðum. Þroskaþjálfar starfa með mörgum fagstéttum og því er mikilvægt að vita hvar fagleg mörk liggja, það er hvar enda fagleg mörk þroska- þjálfans og hvar á önnur fagstétt að taka við. Þeir sem hafa góða fagvitund þora að viðurkenna að þeir séu ekki sér- fræðingar í öllu og kunna að víkja fyrir öðrum fagstéttum án þess að fá faglega minnimáttarkennd. Viðmælendur töldu þessa þætti eflast með aukinni starfsreynslu. Hvaða þættir hafa áhrif á þróun fagvitund- ar? Breiður markhópur og starfsvettvangur. Þroskaþjálfar starfa með fólki á öllum aldri með ólíkar fatlanir víðsvegar í þjóðfélaginu, á stofnunum með mismunandi markmið og hlutverk. Viðmælendur okkar töldu fagvitund geta þróast með mismunandi hætti eftir því hvort þroskaþjálfi starfar með öðrum þroskaþjálfum eða er einn með öðrum fag- stéttum. Skiptar skoðanir voru um hvort umhverfið væri heillavænlegra. Hulduhópur. Markhópur þroskaþjálfa er stétt fólks sem minna má sín í þjóðfélaginu. Afrakstur af starfi þroska- þjálfa birtist ekki í beinum tekjum fyrir þjóðfélagið. Vera má að þetta tengist þeim tíma þegar þroskaþjálfar störfuðu inni á lokuðum stofnunum og voru ekki sýnilegir í þjóðfé- laginu frekar en skjólstæðingar þeirra. Vinnustaðurinn. Starfsumhverfi þroskaþjálfa og þau viðhorf sem ríkjandi eru á vinnustaðnum geta skipt sköp- um fyrir þróun fagvitundar. Hvort störf þeirra eru viður- kennd, þeir metnir vegna þekkingar sinnar eða hvort þeir fái hvatningu og umbun til að þróa sig áfram í starfi og tækifæri til að bæta við sig þekkingu. Faglegar umræður. Flestum viðmælenda okkar fannst skorta á faglegar umræður á meðal þroskaþjálfa og miðlun- ar þekkingar. Töldu þeir ástæðuna vera tímaleysi og mann- eklu. Að olckar mati er fagleg umræða mikilvæg fyrir stétt- ina til að samhæfa vinnuna, fá gagnrýni bæði uppbyggilega og á það sem betur má fara og að fá hugmyndir um ólíkar leiðir og aðferðir. Kvennastétt. Eitt af því sem einkennir stéttina er að hún er kvennastétt. Ábyrgð heimilanna hvíiir gjarnan á herð- um kvenna og hafa þær því minna svigrúm til að taka þátt í störfum á vegum ÞI. Stór hluti af störfum þroskaþjálfa falla undir hefðbundin kvennastörf svo sem uppeldi og umönnun. I gegnum tíðina hafa þessi störf ekki verið met- in að verðleikum og eru að mestu ósýnileg öðrum. Marg- ir hafa einhverjar skoðanir á því hvernig eigi að sinna þess- um störfum og efast jafnvel um að fagþekkingu þurfi til að sinna þeim. Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé á- stæðan fyrir því að þroskaþjálfar hafa lagt ríkari áherslu á þjálfunarþáttinn heldur en uppeldi og umönnun og telji hann vera merkilegri þátt í starfi sínu. Fórnarhugsun. Þroskaþjálfar hafa oft unnið við bág- bornar aðstæður svo sem undirmönnun og takmarkað fjár- magn. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að láta hlutina ganga upp án þess að skerða þjónustuna þó gæðin verði ó- hjákvæmilega minni. Einnig kom fram að þegar auglýst er eftir þroskaþjálfum til starfa er í einstaka tilfellum reynt að höfða til fórnarlundar þeirra t.d. þegar auglýst er eftir þroskaþjálfum eða öðru „góðu fólki“. Hvernig hefur fagvitund þróast í gegnum tíóina? Þróun hugmyndafræði fatlaðra og saga stéttarinnar hefur haft áhrif á hvernig fagvitund þroskaþjálfa hefur mótast. I viðtölunum kom fram að Kópavogshæli hefur haft mót- andi áhrif á þá þroskaþjálfa sem þar störfuðu. Þeir voru saman í skólanum, unnu saman á námstímanum og héldu því áfram eftir útskrift. Þegar blöndunarstefnan fór að breiðast út, fylgdu þroskaþjálfar fötluðum af stofnununum og fóru út af sín- um starfsvettvangi inn á starfsvettvang þar sem aðrar fag- 27

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.