Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 4
4 | Sjómannablaðið Víkingur 1 Nafn, hvenær fæddur og hvar? Grétar Rögnvarsson, fæddur á Eskifirði 1957. Maki: Inga Rún Beck. Börn: Erna, Eðvarð og Rögnvar. Hversu gamall varstu þegar þú byrjaðir á sjó og hve gamall varstu þegar þú fórst í Stýrimannaskólann? Byrjaði á sjó 17 ára þá á síld í Norðursjó. Fór í Stýrimannaskólann 20 ára og lauk 1979. Á hvaða skipum hefur þú verið og hvert þeirra er eftirminnilegast? Skipin eru í þessari röð: Háseti: Sæberg SU 9, Hólmatindur SU 220, Hólmanes SU 1. Stýrimaður: Seley SU 10, Hólmatindur SU220. Skipstjóri: Sæljón SU 104, Aðalsteinn Jónsson 2 SU 11, Jón Kjartansson SU 111. Eftirminnilegasta skipið er Jón Kjartans- son sá fyrsti sem ég var með, áður Narfi. Hvernig myndir þú lýsa skipinu sem þú ert á núna og hvað heitir það? Skipið sem ég er á núna er Jón Kjartans- son, sá fjórði sem ég er með og er mjög gott skip. Eftirminnilegasti skipstjóri sem þú hefur siglt með? Eftirminnilegasti skipstjórinn, held Jón Níelsson á Hólmatindi þeim fyrsta og Ingvi Rafn á Seley. Hver er skemmtilegasti maður sem þú hefur verið með á sjó? Skemmtilegasti maðurinn, ekki viss margir skemmtilegir get ekki nefnt neinn sérstakan. Hver er besti sjómaður sem þú hefur haft í þinni áhöfn? Besti sjómaðurinn, margir mjög góðir en langar að nefna Pál Helgason móðurbróð- ur minn sem var vélstjóri á Sæljóni og Sig- urjón Björnsson. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn að; -a- borða? Gratineraðar gellur og humar -b- veiða? Loðna. Hvernig finnst þér best að matreiða fisk? Allur steiktur fiskur bestur. Hver er furðulegasti fiskurinn sem þú hefur veitt? Furðulegasti fiskurinn, sennilega Lúsífer. Uppáhalds mið og af hverju? Uppáhaldsmið, klárlega að veiða loðnu með suður ströndinni og inn á Faxaflóa í nót. Versta veðrið sem þú hefur lent í á sjó? Verstu veðrin mörg en sennilega í nokkur skipti þegar við vorum á leið til Íslands af KALLINN Í BRÚNNI Grétar Rögnvarsson Í brúnni á Jóni Kjartanssyni, áður Hólmaborg SU 11 og þar á undan Eldborg HF 13. Ég og konan mín, Inga Rún, þegar við komum með Jóninn sem ég er á núna frá Skotlandi. Jón sem er í dag og við sóttum til Skotlands sumarið 2017 og hét áður Charisma.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.