Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Blaðsíða 6
6 | Sjómannablaðið Víkingur 1 kolmunnamiðum vestur af Írlandi með fullt skip. Hefurðu upplifað ótvíræða lífshættu á sjó? Féll útbyrðis af Seley á loðnumiðum norð- ur af landinu í miklum kulda og það stóð mjög tæpt. Eftirminnileg atvik, eitt eða fleiri? Mörg eftirminnileg atvik en það sem stendur upp úr er þegar ég var skipstjóri á Sæljóni og við vorum við björgunarað- gerðir við Skrúð þegar Syneta fórst. Hver er mesta breyting siglingatækja sem þú hefur upplifað? Tækin, AIS, GPS, og sónartækin sem við notum í dag. Þín skoðun á kvótakerfinu og hvernig það hefur virkað? Kvótakerfið er sjálfsagt það besta sem við getum haft, þó alltaf megi deila um ein- hver atriði. Hvernig finnst þér fiskifræðin hafa stað- ið sig við að meta veiðiþol stofna? Er ekki alltaf sammála fiskifræðingum um veiðiþol fiskistofna en þeir eru örugglega að gera sitt besta. Hvað áhrif telur þú að hlýnun jarðar muni hafa á fiskistofna við Ísland í fram- tíðinni? Held að hlýnun jarðar geti haft mjög slæm áhrif á fiskistofna okkar. Hefur þér tekist að vekja áhuga afkom- endanna á sjómennsku? Synir mínir eru báðir sjómenn og annar þeirra langt kominn með Stýrimannaskól- ann, sjómennska í dag er góð vinna. Og að lokum fyrir bókaorma, áttu þér uppáhaldsbók og hvaða bók ertu að lesa núna? Les ekki mikið en hlusta aðeins á hljóð- bækur, hef mest gaman að lesa ævisögur. Páll Helgason heitinn frændi minn um borð í Sæljóni SU. Jón fyrsti – áður Narfi – eftir breytingar í Póllandi. Erna dóttir mín með mér sem háseti á loðnu. Sæljón SU 104. Aðalsteinn Jónsson sem ég var með í nokkra mánuði hét þá AJ 2. Jón næstsíðasti sem ég var með, áður Hólmaborg og enn fyrr Eldborg. Sautján ára háseti á Sæbergi SU 9 á síldveiðum í Norðursjó. Jón Kjartansson fyrsti sem ég var með. Smíðaður 1960 fyrir þann þekkta útgerðarmann Guðmund Jörundsson. Var þá síðutogari og nefndist Narfi RE 13 en hafði verið breytt í nótaskip þegar hann bættist í flota Eskfirðinga árið 1978.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.