Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 14

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 14
130 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N tengsl fundust við önnur einkenni, svo sem líkamsþyngdarstuð- ul, menntun eða kvikasilfursfyllingar í tönnum. Tengsl fiskneyslu við styrk kvikasilfurs í hári við upphaf rannsóknar eru sýnd í töflu II. Meðalstyrkur kvikasilfurs þeirra kvenna sem borðuðu fisk ≤3 í mánuði var 0,25 μg/g en hækk- aði svo línulega upp í 0,80 μg/g hjá þeim konum sem borðuðu fisk 3-4 sinnum í viku (mynd 2). Þegar skoðaðar voru algengar fisktegundir sem eru hærra í fæðukeðjunni, það er lúða, stein- bítur, skötuselur og túnfiskur, sáust einnig tengsl (mynd 3). Þó þau tengsl séu veikari verður að hafa í huga að neysla þessara tegunda var mun lægri miðað við tíðni heildarfiskneyslu. Þær fáu konur (3%) sem sögðust hafa borðað hákarl sjaldnar en mánaðar- lega (sem var lægsti valmöguleiki fyrir utan „aldrei“) voru með mun hærri meðalstyrk kvikasilfurs í hári (1,15 μg/g) miðað við þær sem höfðu ekki borðað hákarl (0,48 μg/g). Gildi þeirra sem höfðu borðað hákarl lágu á bilinu 0,84 til 1,32 µg/g. Engin fylgni var á milli neyslu túnfisks í dós og styrks kvikasilfurs í hári. Ekki var munur á einkennum þátttakenda sem lentu í íhlutun- arhóp og viðmiðunarhóp við upphaf rannsóknar (tafla III) og íhlutunin hafði ekki áhrif á styrk kvikasilfurs við lok rannsóknar. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar á barnshafandi konum af höf- uðborgarsvæðinu árið 2021 sýna að styrkur kvikasilfurs í hári er undir þeim mörkum sem Matvælaöryggistofnun Evrópu (EFSA) hefur sett sem heilsuverndarmörk fyrir neyslu úr matvælum.2 Samanburður við sambærileg mörk Umhverfistofnunar Banda- ríkjanna (US-EPA),9 leiddi í ljós að 5% þátttakenda voru yfir mörk- um við fyrstu hársýnatöku. Skýr tengsl voru á milli fiskneyslu og styrks kvikasilfurs í hári. Ekki mældist marktækur munur á styrk kvikasilfurs í hári við upphaf og lok íhlutunar. Heilsuverndarmörk EFSA2 upp á 1,3 µg/kg líkamsþyngdar á viku kallast tolerable weekly intake (TWI) og mörk US-EPA9,10 upp á 0,1 µg/kg líkamsþyngdar á dag (eða 0,7 µg/kg á viku) kallast refer- ence dose. Bæði mörk miðast við neyslu kvikasilfurs úr matvælum og eru skilgreind þannig að neysla undir þessum mörkum hafi hverfandi áhættu í för með sér (það er without an appreciable risk). Þessi mörk eru ákvörðuð út frá rannsóknum á styrk kvikasilfurs í hári sem réttlætir okkar samanburð. Í tilviki EFSA2 voru notað- ar tvær rannsóknir frá Færeyjum5 og Seychelles-eyjum8 þar sem merki um skaðleg áhrif kvikasilfurs á fósturþroska sáust fyrst við styrk í hári við 11,0 µg/g annars vegar og 12,0 µg/g hins vegar. Meðaltalið (11,5 µg/g) var notað til að ákvarða heilsuverndarmörk en til að taka tillit til óvissu vegna breytileika í frásogi og við að bakreikna inntöku frá hárgildum var deilt með óvissuþætti upp á 6,4. Það kvikasilfurgildi í hári sem EFSA leggur til grundvallar er því 1,8 µg/g. Sama aðferðafræði var notuð af US-EPA9,10 og notuð gildi í hári upp á 11,0 µg/g, sem var leitt út frá sömu rannsókn5 og EFSA notaði. US-EPA notaði hins vegar óvissuþátt upp á 10 og þeirra mörk miðast því við styrk í hári upp á 1,1 µg/g. Mikilvægt er að hafa ofangreinda umfjöllun í huga við túlkun niðurstaðnanna. Styrkur kvikasilfurs í hári þátttakenda var inn- an ráðlagðra heilsuverndarmarka EFSA2 og er því hægt að álykta að hætta á skaðlegum áhrifum kvikasilfurs meðal þeirra sé sára- lítil. Sé miðað við mörk US-EPA9,10 fæst svipuð niðurstaða ef horft er til þess að mörk þeirra eru ákvörðuð út frá þeim forsendum Tafla II. Tengsl fiskneyslu við magn kvikasilfurs í hári við upphaf rannsóknar (n=101). Fjöldi (%) Hg í hári (μg/g) Meðaltal (SF) P gildi Fiskur, allar tegundir ≤ 3 sinnum í mánuði 24 (24) 0,25 (0,19) <0,0011 1 sinni í viku 42 (41) 0,45 (0,24) 2 sinnum í viku 19 (19) 0,65 (0,41) 3-4 sinnum í viku 16 (16) 0,80 (0,39) Lúða, steinbítur/hlýri, skötuselur eða túnfiskur (steik) Aldrei 56 (55) 0,38 (0,26) 0,00081 <1 mánuði 36 (36) 0,60 (0,33) ≥1 mánuði3 9 (9) 0,72 (0,57) Túnfiskur í dós Aldrei 48 (47) 0,46 (0,34) 0,621 Minna en vikulega 44 (44) 0,51 (0,35) Vikulega eða oftar 9 (9) 0,58 (0,37) Hákarl Nei 98 (97) 0,48 (0.33) <0,0012 Já4 3 (3) 1,15 (0,27) 1F-próf, 2T-próf, 3samanlögð neysla þessara tegunda var undir einni máltíð á viku hjá öllum þátttakendum. 4Styrkur kvikasilfurs í hári þeirra sem sögðust borða hákarl var á bilinu 0,84 til 1,32 μg/g og uppgefin tíðni neyslu hákarls var „sjaldnar en einu sinni í mánuði“ sem var lægsta tíðni sem hægt var að tilgreina (fyrir utan „aldrei“). Mynd 2. Tengsl heildarfiskneyslu (allar tegundir) við styrk kvikasilfurs í hári þátttak- enda við upphaf rannsóknar (n=101). Svarta línan innan hvers kassa sýnir miðgildið. Efri og neðri mörk kassanna svara til 25. og 75. hlutfallsmark. Línurnar út frá kössun- um eða punktarnir sýna hæsta og lægsta gildi. Mynd 3. Tengsl neyslu á lúðu, steinbít/hlýra, skötusel eða túnfisk (steik) við styrk kvikasilfurs í hári þátttakenda við upphaf rannsóknar (n=101). Svarta línan innan hvers kassa sýnir miðgildið. Efri og neðri mörk kassana svara til 25. og 75. hlutfalls- marks og línurnar út frá kössunum sýna hæsta og lægsta gildi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.