Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2023, Side 13

Læknablaðið - 01.03.2023, Side 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 129 R A N N S Ó K N við hverja greiningu. Vottuð viðmiðunarsýni voru greind með sýnunum. Tölfræði Dreifingu á styrk kvikasilfurs í hári var lýst með meðaltali og staðalfráviki. Til að auðvelda samanburð við aðrar rannsóknir var magn kvikasilfurs í hári einnig gefinn upp sem margfeldis- meðaltal..( ). Notað var T-próf og F-próf til að meta hvort marktækur munur væri á styrk kvikasilfurs á milli tveggja eða fleiri hópa. Til að meta réttmæti notkunar þessara stikuðu prófa voru áhrif hugsanlegra einfara einnig metin með því að nota óstikuð próf (Mann-Whitney- og Kruskal-Wallis-próf) sem gáfu í öllum tilvikum sömu niðurstöðu. Markmið tölfræðigreininganna var í fyrsta lagi að skoða hvaða bakgrunnur þátttakenda, sér í lagi fiskneysla, hefðu for- spárgildi fyrir styrk kvikasilfurs í hári. Samhengi fiskneyslu við styrk kvikasilfurs í hári var sýnt myndrænt með kassaritum (box- plot).18 Einnig var samband annarra þátta við styrk kvikasilfurs í hári skoðað, svo sem kvikasilfursfyllinga í tönnum, húðflúra og reykinga, sem hefur allt verið tengt við magn kvikasilfurs í líf- sýnum í öðrum rannsóknum.19 Áhrif íhlutunar voru skoðuð með tilliti til breytinga í styrk kvikasilfurs í hári frá upphafi til loka meðgöngu. Styrkur kvikasilfurs í hári þátttakenda var einnig borinn saman við heilsuverndarmörk sem EFSA og US-EPA hafa lagt fram. Þau heilsuverndarmörk nefnast í tilviki EFSA „tolerable weekly intake (TWI)“ sem miðast við að neysla kvikasilfurs fari ekki yfir 1,3 µg/kg líkamsþyngdar á viku. Í tilviki US-EPA eru þessi mörk kölluð „reference dose (RfD)“ sem miðast við að neysla kvikasilfurs fari ekki yfir 0,1 µg/kg líkamsþyngdar á dag (eða 0,7 µg/kg líkamsþyngdar á viku). Bæði mörk eru ákvörðuð út frá sömu rannsóknum á tengslum kvikasilfurs í hári eða blóði barnshafandi kvenna og taugaþroska barna2,9 og svara til styrks í hári upp á 1,8 μg/g í tilviki EFSA2 og 1,1 μg/g í tilviki US-EPA.9,10 Sá munur skýrist af því að þessar stofnanir meta misjafnlega óvissu í kringum þau mörk þar sem skaðleg áhrif sjást í rannsóknum.2,9 Niðurstöður Alls voru 120 konur á aldrinum 20-42 ára skráðar í rannsóknina frá 6. maí til 28. september 2021 og luku 106 konur við rannsókn- ina (88%) með því að gefa hársýni við lok meðgöngu. Allir þátt- takendur tilgreindu upplýsingar um aldur og meðgöngulengd á skráningarblaði en aðrar upplýsingar um þátttakendur við upp- haf rannsóknar fengust með spurningalista sem 101 þátttakandi svaraði (84%). Dreifing kvikasilfurmagns í hári þátttakenda er sýnd á mynd 1. Meðalstyrkur (staðalfrávik) kvikasilfurs í þeim 120 þátttakend- um sem gáfu hársýni við upphaf rannsóknar var 0,48 μg/g (0,33) og miðgildi (hæsta - lægsta gildi) var 0,41 μg/g (0,01-1,66). Marg- feldismeðaltal fyrir styrk kvikasilfurs í hári var 0,36 μg/g (95% öryggisbil 0,31, 0,42). Styrkur kvikasilfurs við upphaf rannsóknar var í öllum tilfellum undir heilsuverndarmörkum EFSA en hár- sýni 6 kvenna (5%) voru yfir heilsuverndarmörkum US-EPA. Bakgrunnur þátttakenda við upphaf rannsóknar og tengsl þeirra við styrk kvikasilfurs í hári eru sýnd í töflu I. Styrkur kvikasilfurs í hári hækkaði marktækt með aldri (p=0,03) en engin Mynd 1. Stuðlaritið sýnir dreifingu á styrk kvikasilfurs í hári þátttakenda (µg/g) við upphaf rannsóknar (n=120), miðað við þau kvikasilfursgildi í hári sem heilsuverndar- mörk EFSA og US-EPA byggja á. Tafla I. Bakgrunnur þátttakenda við upphaf rannsóknar (n=101-120)1 og tengsl þeirra við styrk kvikasilfurs í hári. Meðaltal (SF) eða fjöldi (%) Hg í hári (μg/g) P gildi Aldur (ár) (SF) 29,8 (5,2) 0,43 (0,32) 20-25 22 (26) 0,39 (0,31) 0,032 26-30 37 (45) 0,43 (0,32) >30 41 (49) 0,57 (0,34) Menntun Lokið grunn- og/eða framhaldsskóla 27 (22) 0,42 (0,31) 0,272 Iðn- eða tækniskólapróf 9 (8) 0,53 (0,33) Háskólanám 63 (53) 0,53 (0,36) Ekki svarað 21 (17) 0,39 (0,24) Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 26,4 (5,1) <25 46 (46) 0,51 (0,33) 0,823 ≥25 55 (54) 0,49 (0,37) Meðgöngulengd við skráningu (vika) 13,3 (4,1) Fjöldi fyrri meðgangna 0 46 (46) 0,46 (0,34) 0,413 1+ 55 (54) 0,51 (0,33) Reykti fyrir meðgöngu Já 3 (3) 0,50 (0,35) 0,473 Nei 98 (97) 0,35 (0,11) Húðflúr Já 52 (51) 0,50 (0,37) 0,903 Nei 49 (49) 0,49 (0,32) Kvikasilfursfyllingar í tönnum Já 28 (23) 0,60 (0,36) 0,102 Nei 71 (70) 0,48 (0,35) Veit ekki 7 (7) 0,29 (0,20) Litað hár Já 60 (59) 0,47 (0,34) 0,663 Nei 41 (41) 0,50 (0,36) 1n=120 fyrir aldur og meðgöngulengd því þær upplýsingar voru gefnar upp við skráningu; n=101 fyrir aðrar breytur því það er sá fjöldi sem svaraði spurningalista við upphaf rannsóknar, 2F-próf, 3T-próf.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.