Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Blaðsíða 42
42 | Sjómannablaðið Víkingur
aðeins 250 metra fjarlægð. Eins og iðnir
maurar bjástruðu Þjóðverjarnir við gera
dekkbyssuna klára og brátt byrjuðu fyrstu
sprengjurnar að springa yfir höfðum
bresku sjómannanna. Þrátt fyrir markmið
breskra stjórnvalda að vopna að minnsta
kosti eitt þúsund kaupskip í einum hvelli
- það er á innan við þremur mánuðum frá
því að stríðið braust út sem tókst reyndar
var Uskmouth gjörsamlega varnarlaust.
Það var ekki einu sinni létt vélbyssa um
borð. Hunter átti því ekki annan kost en að
skipa körlunum að búa sig undir að yfirgefa
skipið um leið og hann gerði sitt
besta til að forðast sprengjuárás kaf-
bátsins.
Í fyrstu skutu Þjóðverjarnir árangurs-
laust á möstrin til að eyðileggja loftnet
Uskmouth en lækkuðu svo byssu-
miðið og dældu skotum í skrokk
skipsins. Hunter stóð enn í brúnni en
sá brátt að staðan var vonlaus. Þjóð-
verjarnir ætluðu sér að sökkva skip-
inu hvað sem það kostaði. Hann sneri
því vélsímann á stopp og gaf fyrir-
skipun um að yfirgefa skipið.
Á bátadekkinu hafði
áhöfnin hraðar
hendur við að sjó-
setja björgunarbát-
ana undir stöðugri
skothríð frá kafbátn-
um. Allt í einu hitti
sprengja bátadekkið,
s p r e n g j u b r o t u m
rigndi yfir Bretana,
annar björgunarbát-
urinn eyðilagðist og
þrír týndu lífi.
Þrátt fyrir skothríðina
tókst að sjósetja hinn
bátinn sem rak hratt
fram hjá kafbátnum
þaðan sem skothríð-
inni linnti ekki fyrr en
Uskmouth hvarf í
ljósum logum af haf-
fletinum. Klukkan
var rétt að verða hálf tvö
um nóttina.Þjóðverjarnir
skiptu sér ekkert frekar af
skipbrotsmönnunum sem
drógu upp segl.
Alla nóttina og daginn
eftir sigldu bresku sjómennirn-
ir þéttsetnum bátnum í austur-
átt. Sem betur fer var ekkert lát
á haustblíðunni og seint um
kvöldið komu skipverjar á
ítalska gufuskipinu Juventus
auga á björgunarbátinn. Ítalía
hafði þá ekki enn blandað sér í
stríðsátökin. Því var það að
fjórum dögum síðar skiluðu
Ítalirnir Hunter og áhöfn hans
á land í ensku hafnarborginni
Ramsgate, ekki fjarri sjálfri
Lundúnarborg.
Endursögn og stytting kafla úr bók
Bernards Edward, The Quiet Heroes.
British Merchant Seaman at War 1939-
1945, South Yorkshire 2010.
Að viðbættum áherslupunktum úr riti
Winstons Churchill, The Second World
War. The Gathering Storm, 1. bindi,
London 1949.
U-43 var fyrst sjósettur í maí 1939, tæplega 77 metra langur, gat kafað niður á 230 metra dýpi, náði rúmlega 33 km.
hraða á yfirborði sjávar en í kafi aðeins 14 km. Báturinn var í jómfrúarferð sinni þegar hann sökkti Uskmouth. Þegar
heim kom var Ambrosius heiðraður með járnkrossinum fyrir góða frammistöðu. Myndin er af U-37, tekin í frönsku
borginni Lorient, en U-37 var í alla staði sambærilegur við U-43. Mynd: Deutsches Bundesarchiv
Djúpt út af Cape Finisterre eða Finisterrehöfða skárust leiðir Uskmouth og U-43
Þýskur kafbátur í leit að bráð. Heimildum ber ekki
saman um fjölda þeirra er týndu lífi í árás U-43 á
Uskmouth. Aðalheimildamaður okkar, Bernard Ed-
wards, segir þrjá hafa fallið. Aðrir að tveir hafi
týnt lífi. Þeim þriðja hafi verið bjargað um borð í
franska tundurspillinn L’indomptable. Hitt er óum-
deilt að Juventus bjargaði 22 skipverjum af
Uskmouth.