Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Blaðsíða 43
Sjómannablaðið Víkingur | 43
STRÁFELLDIR FYRIR ENGAN ÁVINNING
Kvikmyndin Gallipoli með Mel Gibson og
Mark Lee í aðalhlutverkum gerði ódauð-
lega árás Ástralíumanna á Russels hæð
þann 7. ágúst 1915 í herferðinni gegn
Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld. Fimm
hundruð menn úr áströlsku létt-
riddarasveitinni voru sendir af stað í fjór-
um bylgjum til að ráðast á hæðina sem
Tyrkir vörðu. Varnarliðið hafði grafið sig
niður og var þungvopnað. Stórskotahríð
flotans, sem átti að bæla Tyrkina niður fyr-
ir árásina, hafði af óskiljanlegum ástæðum
hætt sjö mínútum of snemma. Ástralarnir
voru hikandi og vissu ekki hvort þeir ættu
að gera árás þegar í stað eða bíða. Þeir ótt-
uðust að ef þeir færu of snemma af stað
myndu herskipafallbyssurnar byrja aftur
að spúa eldi og eimyrju og þeir lenda í
miðri hríðinni. Ástralarnir biðu því í sjö
mínútur og gáfu Tyrkjum þannig tíma til
að ná áttum.
Þegar fyrsta 150 manna bylgjan flæddi
upp úr skotgröfunum varð hún fyrir
kúlnaregni af aðeins 60 metra færi.
Árásarliðið átti sér ekki viðreisnar von og
stráfell.
Innan tveggja mínútna var önnur bylgja
tilbúin að hlaupa af stað enda þótt lík 150
hermanna lægju í veginum. En allt kom
fyrir ekki. Þeim var skipað til árásar og
stráféllu allir sem einn á aðeins örfáum
sekúndum.
Þriðja bylgjan, undir stjórn Todds majórs,
bjó sig nú undir að fylgja á eftir. Todd
benti á að árásin væri tilgangslaus sóun á
mannslífum. Athugasemd hans var komið
til Johns M. Antill ofursta. En Antill stóð í
þeirri trú að ástralski fáninn hefði þegar
verið dregin að hún yfir skotgröfum Tyrkja
og skipaði Todd að styðja hina hraustu en
ímynduðu Ástralíumenn sem að sögn áttu
að hafa brotist í gegn um víglínu Tyrkja.
Enn þustu áströlsku hermennirnir upp úr
skotgröfunum til þess eins að falla eins og
flugur fyrir óvæginni skothríð
varnarliðsins.
Antill var þó ekki á því að gefast upp.
Áfram skyldi haldið. Í fjórða skiptið var
blásið til árásar og líkin héldu áfram að
hrúgast upp aðeins steinsnar frá skotgröf-
um bandamanna. Alls höfðu 500 hermenn
tekið þátt í áhlaupinu, af þeim féllu 234 og
138 voru sárir.
LJÓSBLETTUR Á SKJÁ
Árás Japana á Pearl Harbour 7. desember
1941 kom svo gersamlega á óvart að um
það hefur verið deilt í löngu máli hvort
Roosevelt forseti hafi hreinlega leyft
Japönum að gera árás til að fá ástæðu og
afsökun til að hleypa Bandaríkjunum í
stríðið gegn Þýskalandi og Japan. Enginn
þungavigtar-sagnfræðingur hefur þó tekið
undir slíkar bollaleggingar.
Hitt er alveg víst að amerísku foringjarnir
á Hawaii voru gjörsamlega grunlausir um
þau ósköp sem voru um það bil að skella á
þeim. Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli
Bandaríkjanna og Japan flutu hernaðaryf-
irvöld í Pearl Harbour steinsofandi að
feigðarósi. Ráðstafanir þeirra til að verjast
skyndiárásum – sérgrein Japana – voru
hvorki fugl né fiskur.
Japanir hugsuðu hins vegar ráð sitt vand-
lega. Þeir lögðu til atlögu á sunnudegi sem
var engin tilviljun. Á þessum hvíldardegi
myndi kristinn her Bandaríkjanna vera til-
tölulega slakur, njóta afslöppunar og
dægradvalar.
Eflaust hefðu einhverjir kallað þetta mikla
bjartsýni. Nýleg Gallup-könnun í Banda-
ríkjunum hafði leitt í ljós að rúmlega
helmingur þjóðarinnar gerði ráð fyrir að
senn brytist út stríð við Japan. Stríðsógnin
var því raunveruleg og 96 herskip í höfn-
inni hefðu átt að undirstrika nauðsyn þess
fyrir sjóherinn í Pearl Harbour að halda
vöku sinni.
Fyrir fram hefði því mátt ætla það mikla
bjartsýni af hálfu Japana að halda að þeir
gætu komið á óvart. Svo var þó ekki. Þeir
hittu þvert á móti naglann á höfuðið. Um-
ræddan dag hafði Husband E. Kimmel að-
Russels hæð og Perluhöfn
Mistök í hernaði
Antill ofursti, skín af honum sjálfbirgingurinn?
Antill í vígahug.