Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 35

Læknablaðið - 01.03.2023, Page 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 151 þessa sjúklinga en um ⅔ þeirra séu kon- ur. Bergquist er margreyndur. Auk fyrrnefnds titils hefur hann einnig starf- að sem dósent í klínískum taugavísind- um við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið og Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Hann gerðist fræðimaður við háskólann í Upp- sölum árið 1999 og var skipaður prófessor í greinandi efnafræði og taugaefnafræði árið 2005. Hann stýrði Bergquist-hópnum þar. Frá árinu 2011 hefur hann verið að- júnkt í meinafræði við háskólann í Utah, Salt Lake City, Bandaríkjunum, og síðan 2015 prófessor í nákvæmnislæknisfræði við Binzhou-læknaháskólanum í Yantai, Kína. Hann heimsótti Akureyri í ferðinni til Íslands og hitti þar Friðbjörn Sigurðsson lækni. Bergquist segir heimildirnar um Akureyrarveikina, sem sé dæmi um ME/ CFS, mjög merkilegar enda eftirfylgdin eftir þessa veirusýkingu einstök. „Það 368 einstaklingar voru á árunum 2020-2022 greindir með þreytuheilkenni eftir veirusýkingu (Post viral fatigue syndrome) hér á landi. Alls voru þeir 574 á árunum 2005-2022. Þetta er sam- kvæmt tölum Embættis landlæknis. Alma D. Möller landlæknir sagði í pallborði eftir málþing um langvarandi einkenni sýkinga á Læknadögum að stökk hafi orðið í greiningunum síðustu árin. „Dropinn holar steininn,“ sagði landlæknir í pallborðinu þegar hún vísaði til þess að læknar viðurkenni í æ ríkara mæli vandann. Hún sagði mikilvægt að skoða hvernig rétt sé að bregðast við og ekki væri nokkur spurning að samþætta þyrfti nálgun við slíka þreytusjúkdóma. „Ég myndi vilja sjá heilsugæsluna byrja og síðan verður að vera hægt að leita til sérfræðinga,“ sagði hún og hugmyndir um sérstaka Akureyrarklíník ættu vel við vegna þessarar svoköll- uðu Akureyrarveiki, sem upp kom um miðja 20. öld, sjúkdóm sem nú sé vísað til sem ME/CFS. var algjörlega frábært að sjá svæðið, fara í skólann og inn í eitt herbergjanna þar sem nemendurnir lágu veikir á sínum tíma,“ segir hann og horfir þessi rétt tæpu 75 ár aftur. „Starfsmenn opnuðu vistarverurnar og við gátum heimsótt þær. Það var svo magnað að fá svo að hitta eftirlifanda frá þessum tíma hér í Hörpu,“ sagði Bergquist eftir fyrirlestur sinn. Hann vitnar í Læknablaðið frá því á sjötta ára- tugnum. „Fræðigreinin um veikina var mjög mikilvæg og þá var örugglega þrefað um hvort þetta væri í raun sjúkdómur, en Læknablaðið birti rannsóknina og hefur fylgt eftir rannsóknum byggðum á þess- um sjúkdómi,“ segir Bergquist. Gaman hefði verið að sjá sjúkdóminn halda Akureyrarnafninu: „En þetta er ekki einsdæmi fyrir Akureyri eða Ísland, svo það er líklega gott að ME hafi tekið yfir,“ segir hann. Jonas Bergquist hefur bæði rannsakað ME/CFS síþreytu- sjúkdóminn og rannsakar nú langtímaáhrif COVID-sýk- inga. Hér er hann í Hörpu á Læknadögum. Mynd/gag Margfalt fleiri greinast með þreytuheilkenni

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.