Læknablaðið - 01.03.2023, Page 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 159
Með allt á hreinu
Einhver ráð núna til Ástríðar sem er ný-
hætt að vinna? „Nei, ég þarf þau ekki,“
segir hún. „Það er brjálað að gera. Pró-
gramm upp á hvern einasta dag. Crossfit
tvisvar í viku. Pilates einu sinni í viku og
sund þess á milli. Ég er búin að ná skrið-
sundinu aftur sem ég var búin að missa
niður. Þá golfið og golfhermir tvisvar í
viku. Svo eru það barnabörnin. Tvö hér
heima og tvö í Svíþjóð.“ „Jesús minn,“
segir Ingunn: „Þetta er allt of mikið pró-
gramm.“
Hjördís segir frábært að hafa það
rólegt. Nýkomin af skíðum og á leið í
mánuð á Tenerife. „Mér finnst ég stund-
um ekkert vera að gera. Fæ mér kaffi, les
blað og snýst í kringum sjálfa mig.“ Hún
stefni á að læra spænsku og fara í frekara
frönskunám.
„Maður þarf að finna sér rútínu og ég
er dugleg að fara í ræktina. Það er bara
svo frábær tilfinning að vera laus. Ef ég
þarf að neita einhverju er það vegna þess
að ég er að gera eitthvað annað skemmti-
legt.“
Þær stefna á ferð með útskriftarári
sínu nú í vor. Leiðin liggur til Grikklands
nú í apríl. Þær hafa lagt á þessi ráð enda
hafi þær strax í læknadeild ráðið öllu.
„Þetta var einstaklega góður árgang-
ur. Það var svo gaman hjá okkur og nú
ætlum við einnig góður hópur gamalla
kollega á Hringbraut að hittast mánaðar-
lega.“
Allar vissu þær á barnsaldri að þær
vildu verða heilbrigðisstarfsmenn.
„Læknir eða sálfræðingur,“ segir Ástríð-
ur. Hjördís lýsir því hvernig hún hafi
viljað upplifa draum móður sinnar að
verða læknir.
„Hún var ein af fáum sem byrjaði í
læknadeildinni en svo giftist hún, eign-
aðist þrjú börn og dó 33ja ára úr krabba-
meini. Hún var ekki búin nema með
fyrsta hluta,“ lýsir hún og hvernig námið
hafi svo höfðað mjög til hennar, rétt eins
og bækur Franks Slaughter og lýsingar
hans á uppskurðum sem hún lá yfir sem
barn.
Ingunn vildi verða hjúkrunarfræðing-
ur. „En svo ákvað ég að fara í landspróf
með bekknum mínum og fór í mennta-
skóla.“ Þar hafi hún eignast vinkonu með
Ástríður Jóhannesdóttir, Ingunn Vilhjálmsdóttir og
Hjördís Smith útskrifuðust saman úr læknadeild sama
ár, völdu allar gjörgæslu- og svæfingalækningar og
unnu svo saman á Landspítala. Ingunn og Ástríður
stunduðu sérnám í Lundi í Svíþjóð en Hjördís í
Michigan í Bandaríkjunum. Þær hafa nú sett tækin í
hendur eftirmanna. Mynd/gag
aðra drauma. „Hún sagði: Þú átt að koma
með mér í læknisfræði. Svo hætti hún og
gerðist þýðandi.“
Vakt ekki sama og vakt
Hjördís segir svæfingar sambland af
huga og verki. „Þetta er fullkomin
blanda.“ Inni á spítalanum séu svæfinga-
læknar svolítið eins og heimilislæknar
spítalans. „Í þeim skilningi að við erum
út um allan spítala, erum alhliða,“ segir
hún og Ingunn bætir við: