Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 22
22 | Sjómannablaðið Víkingur 1 Norð-vestur íshafsleið milli Atlantshafs og Kyrrahafs – Þriðji og seinasti hluti – Heiðar Kristinsson INÚÍTAR STÖÐVUÐU SKIPIÐ Eins og komið er fram lagði Manhattan af stað í siglinguna 24. ágúst 1969 Skipið var hlaðið vatni til þess að það yrði lestað með djúpristu eins og um farm væri að ræða. Skipið hafði stutta viðkomu í Halifax fyrir kurteisis sakir þaðan sem skipið fékk fylgd ísbrjótsins John A. Macdonald sem þá var öflugasti ísbrjótur í flota Kanada. Skipin héldu sem leið liggur norður með strönd Labrador og eftir stutta viðkomu í flotahöfninni Thule á Grænlandi – til að friða Dani – var haldið norðan við Baffin- eyjar þaðan sem haldið var í Lancaster- sund. Sem fyrr segir var norð-vesturleiðin um- deild í alþjóðasamskiptum þar sem fullveldi þessara hafsvæða er krafist af Kanada og á einum tímapunkti á ferðinni stöðvuðu veiðimenn inúíta skipið og kröfðust þess að skipstjórinn bæði um leyfi til að fara í gegnum kanadískt yfir- ráðasvæði, sem hann gerði og þeir veittu. Heldur var nú ólíkur viðgjörningurinn á skipum frumherjanna sem leituðu norð- vestur leiðarinnar þar sem menn börðust á seglskipum við óblíð náttúruöfl og skyr- bjúg vegna einhæfs fæðis og fleiri hremm- ingar. Þó svo að náttúruöflin væru hin sömu og margskonar hættur yfirvofandi þá var um borð í Manhattan allur aðbúnaður og við- gjörningur leiðangurs-manna með því besta sem þekktist á þeim tíma. Þrjár ríkulegar máltíðir bornar á borð hvern dag, ávextir og grænmeti eins og hver vildi og um borð var bókasafn og kvik- myndir sýndar til afþreyingar. Skipið hélt 5. september vestur Lancaster sund og þurfti að brjóta sér leið gegnum lagnaðarís og ísfláka sem sums staðar var um 14 feta / 4,2 m að þykkt. Ferðin gekk þó ekki verr en gert var ráð fyrir og með aðstoð ísbrjótsins John A. Macdonald seiglaðist þetta áfram eins og áætlað var þar til komið var um 50 sjómílur inn í Maclure sund en þá var ísinn orðinn mjög þykkur allt að 60 fet (18,2 m) og dýpið sums staðar aðeins 100 fet (30,5m). Það þótti of áhættusamt að halda áfram þessa leið og 10. september ákvað skip- stjóri Manhattan að snúa við, halda sunn- ar og reyna siglingu í gegnum Prince of Wales sund milli Banks og Victoríueyja og í Amundsen sund þar sem ferðin gekk mun betur. Síðan var haldið vestur úr Amundsen sundi og komið úr sundinu 14. september. Síðan sem leið liggur án mikilla tafa vegna íss til hafnarinnar í Prudhoeflóa þar sem komið var 19. sept- ember. Siglingaleiðin var nær íslaus síð- ustu 500 sjómílurnar. Manhattan á leið í gegnum ísinn. Manhattan í þoku og ís

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.