Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 3

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 119 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Oddur Ingimarsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1850 Áskrift 23.400,- m. vsk. Lausasala 2340,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL „Ég fann aldrei á íslenskum læknum að þeir væru skelkaðir eða hræddir. Mun fremur að heilbrigðisstarfsfólk væri spennt að takast á við nýjan sjúkdóm,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, einn þeirra þriggja sem standa að sjónvarpsþáttunum Stormi, um fyrstu viðbrögðin við COVID-faraldrinum ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Stormur í lífi lækna „Allir voru að bíða eftir frekari upplýsingum og það streymdu inn nýjar á hverjum degi. Ég sat á kaffistofu á gjörgæslunni. Talað var um fræðigreinar: Varstu búinn að sjá þessa sem birtist í gær? Vitneskja um veiruna var að þró- ast. Nýjar og nýjar upplýsingar komu fram og þá gátu læknar brugðist við á nýjan hátt,“ lýsir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Alls 375 tökudagar voru fyrir heimilda- þættina Storm sem sýndir eru á sunnudags- kvöldum á RÚV. Þættirnir veita einstaka sýn á störf heilbrigðisstarfsfólks þegar heimsfaraldur skellur á. Jóhannes er oftar en ekki á hælum Þríeykisins svokallaða. „Kvöldin hjá Þórólfi fóru í að lesa skýrslur. Sara konan hans lýsir þessu vel í þáttunum,“ segir hann en einnig hversu einstakt það var að vera fyrir vestan í 6 vikur þegar veiran stakk sér þar niður á hjúkrunarheimilinu Bjargi í Bol- ungarvík. Þá elti hann Súsönnu Ástvaldsdóttur umdæmislækni sóttvarna sem skugginn og lýsir hann því hvernig senda þurfti mjög veika COVID-sjúka suður. „Ég fann að henni fannst það erfitt. Hún þekkti sjúklingana og söguna, en það voru ekki aðstæður til að sinna þeim fyrir vestan.“ Hann segir hana mikinn nagla. Henni hafi verið hælt fyrir atvik sem gengu vel. „Hún svaraði: Vitiði, að í endurlífgun sem gengur vel þurfum við samt að fara yfir hvað við hefðum getað gert betur. Það lýsti þanka- gangi hennar.“ Öll hafi gert sitt allra besta. Jóhannes segir þættina sýna hvernig hand- tökin eru í takti við þekkinguna hverju sinni. Horfa verði á tímann með réttum augum. „Fólk er svo fljótt að gleyma í hvaða andrúmslofti við vorum hérna í mars og apríl 2020.“ Hann segist margoft hafa verið spurður hvernig hann þyrði að vera á spítalanum á Ísafirði en þar gisti hann um tíma á þriðju hæð- inni. „Heilbrigðisstarfsfólk var ekki að spá í þetta. Það passaði sig og var með grímu,“ segir hann. „Ég fann ekki fyrir ótta en ef maður fann fyrir einhverjum ótta var það tengt því að við- komandi ætti veika foreldra eða ættingja — en það óttaðist ekki um sjálft sig.“ Veiran náði svo Jóhannesi sumarið 2022. „Það var ótrúlegt að hafa sloppið allan þennan tíma. Ég var mikið í kringum veikt fólk og inni á stöðum þar sem var smithætta. Ég passaði mig mjög vel því ef ég hefði smitast hefði ég dottið út úr tökum. Það gat ég ekki hugsað mér.“ Jóhannes vann heimildaþættina átta með Sævari Guðmundssyni og Heimi Bjarnasyni. Nóg er til af myndefni. „Við erum að skjóta á að þetta sé 1% af efninu.“ Stoltur? „Veistu, já ég er stoltur,“ segir hann. „Stoltur af traustinu sem við nutum allir í þessu. Líka að sjá afraksturinn, nú þegar af- urðin er tilbúin, því maður sér hvað þetta er mikilvæg heimild til framtíðar.“ Jóhannes Kr. og Sævar Guðmunds- son við tökur á Galtarvita. Mynd/ Baldur Kristjánsson Líta verði til heilsu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvernig þessi vinna og álag í COVID faraldrinum fór með heilbrigðisstarfs- fólk,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaða- maður sem fylgdi starfsfólkinu eftir við gerð þáttanna Storms. „Ég þekki dæmi um það að læknar og hjúkrunarfræðingar hafi verið í 30% starfi eftir svona útkall. Það er rétt að komast í fullt starf. Þetta er kafli sem við þurfum að gera upp í framtíðinni,“ segir hann.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.