Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Qupperneq 16
Árni Björn Árnason
Svavar Gunnþórsson er
fæddur að Jaðri á Látra-
strönd 1941, einn sex
barna Gunnþórs Hall-
grímssonar og Laufeyjar
Guðlaugsdóttur sem þar
bjuggu. Jaðar er um átta
kílómetrum norðan Greni-
víkur, kostarýr jörð,
byggð út úr landi Svínár-
ness. Eftir nokkurra ára
búsetu á Jaðri keypti
Gunnþór eyðibýlið Hrings-
dal sem liggur að Jaðri að
sunnan og jókst þá
heyfengur af ræktuðu
landi um helming. Bú-
stofninn varð þó aldrei
stærri en um 100 kindur
og 5 kýr. Mjólk úr kúnum
var flutt á hestakerru ann-
an hvern dag þessa átta
kílómetra sem til Greni-
víkur var að fara og þar
komið á mjólkurbíl sem
flutti afurðina til Akureyrar. Jaðar fór í
eyði 1957 þegar fjölskyldan flutti til
Grenivíkur
KEYPTIR OG SELDIR BÁTAR
Hugur Svavars leitaði snemma til sjávar
og sjómennska varð hans ævistarf. Fyrsti
þorskurinn kom yfir borðstokkinn þá
hann var sex ára gamall. Sá fékkst á
fékkst á rauðan öngul sem frændi hans
átti í fórum sínum. Farkosturinn var
árabátur sem til var á Jaðri og notaður
var til haustróðra eftir sláturtíð.
Haustróðrana stunduðu Gunnþór, faðir
Svavars, og Sigurður bóndi á Svínárnesi.
Aflanum var skipt jafn á milli bæja, hann
hengdur upp og hertur.
Aðstaða til útgerðar frá Jaðri var nánast
engin en sjávarhús var þó á sjávarbakk-
anum og smá bryggjustertur fram úr
fjörunni. Bryggjan var ekki merkilegt
mannvirki og oftar en ekki sá brimið um
að fjarlæga hana á haustin.
Svavar hóf ævistarfið til sjós 1956 með
föðurbróður sínum Ingimari Hallgríms-
syni, Hrísey sem gerði út frá eynni og
stóð vertíðin í þrjá mánuði. Árið 1960
keypti hann trilluna Hörð EA ásamt
bróður sínu Viðari. Þarna var um tveggja
tonna opna trillu að ræða með 5 til 8
hestafla Sabb vél. Bát þennan gerðu þeir
bræður út frá Hrísey á vor- og haustver-
tíð en voru á síld yfir sumarið.
Árið 1961 eignaðist Svavars gamlan
nótabát, smíðaðan í Svíþjóð, sem búið
var að vélvæða með Volvo vél. Báturinn
fékk nafnið Gullborg ÞH-153.
Tíu tonna, eins árs gamlan, þilfarsbát
eignaðist Svavar árið 1962 og gekk Gull-
borg ÞH-153 upp í kaupin. Báturinn hét
Brúni EA-71 þá Svavar fékk hann en
Brúni TH-91 í hans eigu. Á þessu fari
lenti Svavar og bróðir hans Viðar í mann-
skaðaveðrinu 9. apríl 1963.
9. APRÍL 1963
Daginn þann voru þeir bræður í línuróðri
undan Fjörðunum austan Eyjafjarðar. Í
lok línudráttar var veður og sjólag orðið
svo slæmt að með ólíkindum mátti telja.
Línubölum ásamt meirihluta afla komu
þeir bræður í lest en eitt tonn af fiski var
þó í stíu á þilfari. Lestarlúgur negldu
þeir fasta við lúgukarm.
Til að forðast versta sjólagið og jafnvel
grunnbrot fór Svavar djúpt fyrir Gjögur
áður en beygt var inn í Eyjafjörðinn.
Mesta veðurhæðin og versta sjólagið var
frá Gjögurtánni og inn fyrir Kjálkanesið.
Þarna undan ströndinni fékk báturinn á
sig brot sem lagði hann á hliðina. Stíu-
borð á þilfari brotnuðu og fiskurinn,
sem í stíunni var, hreinsaðist fyrir borð.
Sennilega hefði báturinn farist þarna ef
Svafar hefði ekki sýnt þá fyrirhyggju
þegar hann keypti bátinn að ganga frá
ballest undir pöllum og negla pallana
fasta við lestarbotninn.
Ekki sást handa sinna skil fyrir hríð og
sjóroki og dýptarmælir var óvirkur
vegna þess að sjórinn var ein froða.
Svavar áætlaði fjarlægð til lands af öldu-
földunum þegar þeir fóru að hryggja sig
við ströndina. Litlu munaði þó eitt sinn
að of nærri landi væri farið því að aldan
sprakk við stefni bátsins en Svavari tókst
að bjarga málum með því að reka í bakk-
gírinn og bakka svo sem vélin orkaði.
Lensað var inn með ströndinni á hæg-
ustu ferð þar til rekist var á legufæri
bátsins fram af Kelduláginni þar sem
Grenivíkurhöfn er nú. Vegna veðurs og
sjólags var ekki í land komist fyrri en
um hádegi daginn eftir.
Sæfarinn
Enn dvelst hugurinn við sjóinn. Svavar Gunnþórsson í Sandgerðisbótinni á Akureyri.
Brúni EA-71. Á þessu fari lenti Svavar og bróðir
hans Viðar í mannskaðaveðrinu 9. apríl 1963.
16 | Sjómannablaðið Víkingur