Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2023, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.03.2023, Qupperneq 20
136 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N nefnarar til stöðlunar. Til samanburðar var prófað að hafa mið- punkt tímabils sem samfellda breytu. Niðurstöður voru svipaðar og því eru aðeins sýndar þær niðurstöður þar sem tímabil var flokkabreyta. Tíðni og hættuhlutfall (voru reiknuð með öryggisbilum /100.000 fæðingar fyrir síðasta 10-ára tímabilið 2006-2015 miðað við fyrsta tímabilið 1976-1985 og 100.000 fæðingar. Hættuhlut- fall var einnig metið og leitnipróf gerð á sama hátt með viðmiði í fjölda kvenna á frjósemisaldri á sömu tímabilum samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands (miðað við 1. desember hvers árs til 1997, en 1. júlí eftir það). Tölfræðiúrvinnsla var gerð í forritinu R, útgáfu 4.2.1. Rannsóknin hafði leyfi vísindasiðanefndar (VSNb 20101 20002/ 03.7 og VSNb2017050017/03.03) og Persónuverndar, auk heimilda frá Embætti landlæknis og forsvarsmanna sjúkra stofnana þang- að sem leitað var eftir upplýsingum. Niðurstöður Alls létust 1600 konur á frjósemisaldri, 15-49 ára, á árunum 1976- 2015. Af þeim dóu samtals 48 konur í tengslum við meðgöngu og allt að 365 dögum frá lokum þungunar, en einungis 26 af þeim töldust bein eða óbeint tengd mæðradauðatilvik. Ekki var vitað um dauðsföll kvenna innan 15 ára aldurs eða eftir fimmtugt í tengslum við þungun, þó gögn um það hafi ekki verið fengin sér- staklega (munnlegar heimildir). Fæðingar voru samtals 172.369 á öllu rannsóknartímabilinu (upplýsingar frá íslensku fæðinga- skráningunni). Þetta svarar í heildina (48 dauðsföll) til 27,8 dauðs- falla á 100.000 fæðingar á 40 ára tímabilinu, en síðustu 10 árin var hlutfallið aðeins 6,7/100.000 fæðingar. Samkvæmt þrengri skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (bein/óbein tilvik ≤42 dagar = maternal mortality ratio, MMR) varð mæðradauði í 14 tilvikum. Mæðradauðahlut- fallið fyrir allt tímabilið var því 8,1/100.000. Tíðnin lækkaði úr 16,7 (95% CI 7,9-34,9) í 2,2 (95% CI 0,3-15,8) fyrir hverjar 100.000 Mynd 1. Tíðni mæðradauða í þungun og ≤42 dögum eftir lok þungunar fyrir 5 og 10 ára tímabil (mynd A og B) og ≤365 dögum eftir lok þungunar fyrir 5 og 10 ára tímabil (mynd C og D) með einni staðalskekkju miðað við 100.000 fæðingar og bak- grunnstölum um heildartölur mæðradauða, fjölda fæðinga og kvenna á frjósemisaldri (15-49 ára) árin 1976-2015. Mynd 2. Mæðradauði á Íslandi 1976-2015 (fjöldi tilvika) samkvæmt skiptingu í bein- tengd, óbeint tengd og ótengd dauðsföll til og með 365 dögum frá lokum þungunar, á 5-ára tímabilum. Ár Öll dauðsföll Dauðsföll ≤42 dagar Fjöldi fæðinga Konur 15-49 ára 1976-80 7 6 21.202 53.964 1981-85 3 1 20.834 58.402 1986-90 3 3 21.873 63.168 1991-95 3 1 2226 67.425 1996-00 4 1 20.849 70.151 2001-05 2 1 20.527 72.824 2006-10 1 0 23.398 77.030 2011-15 3 1 21.425 77.328 Alls 26 14 172.369 540.292

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.