Læknablaðið - 01.03.2023, Page 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 149
Það er ljóst að almenningur allur gerir
ríkulegar kröfur til þekkingar og fag-
mennsku lækna. Læknar eru viðstaddir
erfiðustu stundir okkar flestra og á slík-
um stundum þurfum við að leggja allt
okkar traust á að læknirinn veiti raun-
verulegt öryggi og sé starfi sínu vaxinn.
Að læknirinn verði til staðar og taki rétt-
ar ákvarðanir.
Læknar eru meðvitaðir um þessa
stöðu sína og þá ábyrgð sem henni fylgir.
Þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til
að vera örugg höfn í ölduróti heilsubrests
og slysa, allan sólarhringinn, alla daga,
allan ársins hring. Í störfum lækna er
ávallt mikið í húfi og læknar taka dag-
lega fjölda ákvarðana sem varða líf okkar
og limi.
En fleira hangir á spýtunni því
ákvarðanir lækna varðandi úrræði, rann-
sóknir, lyfjagjöf og inngrip hlaupa einnig
á gríðarlegum fjármunum. Á hverjum
einasta degi, allan ársins hring. Samfé-
lagslegt mikilvægi þess að hæft fólk, með
ríkulega samkennd og heilbrigða dóm-
greind, veljist til læknisstarfa er því deg-
inum ljósara. Til að tryggja að læknirinn
sem er við hlið okkar á okkar erfiðustu
stundum sé hæfur og traustsins verður
þurfa kjör lækna að vera samkeppnishæf.
Bæði innan íslensks samfélags, en einnig
í samanburði við önnur vestræn ríki, því
læknar eru mjög eftirsóttur starfskraftur
alþjóðlega. Í dag ríkir skortur á læknum
um allan heim og þess skorts gætir svo
sannarlega einnig á Íslandi, en um og yfir
400 íslenskir læknar hafa kosið að starfa
áfram erlendis að loknu sérnámi.
Í COVID-19 faraldrinum kristallaðist
ofangreint eðli læknisstarfa á skýrari
hátt en oft áður og lyftu læknar, ásamt
öðrum heilbrigðisstéttum, grettistaki við
gríðarlega krefjandi aðstæður. Í upphafi
faraldursins var ekki vitað hversu mikla
áhættu læknar og aðrir heilbrigðisstarfs-
menn tóku með því að starfa meðal smit-
aðra einstaklinga, en fjölmargir læknar
létu lífið af völdum veirunnar bæði
austan hafs og vestan. Eins var ekki vitað
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin
skoðanir en ekki félagsins.
Steinunn Þórðardóttir
formaður Læknafélagsins
hvort taka þyrfti þungbærar ákvarðanir
ef ekki yrði hægt að veita öllum full-
komnustu heilbrigðisþjónustu vegna
fjölda smita, né hve lengi faraldurinn og
það gríðarlega álag sem honum fylgdi
myndi vara. Samt sem áður gengu lækn-
ar og annað heilbrigðisstarfsfólk í verk-
efnið og kláraði það með miklum sóma.
Nú, þegar það versta virðist um garð
gengið og aðstæður eru að færast í hvers-
dagslegra horf, blasir við mikil þreyta og
langtímaveikindi meðal þeirra sem báru
þyngstu byrðarnar. Á sama tíma lengj-
ast biðlistar stöðugt og kerfið ræður illa
við fjölmörg af grunnverkefnum sínum.
Samkvæmt könnun Læknafélags Íslands
meðal allra lækna í desember 2022 kom
fram að 54% þeirra hafa stundum eða oft
íhugað af alvöru að hætta í starfi á liðnu
ári vegna starfsumhverfis og/eða vinnu-
álags. Það mun taka tíma og margþættar
aðgerðir að þoka þessari stöðu í rétta
átt og eru úrbætur á kjörum lækna þar
veigamikill þáttur.
Laun allra hópa lækna hafa dregist
aftur úr launum ýmissa samanburðar-
stétta1 á árunum 2015 – 2022 (janúar
– september), þrátt fyrir heimsfaraldur
og síversnandi starfsumhverfi. Á því
tímabili hækkuðu meðal heildarlaun
allra stétta sem eru tiltækar í gögnum
fjármálaráðuneytis um 49,7% en heildar-
laun lækna um 34,1%.1 Eins eru greiddar
stundir lækna langflestar á mánuði
miðað við samanburðarstéttir,2 eða 222
stundir á mánuði árið 2021. Laun lækna
hafa því dregist aftur úr á sama tíma og
þeir skila gríðarlegu vinnuframlagi og
hafa ekki enn fengið að ræða við samn-
ingsaðila sinn, fjármála- og efnahagsráð-
herra um styttingu vinnuvikunnar, sem
flestar ef ekki allar aðrar heilbrigðisstéttir
hafa þegar fengið í gegn.
Staða almennra lækna er sérstakt
áhyggjuefni. Dagvinnulaun þeirra eru
lægri en meðaldagvinnulaun viðskipta-
fræðinga, lögfræðinga og verkfræðinga á
aldrinum 25-39 ára, þrátt fyrir að námið
sé lengra og ábyrgðin og álagið ótvíræð.
Meðalheildardagvinnulaun almennra
lækna fyrir fulla 40 tíma vinnuviku eru
um það bil 766.000 kr., en launin hækka
í takt við hækkandi starfsaldur.3-5 Ljóst
er að betur má ef duga skal þegar kemur
að kjörum þessa lykilhóps í íslensku heil-
brigðiskerfi.
Laun almennra lækna, sem og annarra
hópa lækna, verða að vera samkeppn-
ishæf til þess að hæft fólk fáist áfram til
að sinna læknisstörfum frekar en öðrum
störfum sem eins og staðan er nú krefjast
minna vinnuframlags á sama tíma og
þau gefa oft meira í aðra hönd. Tryggjum
íbúum landsins stöðuga, hágæða læknis-
þjónustu til framtíðar með leiðréttingu á
launakjörum lækna og viðurkenningu á
þeirra mikla og mikilvæga vinnuframlagi
öllum til heilla. Í neyðarástandi heimsfar-
aldurs sem og á eðlilegri tímum.
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGOFélag almennra lækna
Þórdís Þorkelsdóttir
Sólveig Bjarnadóttir
Félag íslenskra heimilislækna
Margrét Ólafía Tómasdóttir
Oddur Steinarsson
Félag sjúkrahúslækna
Theódór Skúli Sigurðsson
Magdalena Ásgeirsdóttir
Læknafélag Reykjavíkur
Ragnar Freyr Ingvarsson
Katrín Ragna Kemp
Steinunn Þórðardóttir formaður
Stjórn Læknafélags Íslands
Hver viltu að mæti þér á þínum
erfiðustu augnablikum?
Heimildir
1. Fjársýslan. Talnaefni, meðallaun eftir stéttarfélögum.
gogn.fjr.is/Report/EmbedReport/4e7d2e68-611d-44c0-
9ba0-7c084722c34c
2. Kennsla á háskólastigi, sérfræðistörf hjúkrunarfræðinga
og ljósmæðra, sérfræðistörf í viðskiptagreinum, dóm-
arastörf.
3. Verkfræðingafélags Íslands. Kjarakannanir, febrúarlaun
2022.
4. Launarannsókn VR, september 2022.
5. Fjármála og efnahagsráðuneytið. Launatölfræði.