Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2023, Side 47

Læknablaðið - 01.03.2023, Side 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 163 S É R G R E I N I N S E M É G V A L D I Geðlækningar voru ekki beint það sem ég sá fyrir mér eftir útskrift úr MA. Ég komst inn í læknadeild Kaupmanna- hafnarháskóla og átti þar mjög lærdóms- rík 6 ár. Áður en ég hélt utan starfaði ég á skurðdeild kvennadeildar og varð algjörlega heilluð og harðákveðin í því að verða kvensjúkdómalæknir. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar það steinleið yfir mig ítrekað og endurtekið í verknámi á skurðdeildum, en í eitt sinn vaknaði ég við hlið sjúklingsins á vöknunardeild eftir aðgerðina! Að starfa undir heitu og sterku ljósi með maska var greinilega ekki fyrir mig eftir allt saman. Eftir 4. og 5. ár fékk ég sumarstarf á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítala. Starfið kom mjög ánægjulega á óvart og gekk þvert á þær hugmyndir sem ég hafði um fagið. Þessi reynsla kveikti neista sem fylgdi mér það sem eftir var í náminu og út kandídatsárið. Ég sá sjúklinga á öðrum deildum í nýju ljósi, og fannst þeir sjálfir og andlega hliðin í veikindum þeirra höfða meira til mín en líkamlegu veikindin. Ég tók valmánuð á geðinu á kandídatsárinu og varð þá alveg viss um að geðlækningar væru málið. Á kandídatsárinu stóð ég á tímamótum í mínu lífi og gat ekki hugsað mér að fara strax aftur frá Íslandi eftir 6 ára aðskilnað frá mínum nánustu og sótti því um í sérnáminu hér heima. Námstíminn var góður en þá voru um 10 manns í prógramminu, sem hefur eflst stöðugt síðan, en í dag eru um 20 manns að læra geðlækningar á Íslandi. Í sérnám- Ísafold Helgadóttir geðlæknir á Landspítala Vegir liggja til allra átta! inu eignaðist ég dætur mínar tvær með stuttu millibili og tók því námið á 6 árum í stað 5. Á geðdeildunum kynntist ég yndislegu samstarfsfólki og eignaðist góðar fyrirmyndir í mörgum kollegum mínum. Vel menntað fólk með hugsjón og ástríðu fyrir því sem það gerir og hríf- ur mann með. Virkilega gefandi vera geðlæknir Þegar maður hefur mikinn áhuga á fólki og mannlegu eðli, er virkilega gefandi vera geðlæknir. Að skoða líðan, tilfinningar, hugsanir, skynjun, atferli, áföll og seiglu. Hvernig lífssaga hvers og eins mótar viðhorf og viðbrögð. Maður fyllist auðmýkt og þykir heiður að því að vera treyst fyrir djúpstæðum raunum, hugarflækjum og því mótlæti sem fólk gengur í gegnum. Meðferðarsambandið er það sem gefur mér mest og að verða vitni að bættri líðan, auknum raun- tengslum og jafnvægi. Það er líka mikil áskorun þegar innsæisskortur fylgir veikindunum og fólk hafnar meðferð sem því er nauðsynleg. Geðlækningar eru krefjandi fag sem reynir mikið á innsæi, samskipti, skilning og klíníska hugsun. Greining byggist á samtölum við sjúklinginn og geðskoðun yfir ákveðinn tíma, ásamt ítarlegum upplýsingum um sögu og bak- grunn. Einnig þarf að útiloka líkamlegar orsakir. Alvarlegir geðsjúkdómar geta haft í för með sér verulega skert lífsgæði, einangrun og að fólk flosni upp úr námi og starfi, þess vegna er brýnt að greina og meðhöndla veikindin snemma og bæta þannig horfurnar. Ekki má gleyma því að lífsógnandi ástand getur skapast í alvarlegum geðsjúkdómum og meðferð því stundum lífsbjargandi. Geðlæknum standa margir möguleik- ar opnir, meðal annars fjölbreyttur starfs- vettvangur: Á sjúkrahúsum, heilsugæslu, í samfélagsteymum, á stofum, hjá einka- fyrirtækjum, í dómskerfinu, svo dæmi séu nefnd. Sumir geðlæknar hitta ekki aðeins einstaklinga, heldur líka pör, fjöl- skyldur og leiða jafnvel hópmeðferðir. Þá er hægt að sérhæfa sig nánar í hinum ýmsu undirsérgreinum eins og öldr- unargeðlækningum, réttargeðlækning- um, barna- og unglingageðlækningum, fíknigeðlækningum og fleira. Geðlæknar vinna mjög oft í teymum með öðrum fagstéttum, sem er gaman og gefur fleiri sjónarhorn á vandamálin og úrbæturnar. Engir tveir dagar eru eins í þessu starfi og maður er alltaf að sjá og læra eitthvað nýtt, bæði af skjólstæðingum og sam- starfsfólki. Framtíðin í geðlækningum er björt, en fagið er í stöðugri framþróun og það eru stundaðar vandaðar rannsóknir sem munu halda áfram að bæta við þekkingu okkar á heilanum, geðsjúkdómum og meðferðum. Starf á geðdeild er góð og þroskandi reynsla sem nýtist læknum hvar sem er og get ég heilshugar mælt með því, enda var það þannig sem ég sá ljósið og fann mína sérgrein.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.