Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2023, Síða 45

Læknablaðið - 01.03.2023, Síða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 161 bauð upp á þjónustu fyrir fólk með litaða húð. Þó þannig að það voru sér legu- deildir fyrir hvíta annars vegar og fyrir þeldökka hins vegar. Hún fékk meðferð sem bar ekki árangur og lést árið 1951, einungis 31 árs gömul. Á þeim tíma var læknir að nafni George Gey að vinna á Johns Hopkins. Hann var heltekinn af því að finna leiðir til að rækta frumur – eitthvað sem eng- um hafði þá tekist. Hann safnaði vefja- sýnum frá sjúklingum í þeim tilgangi en frumurnar dóu allar jafnharðan, allt þangað til hann fékk vefjasýni úr Hen- riettu. Krabbameins- frumurnar úr Henriettu uxu á ógnarhraða og Gey nefndi þær HeLa eftir upphafsstöfum hennar. Hann sendi frumurnar til vísinda- manna um allan heim og HeLa-frumur hafa síðan verið notaðar við þróun á bóluefnum, lyfjum, við krabbameinsrann- sóknir og margt fleira. Sannkölluð bylting. Hin hliðin á sögunni er fjölskyldan hennar Henriettu. Börnin höfðu misst móður sína og höfðu lítinn skilning á því hvernig hluti af henni gæti á einhvern hátt lifað áfram eftir dauðann. Raunar vissu þau ekki að frumurnar væru lifandi fyrr en um 25 árum seinna. Þá höfðu birst myndir af Henriettu í fjölmiðlum undir fullu nafni – engin persónuvernd í þá daga. Allt saman ól þetta af sér reiði og tortryggni hjá fjölskyldunni, sem bjó við fátækt og hafði engin tækifæri til menntunar eða Ég vil byrja á að þakka Gerði Gröndal fyrir áskorunina og fyrir einstaklega vel skrifaðan pistil í síðasta blaði! Það óx mér mjög í augum að velja eina bók til að skrifa um og því ákvað ég að miða við síðastliðið ár. Ég las mikið sem barn, tilheyri þeirri kynslóð sem ólst upp með Harry Potter, en hef lesið minna eftir að ég byrjaði í læknadeild. Hef svo nýfundinn tíma eftir að ég útskrifaðist, sem er kærkomið. Er nú að lesa bókina Merking eftir Fríðu Ísberg sem kom út árið 2021. Sagan gerist í Reykjavík fram- tíðarinnar þar sem verið er að innleiða sérstakt próf til að greina samkennd og siðblindu hjá fólki. Samfélagið skiptist svo í tvennt eftir því hvort fólk hefur náð prófinu eða ekki og eftir því hvort fólk sé fylgjandi því að láta merkja einstaklinga á þennan hátt. Virkilega áhugaverð lesning sem ég mæli heilshugar með. Á síðasta ári las ég svo bókina The Imm- ortal Life of Henrietta Lacks eftir Rebeccu Skloot. Mögnuð bók um framgang vís- indanna en jafnframt lífssaga ungrar konu og fjölskyldu hennar. Henrietta Lacks fæddist árið 1920 og var komin af fátækum tóbaksbændum í Clover í Bandaríkjunum. Þegar hún var 30 ára og orðin 5 barna móðir greindist hún með leghálskrabbamein. Hún sótti læknis- þjónustu á Johns Hopkins sjúkrahúsið, eina sjúkrahúsið í hennar nágrenni sem Hvaða bók hefur fylgt þér lengst, þú hefur lesið oftast eða haft mest áhrif á þig? Sólveig Bjarnadóttir almennur læknir Ég skora á Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum að skrifa um þá bók sem hefur haft mest áhrif á hann. Frumulíf eftir dauðann framdráttar. Var verið að fara illa með móður þeirra? Var einhver að græða á henni? Á þeim? Þetta er marglaga saga um kynþátta- fordóma, vísindi og siðferði. Við erum sem betur fer hætt að birta myndir af þátttakendum í veigamiklum vísinda- rannsóknum og höfum betri umgjörð um persónuvernd og vísindasiðanefnd. Það er þó ekki sjálfsagt að fólk taki þátt í rannsóknum eða að fólk taki mark á niðurstöðum þeirra. Til þess þarf að skapa traust og viðhalda því – hvort sem viðfangsefnið eru heimsfaraldrar, hlýnun jarðar eða eitthvað álíka hræðilegt. Það er heldur ekki vænlegt að innleiða próf sem skiptir samfélaginu í tvo hópa, raunar af- leit hugmynd eins og sagan hefur sýnt. Næsta bók á leslistanum er síðan Sumarlandið eftir Tove Jansson. Fékk hana gefins frá góðum kollega sem er á leið út í sérnám og hugnaðist ekki að taka bókasafnið með sér.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.