Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 21

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 137 R A N N S Ó K N fæðingar frá fyrsta til síðasta 10-ára tímabilsins, eða um 87%, með víðum öryggismörkum fyrir svo lágar tölur (p=0,06). Breyting á mæðradauða vegna dauðsfalla ≤42 dagar sýndi marktæka línu- lega leitni til lækkunar (p=0,045). Lækkun milli fyrsta og síðasta 10 ára tímabils á mæðradauða innan 365 daga var fyrir hverjar 100.000 fæðingar frá 23,8 (95% CI 12,8-44,2) í 8,9 (95% CI 3,4 -23,8) eða um 63%, en ekki tölfræðilega marktæk (p=0,10). Línuleg leitni var til lækkunar, en náði ekki marktækni (p=0,10). Á mynd 1 er meðaltíðni mæðradauða sýnd með einni staðal- skekkju (til að gera myndina skýrari); í fyrri dálki fyrir dauðsföll í þungun og ≤42 dögum í 5-ára (A) og 10-ára tímabilum (B) og í seinni dálki fyrir dauðsföll í þungun og ≤365 dögum í 5-ára (C) og 10-ára tímabilum (D). Yfirlit um fjölda tilvika á 5-ára tímabil- um með bakgrunni í fjölda fæðinga og 15-49 ára kvenna er einnig þar. Þegar aukning í fjölda kvenna á barneignaaldri var viðmiðunin (nefnarinn) var munurinn greinilegri og náði mark- tækni bæði innan 42ja og 365 daga frá lokum þungunar. Á mynd 2 er heildarfjöldi dauðsfalla í 5-ára tímabilum sýndur eftir flokkun í beintengd, óbeint tengd og ótengd dauðsföll. Fjórtán dauðsföll urðu í þungun eða á fyrstu 6 vikunum eft- ir hana (snemmkominn mæðradauði). Þar af voru beintengd dauðsföll þrjú af alls 6 (tafla I). Í beintengdu tilvikunum urðu tvö vegna alvarlegrar meðgöngueitrunar þar sem dauði var afleiðing heilablæðingar af völdum háþrýstings í báðum tilvikum. Mikið lungnasegablóðrek olli dauða hjá tveim konum og hjá tveimur konum fundust fylgjuvefskrabbamein nokkrum mánuðum eftir fæðinguna sem leiddu til síðkomins dauðsfalls. Á tveimur 5 ára tímabilum, 1976-1980 og 2006-2010, varð ekki beintengt dauðs- Tafla II. Óbeint tengd mæðradauðatilvik á Íslandi 1976-2015. Aldur konu Lok þungunar Dagar frá lokum þungunar við dauða Frum- eða fjölbyrja Dánarorsök Flokkun 17 Fæðing* 18 Frumb. Heilablóðfall Snemmkomið 19 Fæðing 337 Frumb. Heilaæxli Síðkomið 22 Fæðing 5 Frumb. Frumkominn lungnaháþrýstingur Snemmkomið 22 Fæðing 64 Frumb. Blóðsýking og eitrunarlost Síðkomið 23 Fæðing 3 Frumb. Heilablæðing Snemmkomið 23 Fæðing 1 Fjölb. Hjartavöðvasjúkdómur (cardiomyopathy) Snemmkomið 25 Fæðing 0 Frumb. Insúlínháð sykursýki Snemmkomið 25 Fæðing 234 Fjölb. Sjálfsvíg Síðkomið 26 Snemmþungun 260 Frumb. Sjálfsvíg Síðkomið 28 Snemmþungun 47 Fjölb. Sjálfsvíg Síðkomið 28 Snemmþungun 240 Frumb. Lyfjaeitrun Síðkomið 30 Snemmþungun 0 Fjölb. Berklar Snemmkomið 31 Snemmþungun 0 Fjölb. Áfengiseitrun Snemmkomið 32 Snemmþungun 21 Fjölb. Hvítblæði Snemmkomið 34 Fæðing 94 Fjölb. Hjarta- og lungabólga Síðkomið 35 Fæðing 20 Fjölb. Brjóstakrabbamein Snemmkomið 35 Fæðing 342 Fjölb. Sjálfsvíg Síðkomið 36 Snemmþungun 18 Frumb. Heilablóðfall Snemmkomið 36 Snemmþungun 325 Fjölb. Sjálfsvíg Síðkomið 38 Fæðing 0 Frumb. Líkamsárás Snemmkomið Heildarfjöldi 20 *Sjá skilgreiningar í töflu I. Tafla I. Beintengd mæðradauðatilvik á Íslandi 1976-2015. Aldur konu Lok þungunar Dagar frá lokum þungunar við dauða Frum- eða fjölbyrja Dánarorsök Flokkun 23 Fæðing* 103 Fjölb. Lungnablóðrek Síðkomið** 27 Fæðing 14 Frumb. Meðgöngueitrun Snemmkomið*** 35 Fæðing 312 Fjölb. Fylgjuvefskrabbamein Síðkomið 35 Fæðing 391# Fjölb. Fylgjuvefskrabbamein Síðkomið 36 Fæðing 1 Fjölb. Lungnablóðrek Snemmkomið 47 Fæðing 0 Frumb. Meðgöngueitrun (heilablæðing) Snemmkomið Heildarfjöldi 6 *Með fæðingu er átt við burð ≥22vikur. **Dauðsfall í þungun eða ≤42 daga frá lokum þungunar. ***Dauðsfall 43-365 dögum frá lokum þungunar. #Konan lést vegna þungunarsjúkdóms, meðtalin vegna þess, en lifði >1 ár frá fæðingu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.