Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2023, Side 38

Læknablaðið - 01.03.2023, Side 38
154 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L Ágúst Birgisson lýtalæknir hefur sett upp skurðstofur og læknastofur við Efstaleiti og býður nú allt að 15 læknum aðstöðu þar. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um,“ segir hann ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Mig langaði að verða eigin herra“ „Ég vildi ekki fara af stað fyrr en öll leyfi væru í höfn,“ segir Ágúst Birgisson lýta- læknir sem festi sér húsnæði við Efstaleiti 27C og 25, beint á móti heilsugæslunni, í apríl í fyrra. Nú tæpu ári síðar standa tilbúnar tvær skurðstofur, 6 læknamót- tökur og snyrtistofa sem er þegar komin í rekstur. Ágúst hannaði aðstöðuna eftir eigin höfði með föður sínum, Birgi Val Ágústs- syni athafnamanni og byggingarverk- fræðingi, auk þess sem Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt hjá Teiknistofunni Archus stílfærði og útfærði. „Er ekki allt í lagi að ráða sér sjálfur síðustu 10 ár starfsævinnar?“ Ágúst lærði skurðlækningar í Darth- mouth í Bandaríkjunum og er með meistaragráðu þaðan í heilsuvísindum. Hann lærði bæklunarskurðlækningar í Noregi og svo lýtalækningar, sem hann hafði dreymt um frá barnsaldri. „Ég var 11 ára þegar ég ákvað að verða læknir. Tólf ára þegar ég ákvað að verða lýtalæknir,“ segir hann. Bæklunarlækn- ingarnar hafi einungis verið skref í átt að markmiðinu. „Ég man ekki hvað það var sem kom í hausinn á mér sem fékk mig til að vilja þetta. Líklega er ég svo þrjóskur að ég hef staðið við það allar götur síðan.“ Kom óvænt heim eftir nám Eftir námstímann í Noregi vann hann við fegrunaraðgerðir í ár í Svíþjóð. „Ég ílentist næstum því þar,“ segir hann og lýsir hvernig hann hafi verið hársbreidd frá því að kaupa helming stofunnar sem hann starfaði á, en upp komu veikindi í fjölskyldunni og hann kom því heim árið 2007. „Ég kom korter í kreppu.“ Heimkominn starfaði hann á spítala þar til hann opnaði Læknastofur Ak- ureyrar á Glerártorgi með fleirum og starfaði í Domus Medica. Við flutningana þaðan hafi hann litið í kringum sig, ætlað að setja upp starfsemi sína hjá Útlits- lækningu við Grensásveg, en húsnæðið ekki hentað þegar á reyndi. „Ég fann að nú var kominn tími á drauminn; að verða eigin herra.“ Ágúst vildi ekki fá lækna til liðs við sig fyrir en leyfin væru í höfn. „Ég hef gert þetta allt klárt og leita nú að leigj- endum. Fólki sem getur nýtt aðstöðuna,“ segir hann og að pláss sé fyrir allt að 15. „Hér geta læknar gert hluti sem ekki er hægt að gera á spítalanum,“ segir hann. Skurðstofurnar séu miðaðar við aðgerðir þar sem ekki þurfi að leggja sjúkling inn yfir nótt. „Við erum bundin af því hér,“ segir hann þegar Ragnar Jónsson, bæklungarskurðlæknir og lög- fræðingur, gengur inn í glænýja aðstöð- una. Hvaða hagsmuna á hann að gæta? „Engra,“ segir Ágúst. „Ég fékk Ragnar til að koma því hann er sá sem smíðaði fyrstu staðlana fyrir skurðstofur hér á landi á 10. áratugnum.“ Ágúst stendur upp og saman förum við þrjú túr um starfsmannaaðstöðuna, skurðstofurnar og biðstofuna. Skurðstofa eftir ströngum stöðlum „Kröfur við uppsetningu skurðstofa eru mjög miklar,“ segir Ragnar. Innanhúss- rafkerfi og lofthreinsun þurfi að fylgja ákveðnum stöðlum. „Krafist er sömu gæða hér og á sjúkrahúsi,“ bætir hann við. Og þótt mörgum þyki erfitt að fá iðnaðarmenn, segir Ágúst það einmitt hafa verið snúnara að fá leyfin. „Ég hef verið heppinn með iðnaðar- menn en ég gerði mér ekki grein fyrir hvað hið opinbera getur verið svifaseint,“ segir hann og rekur hvernig hann hafi brugðist við nýjum og nýjum kröfum byggingarfulltrúa, meðal annars þeirri kröfu að fá vask inn á skurðstofurnar. „En samkvæmt skurðstofustaðli má það ekki vegna hættu á bakteríum í niðurföllum,“ segir hann og Ragnar sam- sinnir því. Ágúst lýsir því að ein krafan hafi verið hjólastólalyfta í starfsmanna- aðstöðu ef þyrfti í framtíðinni. Þá sé ekki hægt að sækja um leyfi heilbrigðisfull- trúa fyrr en byggingarfulltrúi hafi gefið samþykki og hann ekki fengið leyfi land- læknis fyrr en heilbrigðiseftirlitið hafi gefið sitt. „Það er mikið mál að fá úttekt á skurðstofu.“ En hvernig leist Ragnari á þegar Ágúst sagði honum að hann ætlaði að ráðast í verkið einn? „Ég hélt ekki að þetta yrði svona stórt,“ segir hann og hristir haus- inn. „Ágúst er stórhuga.“ Saman störfuðu þeir á Læknastofum Akureyrar en Ágúst fer milli höfuðstaðar Norðurlands og borgarinnar og er þar 2-3 daga aðra hverja viku. „Flestir læknar í

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.