Læknablaðið - 01.03.2023, Qupperneq 22
138 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
R A N N S Ó K N
fall. Síðasta dauðsfall vegna meðgönguháþrýstings og fæðingar-
krampa var árið 2001. Síðustu 10 ár rannsóknartímans lést aðeins
ein kona í þungun eða ≤42ja daga frá lokum þungunar. Engin
kona lést á þessum 40 árum vegna asablæðinga eða utanlegs-
þykktar, né heldur vegna atburða sem tengdust svæfingu eða
deyfingu.
Óbeint tengd dauðsföll voru 20 og urðu flest vegna undirliggj-
andi sjúkdóma (tafla II). Meðal kvenna sem dóu snemmkomið
var um að ræða krabbamein, heilablæðingar, hjartasjúkdóm, fyr-
irverandi insúlínháða sykursýki og heilaskemmd eftir sykurfall,
frumkominn alvarlegan lungnaháþrýsting og tilvik alvarlegs
sjúkleika snemma á öðrum þriðjungi meðgöngu sem reyndist
vera dreifð berklasýking. Eitt dauðsfall varð vegna undirliggj-
andi alvarlegs þunglyndis sem endaði með líklegu sjálfsvígi.
Síðkomnari dauðsföll urðu meðal annars eftir lykkjuuppsetn-
ingu sem leiddi til sýkingar og sýklaeitrunarlosts (toxic shock
syndrome), og morðs seint á öðrum þriðjungi meðgöngu. Meðal
óbeint tengdu dauðsfallanna eru sjálfsvíg talin í þessum flokki til
samræmis við breska flokkun síðastliðin 7 ár,10 þó þau séu ekki
reiknuð inn í mæðradauðahlutfallið MMR hér ofar ef þau voru
síðkomin.
Ótengd dauðsföll voru 22. Í þessum flokki voru bílslys algeng,
einkum á fyrri árunum, og tvær konur létust í flugslysum. Aðrar
slysfarir sem leiddu til dauða voru eldsvoðar, ofkæling og fall.
Í töflu III er yfirlit yfir þessi tilvik og getið undirliggjandi sjúk-
dóma sem leiddu til dauða innan árs frá þungun í nokkrum til-
vikum, en voru ekki taldir hafa versnað vegna þungunarinnar.
Sjálfsvígum fjölgaði ekki á tímabilinu.
Umræður
Á Íslandi var mæðradauði algengur í fátæku samfélagi fyrri
alda af gamalþekktum ástæðum, það er að segja asablæðingum,
fæðingarkrömpum og barnsfarasótt.4,9,16 Veruleg fækkun varð
loks eftir miðja 19. öld, eins og greint var frá í yfirlitsgrein um
mæðradauða á Íslandi 1911-19753 og yfirlitsriti þeirra Gunnlaugs
Snædal, Gunnars Biering og Helga Sigvaldasonar um fæðingar
á Íslandi.4,9 Mæðradauði árin 1911-1915 var um 390/100.000 en
hafði lækkað í um 110/100.000 árin 1946-1950, mest vegna til-
komu sýklalyfja og blóðgjafa. Eftir 1970 var talan komin niður í
20/100.000.3 Tíðnin lækkaði þannig nálægt 50-falt á einni öld fram
í lokatíma þessarar rannsóknar. Þó voru fyrri tíma tölur, svo sem
í rannsókninni frá 1911-75, ekki nákvæmar, þar sem einungis var
stuðst við tölur frá Hagstofu Íslands og að mestu aðeins tekin
með dauðsföll sem urðu í langt genginni meðgöngu, í fæðingu
eða fljótlega eftir hana. Takmarkaðar upplýsingar voru til um
fyrstu 42 dagana eftir fæðingu og engar fram að 365 dögum
líkt og í þessari rannsókn. Dauðsföll eftir snemmþunganir eða
fylgjuvefskrabbamein voru líklega vantalin. Því byggjast eldri
tölur á lágmarkstölum, þó ekki væri þetta öðruvísi en víðast hvar
erlendis.
Sú breyting sem varð á okkar rannsóknartíma með mark-
tækri lækkun mæðradauða frá fyrsta fimm ára tímabilinu til
Tafla III. Dauðsföll þungaðra kvenna eða innan 365 daga frá þungun 1976-2015 af annarri
og ótengdri megin dánarorsök.
Aldur konu Lok þungunar
Dagar frá lokum
þungunar við dauða
Frum- eða fjölbyrja Dánarorsök Flokkun
16 Fæðing* 273 Frumb. Astmi Síðkomið
17 Snemmþungun** 207 Frumb. Slys Síðkomið
18 Fæðing 265 Frumb. Slys Síðkomið
20 Fæðing 266 Fjölb. Slys Síðkomið
20 Snemmþungun 274 Frumb Slys Síðkomið
21 Snemmþungun 317 Frumb. Slys Síðkomið
22 Fæðing 315 Frumb. Slys Síðkomið
27 Fæðing 211 Fjölb. Slys Síðkomið
27 Fæðing 354 Fjölb. Slys Síðkomið
29 Fæðing 0 Fjölb. Slys Snemmkomið
30 Fæðing 275 Fjölb. Krabbamein Síðkomið
30 Snemmþungun 212 Fjölb. Slys Síðkomið
31 Fæðing 205 Fjölb. Krabbamein Síðkomið
32 Fæðing 0 Fjölb. Slys Snemmkomið
32 Fæðing 291 Fjölb. Slys Síðkomið
32 Fæðing 174 Fjölb. Taugasjúkdómur Síðkomið
33 Fæðing 261 Fjölb. Flogaveiki Síðkomið
37 Fæðing 301 Fjölb. Krabbamein Síðkomið
38 Fæðing 254 Fjölb. Slys Síðkomið
40 Snemmþungun 238 Fjölb. Slys Síðkomið
40 Fæðing 359 Fjölb. Slys Síðkomið
44 Fæðing 191 Fjölb. Krabbamein Síðkomið
Heildarfjöldi 22
*Sjá skilgreiningar í töflu 1.