Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 155
þessu eru bæði á spítala og á stofu. Það
passar mjög vel saman,“ segir hann.
Ragnar leggur áherslu á hversu hag-
kvæmar einkareknar stofur séu. „Ég hef
skrifað um það í blöðin. Á einkarekinni
stofu nýtist tíminn betur: styttri boð-
leiðir, engin yfirbygging,“ segir hann
og tekur dæmi af liðspeglun á hné, sem
hann þekki frá tímanum þegar hann skar
sjálfur upp.
„Á spítalanum gat maður gert 4-5
aðgerðir á dag, ekki meira. Allt er svo
þungt í vöfum,“ segir hann. „En hjá
Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut gátum
við gert 10-14 smáaðgerðir á dag. Tekið
plötur og skrúfur, gert speglanir og aðrar
minniháttar aðgerðir.“ Ágúst segir þetta
einnig reynslu sína.
„Hér geri ég 15-20 smáaðgerðir á dag,
fyrir klukkan fjögur. Ég geri aðgerðalýs-
inguna sjálfur, skrifa reikninginn sjálfur
og rukka sjúklinginn sjálfur — með hjálp
einnar manneskju,“ segir hann. „Það er
engin yfirbygging.“
En hvað með þá skoðun margra lækna
að tími þeirra sé of dýrmætur í aukaverk,
eins og að prenta út og stimpla? „Mjög
góður punktur,“ segir Ágúst „Í Ameríku
ertu með PA, persónulegan aðstoðar-
mann, en laun þeirra hér eru svo há að
það borgar sig ekki,“ segir hann.
Ágúst Birgisson hefur látið draum sinn rætast og sett
upp glænýjar skurðstofur við Efstaleiti, Skurðstofur
Reykjavíkur. Hann nýtti reynslu sína og hannaði
skurðstofur og biðstofur eftir eigin höfði með föður sinn
sér við hlið, byggingarverkfræðinginn Birgi Val Ágústs-
son. Mynd/gag
„Ég er mjög fljótur að gera þetta sjálf-
ur.“ Hann stóli þó á aðstoðarmanneskju
sína sem hjálpi honum í aðgerðum og sjái
um tímapantanir. Hann beri ábyrgð á
henni og hún spari honum tíma. „Hún er
allt í öllu. Hún er aðstoðarmaður minn.“
Rétti tíminn til einkaframtaks
Ágúst er afar ánægður með að sjá draum-
inn rætast, en hvað kostar það? „Þetta
kostar alveg helling,“ segir hann og hlær.
Svarið loðið en hann gefur þó hugmynd
þegar hann lýsir því að tilbúin innflutt
skurðstofa með öllu kosti um 200 milljón-
ir króna.
„Bara loftræstingin er eins og mjög
góð íbúð í Reykjavík,“ segir hann og
Ragnar skýtur að: „Já, eins og Lamborg-
hini.“ En hvað áætlar Ágúst að það taki
langan tíma að greiða pakkann?
„Sko. Ég hugsa ekki svona. Þá myndi
ég aldrei fara af stað með neitt. Ég gerði
mér verðhugmynd í huganum en vildi
ekki setja hana á blað því þá myndi ég
ekki fara af stað. Allar fjárfestingar mínar
hingað til hafa gengið,“ segir hann ör-
uggur og viðurkennir að það liggi líkleg-
ast í blóðinu.
„Pabbi er byggingarverkfræðingur. Ég
hef farið með honum síðan ég var 5-7 ára
að mæla fyrir grunnum. Þá hefur hann
sett mig á mælingarstöngina. Svo er ég
svo forvitinn og hef spurt. Ég hef lesið á
teikningar síðan ég var barn,“ segir hann
og lýsir því hvernig hann hafi fylgst með
föður sínum með bræðrum hans byggja
ESSO-nestin, verkstæði og Bílaleigu Ak-
ureyrar.
„Ég var sendur með og hjálpaði og
vann með skóla. Ég hef gert upp húsin
mín og finnst mjög gaman að smíða
og brasa. Ég þekki þessa vinnu og hef
stundað hana sjálfur. Ég veit hvað tekur
langan tíma að sparsla og flísaleggja.
Þetta er verk sem ég hef gaman af og ég
hef verið í einkarekstri lengi, er alvanur
rekstri, vanur að vinna og vinn mikið.
Ég hef gaman af því,“ segir Ágúst en