Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 44
160 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
V I Ð T A L
„Já, viðurkennum það bara. Við erum
svona reddarar. Þegar allt er í steik er
kallað á svæfinguna.“ Ástríður segir það
stafa af því að svæfingalæknar séu alltaf
bundnir í húsi.
„Þegar deildarlæknar voru um allt
hús vorum við einu sérfræðingarnir og
því kölluð til. Þannig skapaðist líklega sú
hefð.“
En endalaus vaktavinna. Hver velur
það? Ástríður lýsir því hvernig þær hafi
mætt á föstudagsmorgni og unnið fram
á mánudagsmorgun. „Ég viðurkenni að
mér leið eins og ég væri að losna úr prís-
und þegar vaktinni lauk.“ Þetta hafi ekki
breyst fyrr en Hannes Stephensen vann
sleitulaust í 72 klukkustundir og menn
sáu að í því var ekkert vit.
„Eftir þessa breytingu sætti maður
sig við langa daga. Sólarhringur varð
ekki neitt neitt því við vorum laus við
að vera þrjá,“ segir Ástríður, og Hjördís
segir að tímarnir hafi einfaldlega verið
aðrir. Álagið verið öðruvísi. „Viðmiðin
voru önnur. Sjúklingarnir voru ekki eins
aldraðir. Þeir voru ekki eins veikir,“ segir
hún og Ingunn bætir við: „Ekki eins mik-
ið af tólum og tækjum sem við þurftum
að kunna á.“ Það sé því ekki hægt að bera
saman vakt í dag og löngu vaktirnar þá.
„Fólk dó ef það var veikt,“ segir Hjör-
dís. Ingunn bætir við: „Já, og nú er fólk
skorið sem hefði aldrei verið það hér
áður. Það var einfaldlega ekki hægt að
meðhöndla eins mikið og hægt er í dag.“
Þetta séu allt siðferðisspurningar. „Og
mér finnst við oft ekki á réttri leið,“ segir
Hjördís en bendir um leið á að sjúklingar
á gjörgæslu séu þar því þeir eigi lífsvon.
Staldra við og endurmeta
„Það gerist sjaldan að fólk deyi á gjör-
gæslu,“ segir Ingunn. „Því þegar búið er
að taka þá ákvörðun að það eigi heima
þar viltu gera allt sem mögulegt er.“
Hjördís segir oft einfaldara fyrir
lækna að gera allt. „Það er erfiðara að
taka ákvörðun um annað.“ Hafa þurfi á
hreinu hvað einstaklingurinn sjálfur vill.
„Við svæfingalæknar erum sérfræðingar
í öllum þessum tækjum og tólum en oft
erum það þó við sem stöldrum við og
spyrjum hvort vert sé að halda áfram,“
segir hún og að þá sé sjúklingurinn í
fyrirrúmi.
En hvernig er að ganga út af spítala
og hætta að vinna. „Það er bara dásam-
legt,“ segir Hjördís. Ástríður segir að hún
finni hvað vinnan hafi tekið orðið allan
tíma. „Hausinn og allt.“ Gott sé að stöðva
hamstrahjólið og eiga tímann fyrir sig.
„Við unnum á yndislegum vinnustað
en það var komið nóg,“ segir Ingunn.
„Þetta var orðið fínt.“
Gott að vera læknir
„Spurðu Ástríði hvað önnur dóttir
hennar gerir?“ segir Hjördís Smith og
hlær. „Jú, önnur er svæfingalæknir,“
segir Ástríður Jóhannesdóttir um
Jóhönnu dóttur sína og eiginmannsins
Gunnlaugs Björnssonar stjarneðlis-
fræðings. Þær hlæja.
„Hin er hljóðverkfræðingur og ég
er að sjálfsögðu stolt af þeim báðum
enda vill maður ekkert frekar en að
börnin sín fylgi hjartanu og það hafa
þær báðar gert,“ segir hún.
Ingunn Vilhjálmsdóttir segir eldri
dóttur sína hafa verið með þeim hjón-
um meðan þau sérmenntuðu sig í
Lundi í Svíþjóð. „Hún var með okkur í
gegnum allt námið og sérnámið. Hún
sagði alltaf: „Ég ætla ekki að verða
læknir.“ Hún, Hildur Björg, er læknir
í dag, krabbameinslæknir eins og
pabbinn, Helgi Sigurðsson.
Hjördís segir dóttur sína hafa kosið
annan starfsferil. „Hún minnist æsku
sinnar þannig að ég sé að stússa og
pabba hennar að tala við sig. Hann
var með hana í handarkrikanum að
lesa,“ segir hún um mann sinn, Ólaf
Þ. Harðarson stjórnmálafræðing, sem
hafi unnið sveigjanlega vinnu og því
meira á heimilinu.
Þær leggja allar áherslu á
að auðvitað vilji þær að hver
einstaklingur velji það sem hugurinn
standi til en Ingunn segir að hún
hafi þó hvatt alla sem spyrji að verða
læknar. „Þegar ungt fólk spyr mig
hvort það eigi að fara í læknisfræði
segi ég: Já, hiklaust. Það er svo
margt vitlausara sem þú getur gert,“
segir hún. „Þetta opnar svo mikla
möguleika. Það vantar alltaf lækna, út
um allan heim, og þú getur gert hvað
sem er: horft í smásjá eða krufið lík,
nú eða notað menntunina í eitthvað
allt annað.“
Þá segir Hjördís makavalið skipta
miklu fyrir starfsframann. „Ég hef
alltaf sagt: Ekki giftast einstaklingi
sem er eins og klafi um hálsinn á þér.“